Jóladagatal Soffíu -18 dagar til jóla og Lamumba

by soffiagudrun

Jóladagatal…18

Þessa fallegu stjörnu rakst ég á á pinterest.com.  Það fylgdi ekki slóð með henni, en svo virðist sem einhver er að selja svona á Etsy vefnum. En það mætti gera svona sjálfur og ég væri jafnvel til í að gera svipaða pæling nema jólakúlu í þrívídd.  Það væri verðugt verkefni…

stjarna

Eitt af því skemmtilegasta sem ég gerði í vetrarkuldanum um jólahátíðina þegar ég bjó í Kaupmannahöfn var að fara á Sporvagninn, hamborgarastað sem var innréttaður eins og sporvagn og er við Grábræðratorg, og fá mér Lamumba.  Þetta fékk maður með sér í take away, og rölti um götur miðbæjarins á meðan maður gæddi sér á Lamumba sem er heitt kakó með koníaki…

lamumba kakó

Lamumba

  • Heitt kakó
  • Koníaksslurkur
  • Þeyttur rjómi

Setjið skvettu af koníaki út í heitt kakó, toppið með þeyttum rjóma.  Setjið jafnvel í pappamál eða “to go” bolla og takið með ykkur út í göngutúr.