Bleikar pönnukökur

by soffiagudrun

Pönnukökur verða fallega bleikar þegar smá rauðrófu er bætt út í deigið.  Það er tilvalið að gleðja krakkana um helgina með bleikum pönnukökum. Ekki nóg með að þær eru fallegar á litinn þá eru þær líka svolítið hollar því rauðrófur eru meinhollar.

Svo mætti jafnvel búa til nokkrar barbapabbapönnukökur í leiðinni.

rauðrófupönnukökur

Bleikar pönnukökur

 • Hálf rauðrófa, soðin eða ofnbökuð
 • Ykkar uppáhalds pönnukökudeig

rauðrófa

Ég ofnbakaði rauðrófuna í 2 klst við 200°c.  Ekki taka skinnið af eða skera í hana eða bleyta hana áður en þið setjið hana í ofninn.  Það er auðvelt að taka skinnið af þegar búið er að elda hana.

Ef ykkur vantar uppskrift af pönnukökum þá gerði ég þetta svona:

 • U.þ.b 1 dl ab mjólk
 • U.þ.b 1 dl hveiti
 • 1 egg
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 tsk salt
 • 1 msk matarolía
 • Mjólk eftir þörfum

Maukið rauðrófu og ab mjólk í blender eða með töfrasprota.  Blandið rest saman við  og mjólk eftir þörfum, þar til pönnukökudeigið er nógu þykkt. (Ekki hafa það of þunnt svo kökurnar fá síður á sig brúna flekki).

Það má með sanni segja að maður læri ýmislegt á því að elda allar uppskriftir úr einni bók.  Nú átti ég salvíu í ísskápnum sem ég þurfti að nota áður en hún eyðilegðist.  Mér fannst græni liturinn í salvíunni smellpassa með þessum bleika svo ég prófaði að nota salvíu með þessum pönnukökum.  Og viti menn, þeir voru jafn góðar og þær eru fallegar.

rauðrófupönnukökur

Bleikar pönnukökur með salvíu

 • Pönnukökudeig með rauðrófu
 • Smjör
 • Fersk salvía

Bræðið smjör á pönnu.  Steikið salvíu upp úr smjörinu í ca 1 mín á hvorri hlið.  Leggið hana til hliðar á disk.

Gerið rauðrófupönnukökudeig.

Blandið salvíunni við pönnukökudeigið og bakið pönnukökur.

Ef þið eruð alls ekki fyrir rauðbeður þá má sleppa þeim hér og nota venjulegt pönnukökudeig, og blanda steiktri salvíu við það og elda úr því pönnukökur.

pönnukökur

Ég ákvað að skera pönnukökurnar með hringskera svo þær fengju á sig sama form því þær voru ansi óreglulegar hjá mér, sem er svosem bara krúttlegt.  En þá var ég með ræmur í afskurð og vildi nýta hann.  Ég rúllaði honum upp þannig að hann leit út eins og rós.  Rósina mætti svo sykra og bera þannig fram.

rós

rós

rós

Rauðrófupönnukökur með salvíu er mjög mjög gott og hægt að bera þær fram á ýmsa vegu, t.d með hrísgrjónum, papriku og beikoni, eins og crepes.  Svo væri hægt að skella smá sýrðum rjóma á litla rauðrófu-salvíu klatta.

rós

Ég bar rauðbeðu-salvíu klattana fram með kjúklingi, beikonvafinn með sítrónusósu.  Meir um það næst.

Endalausir möguleikar…