Jarðaberja ávaxtarúlla – 1 hráefni …Jarðaberjasushi?

by soffiagudrun

Ég prófaði að gera jarðaberja “fruit rolls”.  Þetta reyndar misheppnaðist hjá mér, held ég hafi smurt jarðaberjamaukinu aaaaðeins of þunnt á plötuna þannig að ég endaði með jarðaberjapappírsarkir. Ég held ég þurfi að prófa þetta aftur því þetta er ágætis hugmynd.

Ég sit uppi með pappírsþunnar rúllur sem eflaust er hægt að gera eitthvað við…þær líta út eins og Nori blöð, þannig að ég gæti gert jarðaberja sushi… hmm. Eftirréttajarðaberja sushi?

Hér er fín uppskrift sem greinilega heppnaðist mjög vel.  Ég ákvað að gera jarðaberja “fruit roll” og notaði bara jarðaber.  Maukið leit vel út og allt svoleiðis en ég áttaði mig ekki alveg á þykktinni sem maður smyr á pappírinn.

Ég læt þessa uppskrift flakka, og mæli með að þið kíkjið á linkinn með uppskriftinni hér fyrir ofan til að sjá hvernig á að gera þetta svo vel takist til.

Jarðaberja ávaxtarúlla

  • 2 öskjur fersk jarðaber

Maukið berin í blender eða matvinnsluvél.  Setjið maukið á  bökunarpappír á ofnplötu.  Passið að dreyfa ekki of þunnt úr maukinu (eins og ég gerði).  Það má eflaust vera góðir 3 mm á þykkt.

Bakið í ofni á lægsta hita (minn er á 50°c ) í 5 – 8 hita með örlitla rifu á hurðinni.

Ef þið viljið gera jarðaberjapappír þá dreyfið þið bara betur úr maukinu og hafið það fremur þunnt. 🙂

Advertisements