Krásir í Kjósinni

by soffiagudrun

Ég fór á Krásir í kjósinni fyrir stuttu.  Það var matarhátíð þar sem bændur úr sveitinni lögðu til hráefni, beint frá býli.

Það var fullt af smáréttum, lamb, naut og gæs í aðalrétti, nokkrir mismunandi eftirréttir, þ.á.m panna cotta, ábrystir og ostar.  Í forrétt var súpa með krækling og grjótakrabba, sem einmitt finnst við strendurnar hér í hvalfirði.

Svona hljómaði matseðillinn nokkurn veginn:

Matseðill matarhátíðar Krásir í Kjósinni

Forréttir:

· Grjótkrabbasúpa

· Urriði og /eða ný bleikja með hundasúru -jógúrtsósu á Kjósarkökum

· Grafið naut og hangikjöt með salati og kryddjurtaolíu úr sveitinni og rifnum sveitaosti.

· Bjúgnaragú í rauðvínssósu

Aðalréttir:

· Naut og lamb með kúmengljáa

· Léttreykt gæs með appelsínu- og villibráðaberjum frá Hálsi og rabarbara-chutney

Öllum aðalréttum fylgja kartöflur og steikt rótargrænmeti.

Eftirréttir:

· Ostasinfonía úr sveitinni með berjum og sultum

· Aðalbláberja panna cotta (ítalskur rjómabúðingur)

· Skyr- og jógúrtterta með höfrum og berjum úr sveitinni

Þetta var vel heppnuð veisla, mikið af fólki, Ólöf Arnalds tók nokkur lög og góð vín ásamt vínkynningu. Ég læt myndirnar tala sínu máli.

krásir í kjósinni

Grjótakrabbi

krásir í kjósinni

Súpan

krásir í kjósinni

krásir í kjósinni

Forréttir

krásir í kjósinni

krásir í kjósinni

Aðalrétturinn

krásir í kjósinni

krásir í kjósinni

Og að lokum…

Advertisements