Jóladagatal Soffíu – 17 dagar til jóla

by soffiagudrun

Jóladagatal…17

Þá eru 17 dagar til jóla, og þar af tvær helgar.  Það mætti nota einn af þeim dögum í að búa til snjóboltasúkkulaðiskál.  Hér geyma þau sykurpúða í skálinni.  Ég er nú ekki mikið fyrir sykurpúða en það mætti kannski finna einhver önnur not fyrir skálina.  Þetta er að minnsta kosti sætt.  Hér er linkur með nánari leiðbeiningum.

snjókallabolli

Á meðan það er verið að dunda sér í eldhúsinu (eða hvar sem er)þá er ekki úr vegi að fara í sarpinn á rás 1 á ruv.is og finna þætti eins og Matur er fyrir öllu eða nýja jólaþætti sem hófu göngu sína nú fyrir jólin sem heita Könglar og kertaljós.  Sniðugur þessi sarpur, að geta hlustað á gamla útvarpsþætti þegar manni hentar.

Og fyrst við erum í snjóköllum og sykurpúðum þá væri hægt að gera svona skreytingu á smákökurnar. Nánar um það hér.

snjókallakaka