Líkjör með kaffiklökum og ekki neitt fyrir 12.000 kall

by soffiagudrun

Ég er alveg komin með upp í kok á að fara í matvörubúðir því ég man svo vel þegar mér blöskraði það að þurfa að borga 3500 kall fyrir ekki neitt, og enn betur man ég eftir því þegar ég borgaði 7000 kall fyrir ekki neitt.  Það er eiginlega bara í móðu þegar ég borgaði 10.000 kall fyrir ekki neitt því það tímabil stóð svo stutt yfir því það fór strax í 12.000 kall fyrir ekki neitt.

Nú eru málin þannig að við erum að fara hægt og rólega í 17.000 kall fyrir ekki neitt, því stundum borga ég 12.000 og ef ég bæti við flösku af hlynsýrópi, pakka af 70 % súkkulaði, einum kassa af grænu tei og 3 avocadóa, fancy fancy… þá kostar það 17.000.

Svo kom ég heim áðan og ætlaði að fara yfir þennan 12.000 kr strimil því í þetta sinn keypti ég EKKERT, þá var ég með rangan strimil.  Hef gripið strimil einhvers annars.  Hann hljóðaði upp á 7000 krónur.  Það var nú ekkert gæfulegri strimill.  Fáeinir hlutri en það gaman að rúlla yfir hann og sjá hversu ólíkt maður verslar miðað við marga aðra.  Þarna mátti sjá frosnar pizzur, daloon vorrúllur og beikon lifrakæfu 🙂

En það sem ég fæ fyrir minn 12.00 kall í dag eru drykkjarvörur eins og trópí og mjólk, bleyjupakki, ab mjólk, egg og smjör.  Það er ekkert mikið meira.  Ég keypti engan mat, eins og fisk eða kjöt, kartöflur eða grænmeti.  Aldrei kaupi ég unnar vörur og tilbuin mat.  Ekkert bruðl, bara rán um hábjartan dag.

Snökt snökt…

En á léttari nótum þá er hér uppskrift af ferlega góðum drykk sem sómir sér vel eftir góða máltíð.

Líkjör með kaffiklökum

 

  • Líkjör, t.d Amarula eða Bailey’s
  • Gott kaffi

 

Hellið upp á eitthvað gott kaffi.  Leyfið því kólna og setjið það svo í klakabox og inn í frysti.  Þegar klakarnir eru tilbúnir setjið þá út í glas af líkjör.  Líkjörinn helst kaldur og ekkert vatnssull þegar þeir bráðna.

 

Advertisements