Jóladagatal Soffíu – 4 dagar til jóla

by soffiagudrun

Jóladagatal…4

Ef maður mylur brjóstsykur og setur hann inn í ofn þá bráðnar hann og verður eins og litað gler.  Það kemur mjög vel út sem skraut í smákökum.  Ég fann flotta mynd á netinu, ein hugmynd hvernig nýta má þessa aðferð.

smákökur

Kínverski cashew kjúklingurinn sem ég var með um daginn í kínverska boðinu var mjög góður og hér er uppskriftin að honum.

Kínverskur cashew kjúklingur

Kínverskur Cashew kjúklingur

 • Kjúklingabringur
 • Vorlaukur
 • Paprika
 • 1 poki cashew hnetur
 • 1 msk  Soya sósa
 • 1 msk hvítlaukur, rifinn
 • 1 msk ferskt engifer, rifið
 • 1 rauður chile (eða magn fer eftir styrkleika hans)
 • 2-3 msk sesamfræ
 • 3 tsk sykur (eða hunang)
 • 3 tsk soya sósa
 • 1 eggjahvíta
 • Smá hveiti
 • Salt og pipar

Hrærið eggjahvítu með gaffli þar til hún byrjar að freyða, tekur enga stund.  Bætið við soya sósu og hrærið henni við.

Skerið grænmeti og rífið hvítlauk og engifer

Skerið kjúklinginn í bita og veltið þeim upp úr eggjahvítunni og svo upp úr smá hveiti. Saltið og piprið. Steikið á pönnu.

Bætið við grænmeti, hvítlauk og engifer.  Og að lokum hrærið saman soya sósu og sykri (eða hunangi) og bætið því við á pönnuna.  Setjið cashew hneturnar út í. Látið malla í smá stund.

Setjið á fat og stráið sesamfræjum yfir.

Berið fram með hrísgrjónum.

Í kínverskum uppskriftum er gjarnan notuð kornsterkja á kjúklinginn áður en hann er steiktur.

Advertisements