Vorlaukurinn endalausi

by soffiagudrun

Nú þurfiði bara að kaupa vorlauk einu sinni og aldrei aftur…stórsparnaður í því 🙂

Þegar þið hafið notað vorlaukin sem þið keyptuð skiljið þá eftir hvíta partinn á endanum með rótunum og skellið þeim í vatn.  Svo klippið þið bara ofan af honum eftir þörfum.

Á nokkrum dögum verður laukurinn búinn að vaxa um góða 5 cm. Hann vex mjög hratt. Ég skipti út vatninu á lauknum reglulega, nánast daglega.  Það er lítil fyrirhöfn þar sem ég er í eldhúsinu oftar en ekki.

Sama er svo hægt að gera við hvítlauk og svo má stinga honum í mold.  Ég byrjaði á að setja eitt rif í staupglas og fljótlega var farið að vaxa hvítlauksgras sem gott er að klippa niður og krydda með mat.