Stromboli, alveg jafn gott og það er gaman að segja stromboli

by soffiagudrun

Stromboli er pizzadeig, flatt út ferkantað og fyllt með kjöti og osti og svo er því rúllað upp og bakað í ofni.  Það er engin sósa inn í rúllunni heldur er hún borin fram með þessu í skál “on the side”  Rúllan er skorin í sneiðar og sneiðinni svo dýft í sósuna.

Það á engin gestur eftir að vera svikinn af Stromboli…nema hann sé grænmetisæta 😛

Það sem mér finnst best við mitt stromboli er 5 kornablandan sem ég strái ofan á rúlluna. Hér kemur hugmynd að Stromboli eins og ég gerði það síðast og það smakkaðist rosalega vel.

stromboli

Stromboli

 • Pizzadeig
 • Grænpipars-salami (fæst í ostabúðinni) eða annað gott pepperoni
 • Steikt nautahakk (steikt með hvítlauk, smátt skornum lauk og pizzakryddi)
 • Skinka
 • Ferskur mossarella
 • Einhver góður brauðostur
 • Brie

Álegginu er raðað á pizzadeigið eins og sýnt er á myndinni hér fyrir neðan.

stromboli

Svo er því rúllað upp, skerið rendur í rúlluna og penslið hana með eggjahvítu.  Ef þið viljið stráið þá smá fimmkornablöndu eða sesamfræjum ofan á rúlluna.

stromboli

Bakið í ofni við 200°c þar til það er fullbakað, um 20 mínútur.

stromboli

 stromboli

Sósan:

 • Hakkaðir tómatar í dós eða tómatsósa í dós
 • Laukur
 • Hvítlaukur
 • Oregano
 • Salt og pipar
 • Smá sýróp
 • pínku balsamik edik

Laukur og hvítlaukur svitaður í olíu. Restin sett í pottinn. Allt soðið saman.

Advertisements