Heimagerðir vanilludropar

by soffiagudrun

Ég fann svo skemmtilega uppskrift að heimagerðum vanilludropum.  Eins og svo margt sem maður getur gert sjálfur þá er þetta mjög einfalt.  Næsta tækifærisgjöf jafnvel?

Það sem þarf er krukka, vanillustangir og dökkt romm.

vanilludropar

Vanilludropar

  • Krukka (hrein sultukrukka) sem rúmar 2.5 dl.
  • 5 vanillustangir
  • 2.5 dl romm

Sótthreinsið krukkurnar með sjóðandi vatni.

Kljúfið vanillustangirnar svo við sjáum vanillubaunirnar, en ekki skafa baunirnar úr.  Skerið stangirnar til helminga eða í fernt

vanilludropar

Setjið stangirnar í krukkuna. Fyllið krukkuna af rommi, passið að rommið nái upp fyrir vanillustangirnar.

Skrúfið svo lokið vel á.

Hristið krukkuna vel.

Merkið með dagsetningu.  Geymist á köldum, dimmum stað í allt að 6 vikur.

Flóknara var það ekki.  Þetta verður svo sterkara og því betra með tímanum.  Passið að rommið nái ávalt upp fyrir vanillustangirnar (þess vegna jafnvel betra að skera í fernt.) Þegar stangirnar eru farnar að standa upp fyrir þá má fjarlægja þær. (Eða bæta við smá rommi ef þið notið þetta mikið).

Ég fann þessa uppskrift hér, en þetta er mjög skemmtilegt matarblogg með fullt af fínum uppskriftum.