Uglu bollakökur. Krúttlegar kökur í t.d barnaafmælið með lítilli fyrirhöfn…

by soffiagudrun

Er ekki upplagt að baka í dag?  Veðrið í gær fékk mig að minnsta kosti til þess að henda í þessar súper sætu uglukökur.  Það er svo auðvelt að búa þessar til.

uglukaka

Ég notaði devil´s food cup cake uppskrift frá Martha Stewart.  Hún var allt í lagi.  En mér finnst alltaf best svona pakkaduft frá t.d Betty eða frá Shoppersrite, Devil´s food kakan, hún var ótrúlega mjúk og flöffí.

Svo hef ég einhverntíman  “bookmarkað” þessa uppskrift.  Svipuð og hjá Mörtu, bara minna magn.

  • Uppáhalds bollaköku uppskriftin ykkar
  • Uppáhalds súkkulaðikremið (ég notaði smjörkrem, eða notið tilbúið Betty crocker krem)
  • Orios kex
  • 1 poki af m&m, notið appelsínugulu og brúnu m&m-in

Búið til bollakökur, setjið á kremið, mótið smá uglueyru úr kreminu, þarf ekki að vera mjög nákvæmt.

orioskex

Takið Orios kexið í tvennt, ég skóf aðeins af hvíta kreminu ef það var brúnt kex á því til að fá það alveg hvítt.  Þegar ég tók þær í sundur þá gerði ég það þannig að það var bara hvítt krem á öðrum helmingnum.

m&m

Leggið brúnt m&m á Orios kexið.

Setjið appelsínugult m&m á milli kexins, upp á brún, til að gera nefið.

uglukaka

Ef þið viljið gera þetta einfaldast þá er málið að kaupa kökuduft í pakka, tilbúið krem í dós og svo auðvitað m&m og Orios.   Einfalt og flott!