Jóladagatal Soffíu – 9 dagar til jóla

by soffiagudrun

Jóladagatal…9

Obb bobb bobb.  Ekki lengur tveggja stafa tala til jóla.  Mér finnst tíminn helmingi fljótari að líða þegar ég tel svona niður.

Hún Martha Stewart er svo fullkomin að mér finnst glitra extra fallega á glimmerið hennar, þetta sem ég sé auglýst í blaðinu hennar, Living.  En kannski það sé Photoshop sem gerir það svona glansandi fínt.  Mig langar að minnsta kosti alltaf í þetta glimmer þegar ég sé þessar auglýsingar.

jólatré

Ég varð doldið heilluð af þessari hugmynd að nota skeljar á jólatréð, eftir að gera þær jólalegar með glimmeri, sérstaklega þar sem ég bý niður við sjó og það eru fullt af svona skeljum hér á ströndinni.

shell

Advertisements