Sveppasúpa með beikoni.

by soffiagudrun

Mér finnst gott að hafa sveppi á pizzum en þess á milli, þá geri ég lítið við þá. Nú sat ég með fulla öskju af flúðasveppum inn í ísskáp og ákvað að gera sveppasúpu.

sveppasúpa

Mig langaði að hafa hana aðeins meira spennandi en bara sveppir og rjóma og fór að gúggla. Þá datt ég niður á mjög girnilega uppskrift í fallega vefritinu hjá Sweet Paul.

Þetta er “mikil” súpa, smjör, beikon, rjómi… þið skiljið… og mér fannst hún mjög góð en hún nýtur sín best sem forréttur í  lítilli skál, svona sem “teaser” fyrir aðalrétt.

Ég notaði uppskriftina hans Paul til hliðsjónar og gerði svona.

sveppasupa

Sveppasúpa (fyrir 2)

  • 1 askja sveppir (ef þið eigið einhverja gúrmei sveppi þá er það ekki verra)
  • 5-6 lengjur beikon, skorið í cm bita 1/2 laukur, smátt skorinn
  • 2 rif hvítlaukur, rifinn
  • 1/2 L vatn og grænmetiskraftur
  • Smá skvetta hvítvín
  • 2 dl rjómi
  • Smjör og olía til steikingar (t.d 2 msk olía og 2 msk smjör)
  • Pipar
sveppasúpa

Steikið lauk, beikon og hvítlauk á pönnu með olíu, bætið svo við sveppum og smjöri.

Piprið eftir smekk.

Takið frá ca 1/3 af sveppablöndunni. (Því þetta fer í blender, ef þið viljið smá “chunky” súpu).

Setjið út í vatn og grænmetiskraft. Bætið við skvettu af hvítvíni.

Látið malla í 20 mín. Setjið súpuna í blender, eða maukið með töfrasprota. Setjið súpuna aftur í pottinn.

Bætið við rjóma og látið malla í smá stund. Berið fram með góðu brauði.

Ég saltaði súpuna ekkert, fékk nóg salt frá beikoninu og smjörinu.

Þið getið leikið ykkur með ferskar kryddjurtir til að skreyta súpuna með þegar þið berið hana fram.  Timian gæti gerið gott.

Advertisements