Beef dip og ólífuolíuskandallinn

by soffiagudrun

Hafið þið ekki heyrt um ólífuolíu skandalinn hér fyrir nokkrum árum, þar sem extra virgin ólífuolía er ekki hrein ólífuolía heldur oftar en ekki bara ódýrasta olían sem finnst (ekki einu sinni ódýrasta ólífuolían, bara hvaða olía sem er) blönduð við jafnvel annan flokks ólífuolíu og með litarefni og bragðefni.

Það er talað um að um 70% af öllum Extra virgin ólífuolíum í hillum stórmarkaða séu ekki 100%. Ég var að reyna að googla nokkrar tegundir og las á einhverju bloggi að Olitalia sé ekki með hreina ólífuolíu. Það á nefnilega líka við um FLESTAR af þeim olíum sem finnast í búðum hér heima.

Hér er listi yfir ólífuolíur sem eru ekki 100% og þær sem stóðust prófið.  Allar þær sem féllu á prófinu fást hér heima, en ég kannast ekki við neina af þessum sem stóðust það.

Hér er rannsóknin og niðurstöður.

Svo var skrifuð var heil bók um málið sem væri gaman að lesa

Hér er smá lesning en ég held það sé ekki hægt að finna betri upplýsingar um ólífuolíu á einum stað en hér

Og fyrst ég er að henda inn öllum þessum linkum á annað borð þá væri gaman að kíkja nánar áþessa síðu.

Ef þið viljið góða ólífuolíu þá mæli ég með Frú Laugu. 

Ég treysti þeim. Þeir eru með stóran dúnk af lífrænni olíu frá Sikiley sem mér finnst mjög góð.  Þá kemur maður með sína eigin flösku sem maður fyllir á.

Það eru margir þekktir skandalar í matarheiminum. Hér er búið að taka þá saman í eina bók. Það er bara sorglegt að geta ekki treyst fólki til að gera hlutina samviskusamlega.

Ég tala nú ekki um þegar verið að vega að ungum börnum eins og þegar upp komst um mjólkurformúluna í Kína. Þar hafði einhverjum skít verið bætt við formúluna svo hún virtist próteinríkari. Börn dóu eða urðu mjög veik.

Það er bara ekkert skrítið að maður er skeptískur á mat og kaupir ekki hvað sem er þegar allt snýst um að græða og græða meira svo það bitnar á framleiðslunni.

En á léttari nótum…

GLEÐILEGT SUMAR!

blom

Ég ætlaði að gera hefðbundna beef dip samloku um daginn en var ekki með nógu gott kjöt til þess. Það þarf alvöru roast beef þar.

Þannig að ég blandaði saman tveim uppskriftum því ég var að elda flatan klump sem á það til að verða svolítið þurr við ofneldum. Hann hentar víst ekki vel í ofninn, en það er mælt með þvi að steikja hann á pönnu.

Þannig að ég kryddaði hann frekar spicy og endaði svo á að sjóða hann aðeins í soðinu eftir að ég skar hann í þunnar sneiðar. Þetta endaði sem sagt á því að vera ágætis kjöt og það sem eftir var daginn eftir var étið upp til agna af nautabóndanum sjálfum.

beef dip

Hálfgert Beef dip

  • Klumpur
  • Oregano, 2 msk
  • Heitt pizzakrydd frá pottagöldrum, 1 msk
  • Salt, eftir smekk
  • Pipar , eftir smekk

Nuddið helminginum af kryddblöndunni á kjötið, lokið því á þurri pönnu á öllum hliðum.

Setjið kjötið i ofnskúffu.

Eldið í 20 mín við 220°c. Lækkið hitann niður í 200°c og bætið við 1 l af vatni og rest af kryddblöndu í ofnskúffuna.

Skerið kjötið þunnt.  Setjið soðið úr ofnskúffunni í pott og sjóðið kjötið í soðinu í smá stund ef kjötið er þurrt.

Berið þunnt skorið kjötið fram með soðinu, ítölsku sub brauði, papriku sem þið hafið skorið i strimla og soðið í korter. og jalapeno.

beef dip