Jóladagatal Soffíu – 11 dagar til jóla

by soffiagudrun

Jóladagatal…11

Það er fátt skemmtilegra en fallegir pakkar. Slaufur eru oftar en ekki rándýrar og yfirleitt finnst manni leitt að eyða meira í umbúðir en innihald.  En það má gera ýmsar ódýrar lausnir en þó fallegar.

Brúnn umbúðarpappír er yfirleitt með þeim ódýrari og er fallegur grunnur að skreyttum pakka.

Það er hægt að tína köngla þegar maður gengur um bæinn, ég fann þó nokkra á leiðinni niðrí miðbæ um daginn.  Og jafnvel er eitthvað í Öskjuhlíðinni.

Stjörnurnar sem ég sýndi ykkur hér um daginn eru flottar á pakkann.

snowflake-gift-topper

Hér er síða sem kennir manni að klippa út úr pappír, kemur skemmtilega út.  Þá er bara að viða að sér ódýrum pappír.

pakkar

Á þessari síðu eru nokkrir fallegar pakkar.

Svo er um að gera að halda upp á alla fallega borða og skraut sem maður fær á pakkana sína í ár til að endurnýta á næsta ári. 🙂

3dcake

Góð hugmynd að láta piparkökurnar standa svona upp á rönd.  Þessar eru sko ansi sætar. Uppskriftir og fleiri hugmyndir eru hér.

Advertisements