EATING ANIMALS – Súpa með grænum linsum, kjúklingabaunum og fennel

by soffiagudrun

Ég er að lesa bók, nýbyrjuð en hún lofar góðu. Hún er sem sagt um það að borða dýr.  Rithöfundurinn er ekki að predika það að allir ættu að gerast grænmetisætur, heldur bara benda á ýmsa þætti varðandi það að borða dýr.

Það er þá helst meðferðin á dýrunum.  Mjög ólystug meðferð og fjöldaframleiðsla. (Fyrir utan að sum fá að éta hunda, ketti, skúnka og rottur sem hafa drepist á þjóðveginum, nammi namm.)  Það ekkert náttúrulegt við svona ofur fjöldaframleiðslu landbúnað, enda er þetta ekki landbúnaður heldur verksmiðja.

Það er einmitt til orð yfir þetta, Factory Farming.

Og hér er heimasíða bókarinnar, Eating Animals.

Mér finnst mikilvægt að vita hvað það er sem maður er að láta ofan í sig.  Ég versla mitt kjöt beint af býli, býli þar sem ég horfi á kýrnar nánast út um stofugluggann. Ég  kaupi kjúkling og svín ööörsjaldan. Svo þarf maður líka að vera meðvitaður um fiskinn, hvernig ferlið er í kringum hann, það er ekki alltaf glansmynd.

Og til gamans veltir hann fyrir sér afhverju við (flestir, sérstaklega á vesturlöndum) borðum ekki hunda…

En ég er bara rétt að byrja, sjáum hvernig þessi bók endar 🙂

Það er því við hæfi að koma með uppskrift af grænmetisrétti.

Það var svona mismikið til í ísskápnum en eitthvað til í niðursuðuskápnum sem er lítið notaður þannig að ég ákvað að ganga á birgðarnar þar.

Þar átti ég gæða tómata í dós og kjúklingabaunir. Svo fann ég grænar linsur sem ekki þarf að leggja í bleyti og aðeins sjóða í hálftíma eða svo.

Ef þið vitið ekki hvað þið eigið að gera við baunir, eins og þær eru nú hollar og góðar, þá er alltaf gott að skella þeim í súpur.

Með hjálp google eftir að hafa slegið inn Soup, green lentils tomatoes, þá fékk ég slatta af girnilegum uppskriftum og ein var innihélt einnig fennel, sem ég aldrei þessu vant átti.

fennel

Fennel er ótrúlega skemmtilegt hráefni. Það er afgerandi lakkrísbragð þegar maður smakkar það hrátt, en það mildast við eldun finnst mér og verður mun bragðbetra.

Ég átti ekki til allt sem uppskriftin bar fram, eins og t.d ferskt kóríander sem hefði verið skemmtilegt.

linsuIMG_3568


Krydduð linsu og kjúklingabaunasúpa
 (svolítið stór skammtur, örugglega fyrir 6)

 • 1 fennel
 • 1/2 laukur
 • 1/2 rauðlaukur
 • 1 dós crushed tomatoes
 • 1-2 hvítlauksrif
 • 1/2 tsk engifer (ferskt eða duft)
 • 1 tsk turmeric
 • 1 tsk kanill
 • 2 dl grænar linsur (ósoðnar)
 • Ferskt kóríander,
 • 1 lúka
 • Salt og pipar
 • 1 dós kjúklingabaunir
 • 1 L vatn og grænmetiskraftur
 • Ólífuolía, 2-3 msk til steikingar
 • Smá rjómi í lokin, ef þið við viljið, það var ekki í uppskriftinni, en ég átti smá og bætti, það var ekki verra.

Skerið lauk og fennel í litla bita eða ræmur.  (Skiptir ekki máli ef þið ætlið að setja allt í matvinnsluvél í lokin.)

Svitið á pönnu, bætið við tómötum í dós, hvítlauk og kryddum.

linsusúpa

Bætið við vatni, grænmetiskrafti og fáið upp suðu.  Bætið út í kóríander og linsubaunum og sjóðið þar til baunirnar eru soðnar.   Salt og pipar eftir smekk.

Bætið við kjúklingabaunum, látið malla í 5 mín.

Hér er einnig hægt að bæta við smá rjóma.

Svo er hægt að setja alla súpuna í matvinnsluvél (blender) eða bara helming og hana bæði “smooth and chunkey”

Svo var einnig uppskrift af pestó til að setja út í súpuna sem hljómaði vel en ég átti ekki kóríander, langar að prófa þetta samt við tækifæri.

Charmoula

 • 4-5 msk ólífuolía
 • 1 tsk cumin fræ, ristuð og maukuð (ground)
 • 1 rif hvítlaukur
 • 1 jalapeño
 • Safi úr einni sítrónu
 • 1 búnt ferskt kóríander
 • Salt og pipar.

Allt maukað í matvinnsluvél.


Advertisements