Steikt egg í papriku

by soffiagudrun

Ég sá þetta einhverstaðar og fannst þetta skemmtileg framsetning á steiktu eggi.  Ég prófaði og þetta smakkast vel.

Þið einfaldlega sneiðið papriku og skellið henni á pönnuna og brjótið egg ofan í.

Ég bar þetta fram á heilsusamlegum klatta.  Það mætti alveg bera fram með þessu nokkrar beikon sneiðar og ferskan mjúkan avocado.

Advertisements