Fiskur, samtíningur úr ísskápnum en herramannsmatur engu að síður

by soffiagudrun

Nú var tekið til í ísskápnum og það nýtt sem til var.

Ýsan tekin úr frysti, skellt á bökunarpappír í ofnskúffuna.

fiskur

Hráefni í fiskrétt

  • 4 frosin ýsuflök
  • 4 msk  Roasted red peppers pestó
  • 1/4 gróft baguette
  • Nokkur lauf af ferskri basil
  • Salt og pipar

Afgangurinn af grófu baguette sem ég keypti í gær var skellt í matvinnsluvél ásamt rest af ferskri basil, salti og pipar. Ég smurði um það bil matskeið af Roasted red peppers pestó á hvert flak og brauðmylsnunni var svo dreift ofan á þessi 4 stk af ýsuflökum.

Það gæti verið gott að rífa smá ferskan parmasen ost og blanda við brauðmylsnuna.

Inn í ofn á 200°c í ca 20 mín.

 Hráefni í kartöflur
  • Soðnar kartöflur, skornar í fernt ef þær eru mjög stórar
  • Nokkrar matskeiðar af feta osti í kryddolíu

Soðnar kartöflur fóru einnig inn í ofn, setti þær í eldfast fat með nokkrum msk af fetaosti í kryddolíu, ásamt slatta af olíunni.

Hráefni í sósu

  • 1/4 dós Roasted red peppers pestó
  • 1 dl chopped tomatoes í dós
  • Smá rjómi, dl eða svo…

Enn var smá eftir af Roasted red peppers pestó, það fór í pott ásamt afgangi af “chopped tomatoes” úr dós.

Deselíter af rjóma fann ég í ísskápnum og setti með. Hitað upp í potti og þar var komin sósan.

Einfalt og mjög bragðgott.