Enn er eldað með Jamie Oliver – Vitið þið hvað börnin hans heita?

by soffiagudrun

Ég vissi ekki að Jamie Oliver á 4 börn, síðast þegar ég vissi voru þau tvö, en svona líður tíminn.  En hann er ansi frumlegur í nafnavali.  Ég veit ekki hvað mannanafnanefndin hér á Íslandi myndi segja við þessu…

Elsta barnið heitir Poppy Honey, og svo eru það Daisy Boo,  Petal Blossomog Buddy Bear.

Það byrjaði vel, að elda upp úr Kokkur án klæða með Jamie Oliver. Hörpudiskurinn smakkaðist mjög vel, virkilega vel heppnuð uppskrift.  Ég ætla ekki að elda allt  upp úr bókinni.  Aðallega af því að mig langar að njóta matargerðarinnar en ekki gera þetta að kvöð.

Það sem vefst fyrir mér núna er í hvaða röð ég eigi að elda uppskriftirnar.  Ég mun eflaust vaða úr einum kafla í annan og ef  ég á ákveðið hráefni sem ég vil eða þarf að nota þá fer ég í atriðaskrá til að finna uppskriftir sem innihalda það hráefni .

Ef ég er í stuði þá nefni ég einhverja tölu og elda uppskriftina sem er á þeirri blaðsíðu eða læt kærastann velja einhverja uppskrift eftir geðþótta eða handahófi.

Bara hvað sem hentar hverju sinni þar til allar uppskriftir hafa verið eldaðar.

blaðlaukssúpa

Að þessu sinni varð Kjúklingabaunasúpa með blaðlauk fyrir valinu.  Því ég átti bæði kjúklingabaunir og blaðlauk. (Ég miða hér miðað við 3 og breytti magni lítillega).

Þessi uppskrift var bæði bragðgóð og “easy peasy” eins og Jamie myndi segja.

  • 1 dós kjúklingabaunir
  • 4 meðalstórar soðnar skrællaðar kartöflur
  • 1 stór blaðlaukur
  • 1 msk ólífuolía
  • Smjörklípa
  • 2 hvítlauksrif
  • Salt og pipar
  • 1/2 L kjúklinga eða grænmetissoð (ég notaði einhvern organic grænmetistening)
  • Rifinn parmasenostur
  • Extra virgin ólífuolía

blaðlaukur

Fjarlægið ystu blöðin á blaðlauknum, skerið hann langsum og saxið smátt.

Hitið pönnu eða pott með msk af ólífuolíu og smá smjöri.  Steikið lauk og hvítlauk sem þið saltið við vægan hita.

Látið renna af baununum, skolið þær aðeins undir köldu vatni.  Bætið þeim við laukinn ásamt soðnum kartöflum og steikið í um 1 mín.

Bætið við 1/3 af soðinu og látið malla í 15 mín.

Maukið svo helminginn af súpunni (eða alla súpuna eða bara alls ekki..fer eftir því hvernig þið viljið hafa áferðina.  Það var mælt með að mauka helming, svo að þið fáið bæði “smooth” áferð og “chunky” sem var mjög gott.

Bætið því sem þið maukuðuð aftur út í pottinn og restinni af soðinu og hitið upp.

Kryddið eftir smekk með salti, pipar og parmasenosti.  Hellið smá extra virgin ólífuolíu út í súpuna eftir að hún er komin í skálina hjá ykkur ásamt aðeins meir af rifnum parmasenosti ef þið viljið.

Með þessu bar ég fram auðvelda brauðið sem ég gerði einnig með hörpudisknum.

Haustlitirnir eru fallegir.  Það er ákveðin stemning sem fylgir haustinu, svona kósí time…

haust

Advertisements