Jólalegur Kókosdesert og Vetur Konunungur í Kjósinni

by soffiagudrun

 

kokosdesert

Jólablað Fréttablaðsins kom inn um lúguna í morgun, þar gef ég lesendum  uppskrift af brakandi ferskum eftirrétti sem hentar vel eftir þunga jólasteik og allt meðlætið.

kokosdesert

Kókosdesert með ferskum hindberjum

  • 400 ml kókosmjólk í dós

  • 30 g kókosmjöl

  • 120 g sykur

  • 3 gelatin blöð

  • 400 ml rjómi

  • 2 msk ferskur sítrónusafi

  • 10 g vanillusykur (eða 1 tsk vanilludropar) 

Kókosmjólk, kókosmjöl, sykur, vanillusykur og sítrónusafi sett í pott og fengin upp suða.  Takið pott af hellu og látið standa í 5 mín.

Setjið kókosmjólkurblönduna í skál og bætið gelatíni við og hrærið því vel saman við, látið kólna í 40 mín.

Þeytið rjómann og blandið honum saman við herlegheitin. 

Kælið inn í ísskáp í a.m.k 2 klst.

Berið fram með rifsberjasósu eða einhverri góðri berjasultu. Svo má skreyta með rifnu góðu súkkulaði og ferskum berjum, t.d hindberjum.

 kokosdesert

 Hér er einföld uppskrift að góðri sultu.

hindber

Skógarberjasulta

 

  • 2,4 dl blönduð ber (frosin) ég notaði berjablöndu, jarðaber, hindber, bláber ofl.

  • 1 dl sykur

  • 1/2 dl vatn 

 

Allt sett í pott og leyfið suðu koma upp.  Látið þá malla við meðal hita í 10 mín.  Setjið sultuna í skál og leyfið henni að kólna.  Ef þið viljið hana hana maukaða þá skellið þið henni í blender (eða maukið með töfrasprota).

IMG_3170

IMG_3272

IMG_3365

Það var asni kuldalegt um að litast í Kjósinni um daginn.

Advertisements