Gleðilegt ár – Fyrsta uppskrift ársins er einfalt brauð

by soffiagudrun

Og að henda í þetta brauð er farið að verða að vikulegum viðburði hjá mér.

Áður en við vindum okkur í brauðgerð þá langar mér að óska ykkur gleðilegs árs og þakka fyrir það liðna. Ég vona að áramótin hafi verið ánægjuleg hjá ykkur.  Áramótin í sveitinni voru ljúf.  Það var setið að snæðingi með nágrönnunum og vini og farið á brennu í blíðskaparveðri, sem samanstóð að þremur fjölskyldum hér í sveitinni, vinalegt var það.

áramót

Ég á vinkonu sem lét mig hafa uppskrift að brauði sem er eldað í potti, sem fer inn í ofn.  Hér eru linkarnir sem hún sendi mér en ég breytti uppskriftinni aðeins núna síðast með að bæta við tsk að sykri og það líka kom vel út.

Þetta eru tveir linkar að sömu uppskrift.

http://www.nytimes.com/2006/11/08/dining/081mrex.html

http://www.amateurgourmet.com/2008/12/the_noknead_bre.html

Galdurinn hér er að leyfa deiginu að hefast við allt að 18 klst. En ég held að galdurinn sé líka að hnoða það ekki mjög mikið.

BRAUÐ

Einfalt brauð

  • 3 bollar hveiti (plús aðeins meira til að það klístrist ekki þegar þið hnoðið)
  • 1/4 tsk ger (instant yeast)
  • 1 1/4 tsk salt
  • 1.5 bolli volgt vatn

(1 bolli er 2,4 dl)

Hrærið öllu að ofantöldu saman. Þetta verður klístrað deig og blautt.  Leyfið því standa við stofuhita yfir nótt eða í 12-18 klst, lokið skálinni með plastfilmu.

brauð

Setjið hveiti á borðið og takið deigið úr skálinni, notið eins lítið hveiti og þið getið til að hnoða deiginu saman í kúlu.  Leyfið því að hefast í rökum klút í 2 tíma.  Hér á deigið að hefast um helming.

Hitið Cast iron, enamel eða keramik pott í ofninum við 230°c í hálftíma.  Veltið deiginu í pottinn, MUNIÐ AÐ POTTURINN ER HEITUR og bakið með lokið á í 30 mín og svo án loksins í 15 mín.  Ég fékk minn pott að gjöf og hann fæst í IKEA og hefur reynst mér vel. (Svona blár þungur pottur með loki).

brauð

Það eru mjög nákvæmar leiðbeiningar sem fylgja linkunum hér að ofan og ég mæli með að þið kíkið á þá báða.

Svo má bæta fræjum eða ólífum eða því sem ykkur dettur í hug í þetta deig.

Þegar brauðið er tilbúið takið það upp úr pottinum svo það komi ekki raki í botninn á brauðinu.

Mig langar að þakka henni vinkonu minni fyrir þessa uppskrift, það er frábært að baka brauð í potti.

brauð

Advertisements