Undir áhrifum Aloo Palak

by soffiagudrun

Ég freistast alltaf til að kaupa fjallaspínat þegar ég fer í mín vikulegu grænmetisinnkaup hjá Frú Laugu.  Ég datt niður á uppskrift af Aloo Palak og hafði hana til hliðsjónar þegar ég eldaði kvöldmatinn í gær.

Spínat kartöfluréttur

  • 1 poki spínat
  • 2 tómatar
  • 1/2 laukur
  • 1-2 hvítlauksrif
  • 1-2 tsk Karrí krydd blanda frá Yndisauka (eða annað gott indverskt krydd)
  • 5-6 soðnar kartöflur
  • 1/2 tsk sykur
  • Skvetta af mjólk, kannski 1/2 – 1 dl, ekki svo nojið
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Smjörklípa

Skolið spínatið og hitið það á pönnu með smá vatni.  Maukið það í blender.  Geymið.

Svitið lauk og hvítlauk á pönnu Bætið við kryddum og svo tómötum, fínt skornum og smá sykri. Bætið út í þetta spínatinu, smá mjólk og hrærið saman.  Bætið við kartöflum og saltið og piprið eftir smekk.

Ég bætti við smá smjörklípu í lokin, en það má sleppa því.

Þá er þetta tilbúið.  Berið fram með góðum fiski eða þess vegna eitt og sér sem léttur grænmetisréttur.  Ég bar hann fram með þorski.