Eggjasalat

by soffiagudrun

Hvað er það besta sem þú hefur borðað á þessu ári? Ég var að velta þessu fyrir mér, nú eru að verða búnir 2 mánuðir af þessu nýja ári sem mér finnst hafa byrjað í gær.  Ég var að reyna að rifja upp hvað ég hef verið að gera og ég held að kínversku dumplingarnir mínir séu það besta sem ég hef eldað á þessu ári.

Ég kem með uppskrift við fyrsta tækifæri.

Ég ætlaði að skera grænmeti sem álegg á brauð en ákvað svo að skera allt smátt og hræra þvi saman við eggjasalat.  Það var mjög ferskt og bragðgott.

eggjasalat

Eggjasalat 

  • 3 egg
  • 1/2 paprika
  • 1/4 agúrka
  • 1-2 vorlaukar
  • 3-5 msk heimagert mæjónes eða sýrður rjómi
  • Salt og pipar
(mælieiningar eru svona til viðmiðunar)

Skerið eggin með eggjaskera, langsum og þversum.  (Hæfilega miðlungsbita).  Skerið grænmetið smátt.  Blandið öllu saman með heimagerðu mæjó eða sýrðum.  Saltið og piprið eftir smekk eða um 1 tsk af salti og 1/2 af pipar.  Magnið af mæjó fer líka eftir smekk, bætið við einni og einni matskeið þar til þið eruð sátt við áferðina.

Ég kryddaði mitt ekkert meir, en það gæti eflaust verið gott að setja karrí eða jafnvel smá sinnep. Þetta var mjög ferskt svona einfalt og borið fram með nýbökuðu súrdegisbrauði

Það var ansi vetrarlegt í Kjósinni um daginn en hundarnir að Hálsi létu það ekkert á sig fá og hlupu um í snjónum, en það er sem betur fer aðeins hlýrra þessa dagana.

kjós

Advertisements