Jóladagatal Soffíu – 22 dagar til jóla – Ís kaka með Ganache

by soffiagudrun

JÓLADAGATAL…22 

Það er ekki hægt annað en að kíkja á vefinn hennar Mörthu Stewart  fyrir jólin, enda hafsjór af föndri og bakstri á þeim bæ.

Til að mynda þessar rosalega fínu snjóbolta-jólakúlur sem mig langar að prófa að gera.

dagatal_marta

Og hér eru leiðbeiningar um hvernig gera megi þessa snjóbolta

Og talandi um snjóbolta þá er ekki úr vegi að minnast á kökuna sem ég gerði um daginn, þetta var smá æfing fyrir næsta barnaafmæli og kom ágætlega út, nú veit ég hvað betur má fara og það er ekki spurning að ég geri þessa köku aftur.

ís kaka

Ís-kaka

Það er í sjálfu sér engin uppskrift af þessari köku, en hér eru punktar sem ég ætla að fara eftir næst þegar ég geri hana.

– Mér finnst Betty Crocker köku mix mjög gott, mér hefur ekki tekist að gera súkkulaðiköku sem er jafn flöffí. Þannig að eflaust nota ég Betty súkkulaðiköku mix, þessi kaka er á þremur hæðum.

– Vöffluísformið fékk ég út í ísbúð.

– “ísinn” á kökunni er Betty Crocker súkkulaðikrem en það krem sem lekur er heimagert ganache.

Ganache

  • Rjómi
  • 70 % suðusúkkulaði

Rjóminn hitaður í potti, súkkulaðið brætt út í.  Kælið.  Yfirleitt er Ganache kælt í ísskáp í góðan tíma, en ég vil hafa kremið blautt svo það renni vel niður hliðarnar, þannig að ég rétt leyfi því að standa smá.

Ég notaði ekki smjör í mitt Ganache, en hlutföll milli rjóma og súkkulaði er ca 1 peli af rjóma, 250 g súkkulaði.  Annars skellti ég bara rjóma í pott og svo eins miklu súkkulaði og mér fannst koma vel út.

– Hvíta kremið er líka frá Betty.  En það er hægt að nota heimagert smjörkrem.

ís kaka

– Í sjálfa kökuna, á milli laga,  setti ég sama súkkulaðikrem og “ískúlan” er úr.

– Ég dreifði úr Hrískúlum yfir súkkulaðiísinn, ís með dýfu og hrís…

ís kaka

ís kaka

-Til að fá hvíta kremið á kökunni sem sléttast þá hitaði ég reglulega hnífinn undir mjög heitu vatni.