Enn eitt brauðið, og ekki af verri endanum. Brilliant með brönsinum

by soffiagudrun

Nú las ég að verið sé að gera tilraunir með að auka D vítamín í sveppum hjá Flúðasveppum.

Ég fór aðeins að googla um D vítamín í sveppum og rakst á þessa grein á heillheimur.is.

Hér má lesa aðeins meira um sveppi og D vítamín

Mér finnst bara eitthvað ónáttúrulegt að vera sífellt að breyta mat, en kannski er það bara náttúrulegt fyrst þróunin er þessi og tæknin til staðar.

Ég mun  halda mig við sveppina sem hafa ekki verið D vítamínbættir og fá mér þá frekar lax með sveppunum til að fá D vítamínið.  Ég hef fulla trú á að nóg sé af næringu í fjölbreyttu mataræði.

sveppir

Ég hef verið dugleg við að gera heimagerð brauð.  Ég prófa gjarnan nýjar uppskriftir hvað varðar hlutföll og hvort ég noti egg, mjólk og smjör í degið eða hvort ég geri brauð úr pizzadeigi.

Ég fann uppskrift  sem bar titilinn FEATHER LIGHT ROLLS.  Feather light hljómaði vel í mínum eyrum enda er maður alltaf að leitast efir því að gera létt og loftrík brauð.

Ég var mjög sátt við þessa uppskrift.  Brauðið var bakað í potti, en potturinn þarf að vera Cast iron, enamel eða keramik og ég mæli með því að baka í potti og hafa lokið á.

morgunverðarbrauð

Laufléttar brauðbollur

  • 1 msk ger
  • 1 1/4 bolli volg mjólk
  • 1/4 bolli sykur
  • 1/4 bolli matarolía
  •  2 stór egg
  • 3 1/2 bolli hveiti
  • 1 msk salt
  • 4 msk smjör

Blandið saman geri, mjólk, sykur, olíu og eggi í skál.   Bætið við 2 1/2 bolla af hveiti og látið vélina vinna í eina mínútu.

Bætið við saltinu og restinni af hveitinu smám saman þar til áferðin er orðin góð.  Hrærið í hrærivél í smástund, eða hnoðið með höndum.

Mótið kúlu úr deiginu, setjið í stóra skál, breiðið yfir hana röku viskastykki eða plasti og látið hefast í 1-2 klst.

morgunverðarbrauð

Skiptið deiginu í kúlur á stærð við tennisbolta, ég gerði 8 kúlur. Setjið kúlurnar í pottinn, eina í einu og rúllið þeim upp úr smjörinu sem er í pottinum.

morgunverðarbrauð

Lokið pottinum og látið deigið hefast, ca 40 mín.

Þegar deigið er búið að hefast bræðið þá smjörið í pottinum sem þið ætlið að baka það í og veltið pottinum svo smjörið leiti upp á hliðarnar.  Eitthvað af smjörinu liggur svo eftir í botninum á pottinum, það er gott.

morgunverðarbrauð

Hitið ofinn í 180°c.  Setjið pottinn í  ofninn og bakið í 20 mínútur.  Takið lokið af pottinum og bakið í 10 – 15 mín til viðbótar.

Ekki vera að opna ofninn að óþörfu og sífellt kíkja á brauðið á meðan það er með pottlokið. Það lengir eldunartímann.

morgunverðarbrauð

Takið pottinn úr ofninum, takið brauðið úr pottinum, þökk sé smjörinu þá er það lítið mál.

Eins og alltaf þá eru þessar lang lang bestar enn volgar úr ofninum.

Advertisements