Quinoa salat með avacado

by soffiagudrun

Quinoa er voða hollt segja þeir, en mér finnst það líka voða gott. Það má nýta það á ótal vegu. Ég fékk mér einfalt quinoa salat í hádeginu. Salatið var fremur einfalt. En oft er einfaldleikinn bestur þannig að hráefnið sem maður er að nota njóti sín, eins og í mínu tilfelli, avacadoinn…með fullt af salti..mmmm…

quinoa salat

Quinoa salat með avacado

 • 1 bolli quinoa, soðið
 • 1 dós mixed beans
 • 1 avacado
 • 1/2 dl vorlaukur
 • Smá fetaostur

rauðbeðudressing

Rauðbeðudressing

 • 1 rauðbeða, soðin
 • Hálf dós sýrður rjómi
 • 1-2 hvítlauksrif
 • Smá salt
 • Smá kreist úr hálfri lime
 • 2-3 tsk sýróp

Allt maukað saman í blender eða með töfrasprota, smakkið til með lime, sýrópi og salti.

quinoa í pitabrauði

Svo mætti setja setja salatið með dressingu í heimagert pítubrauð. 

pítubrauð

Pítabrauðið hér er pizzadeig sem ég flatti út og steikti á pönnu á hvorri hlið.

Advertisements