Húsið við sjóinn

Foodwaves

Tag: kaka

Möndlu og 70 % súkkulaðikaka með döðlum

Dóttir mín átti afmæli og við heldum litla afmælisveislu í tilefni dagsins.  við ákváðum að “less is more”.  Það voru krakkar, kaka, kerti og blöðrur.  Fyrir henni var það hið fullkomna afmæli.

Ég á það til að fara fram úr sjálfri mér og gera roooosa mikið en í þetta sinn staldraði ég við og hugsaði, hvað borðar fólk og hvernig köku langar afmælisbarninu í.   Henni langaði í Dóru landkönnuðar köku.  NEI! Ég var ekki að fara að gera Dora the Explorer köku í fullri stærð úr fondant sem engum finnst gott.  Kökur eru til að borða ekki bara til að dást að…

Ég notaði Betty Crocker Devil´s köku,  mér finnst þær svo miklu betri en heimabakað og það er ekki eins og ég sé með hollustuna í fyrirrúmi hvort eð er.

Svo klippti ég út Dóru landkönnuðar pappadisk og setti fígúrur á grillpinna og stakk í kökuna.  Sú þriggja ára var rosalega ánægð og fondant smondant, kakan var góð.

Ég var þó næstum búin að klúðra þessu þegar ég setti stjörnuljós sem var búið að beygja eins og tölustafinn 3 á kökuna en engin kerti.  Þá sagði mín, “Ég vil fá kerti til að blása á! “. Ég átti sem betur fer kerti.

 

Note to self…  Þetta eru börn, það eru hefðir, höldum okkur við þær.  Héðan í frá verða alltaf kerti á afmæliskökum 🙂

hamborgarakaka02

Einu sinni gerði ég hamborgaraköku, það var samt alveg gaman.  Og reyndar var fondant bara inn í kökunni.

Heilsusamlega kakan kom úr uppskriftarsafni frá Ebbu Guðnýju skilst mér.  Ég fann uppskriftina hér.

döðlukaka

Möndlu og 70 % súkkulaðikaka með döðlum  

 • 1 bolli döðlur, (leggja ´ibleyti í smá stund)
 • 1 bolli möndlur
 • 120 g 70 % súkkulaði
 • 1/4 bolli sykur
 • 3 msk hveiti
 • 1 teskeið vanilludropar
 • 3 msk vatn (vatnið sem döðlurnar lágu í)
 • 2 egg
 • 1 tsk lyftiduft
Blandið öllu saman.  Ég saxaði möndlurnar og súkkulaði gróft, en það mætti líka setja það í matvinnsluvél.

Setjið blönduna í form og bakið við 150°c í 40 mínútur.  Berið fram með rjóma eða Ís.

Ég nota venjulegan sykur og hvítt hveiti (reyndar lífrænt og steinmalað en ekki spelt eins og upprunalega uppskriftin segir)

döðlukaka

Advertisements

Brownie í bolla- tilbúin á 4 mínútum

Ég varð nú bara að prófa þessa, ekki dýrt hráefni og tók  aðeins um 4 mínútur að gera.

Hráefninu í þessa súkkulaðiköku er skellt í bolla og öllu hrært saman.  Svo setur maður bollann inn í örbylgjuofn í 1 mínútu og 40 sek.

Þá er kakan tilbúin.  En hvort þetta sé besta súkkulaðikaka sem ég hef smakkað má deila um, en hún er alveg ágæt ef maður setur góðan slurk af ís ofan á hana.

Brownie í bolla 

 • 1/4 bolli sykur
 • 1/4 bolli hveiti
 • 2 msk kakó
 • 1/2 tsk salt
 • 3 msk ólífuolía
 • 3 msk vatn

Setjið þurrefnin í bollann.  Bætið við olíu og vatni. Hrærið vel saman. Setjið bollann í örbylgjuofn og bakið í 1 mín og 40 sek á high.

Takið bollann út úr ofninum, passið ykkur, hann er heitur… 🙂

Setjið ís ofan í bollann og borðið.

Dropa mína  í haf internetsins má finna m.a hér:

 Húsið við sjóinn

Húsið við sjóinn á facebook

Pinterest

Döðlukaka sem leynir á sér, borin fram með karamellusósu

Vinkona gaukaði þessari uppskrift að mér.  Ég veit að hún er smekkmanneskja á mat þannig að fyrst að hún mælti með henni þá vissi ég að þetta væri uppskrift sem ég þyrfti að prófa.

Og viti menn, þessi kaka, sem ég hélt að væri kannski of hversdagsleg fyrir afmælisboð sómaði sér vel sem eina afmæliskaka dagsins.

Hversdags eða spari, fábær uppskrift.

Döðlukaka með karamellusósu

 • 235 g döðlur
 • 1 tsk matarsódi
 • 120 g mjúkt smjör
 • 5 msk sykur
 • 2 egg
 • 3 dl hveiti
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk vanilludropar
 • 1 1/2 lyftiduft

Hitið ofn í 180°c

Setjið döðlur í pott og látið vatn fljóta yfir.  Leyfið suðu koma upp, slökkvið á hellunni og látið döðlur bíða í pottinum í 3 mín.

Bætið matarsóda saman við döðlurnar í pottinum.

Þeytið saman smjör og sykur

Bætið við eggjum, einu í einu.

Blandið við hveiti, salti og vanilludropum.

Setjið lyftiduft út í og 1/4 af döðlunum (sem þið hafið sigtað upp úr vatninu) og hrærið varlega saman.

Blandið að lokum afganginum af döðlunum út í.

Smyrjið kökuform, tvö lítil eða eitt stórt.

Bakið við 180°c í 30-40 mín.

Karamellusósa

 • 120 g smjör
 • 115 púðursykur
 • 1/2 tsk vanilludropar
 • 1/4 bolli rjómi

Setjið allt í pott og látið suðuna koma upp.  Lækkið hitan og látið krauma í 3 mín.  Hrærið í sósunni allan tímann.

Avocado súkkulaði terta – pínku holl…

Ég á vinkonu í Kanada sem borðaði ekki avocado. Ég átti erfitt með að trúa því og keypti nokkra girnilega avocadoa, skar þá í bita og saltaði vel með Maldon. Svo bauð ég henni að smakka. Hún var tilbúin til þess en lét mig þó vita að þetta þætti henni ekki gott.

Hún var fljót að klára úr skálinni og biðja um meira.

Hún gerði svo góðan eftirrétt um daginn með avocado og bauðst til þess að deila með okkur uppskriftinni.  Ég prófaði að gera þennan eftirrétt fyrir vini og hann sló í gegn.

Svona hljóðaði bréfið sem ég fékk frá henni:

I used to hate avocados – my mom ate them all the time and they were gross.  The texture, the taste, the slimy pit – ew.  Then I met Soffia, and she chopped a ripe avocado up and sprinkled liberally with sea salt.  I said “I hate avocado’s.” and she said “You have try it.  How can you hate avocado’s?” And  I am always game, so I tried it, for the first time in probably 20 years, and it was delicious.  With the salt it tasted almost like butter, but better (and much healthier).  Now I love avocados.  I probably eat 4 per week – on my eggs, in a smoothie, on a burger, as a guacamole side dish, the list goes on….

I recently found a couple recipes that use avocado and are absolutely amazing.  I dare you to make them and tell me you don’t like it – they are gems that I will make regularly for many years to come!

This is the first recipe – originally found here  and modified slightly.  Not only is it chocolatey and delicious – it is actually really good for you!

Chilled Double Chocolate Torte: The No-Bake Version

No Bake Chocolate Crust:

 • 1 cup almonds or pecans
 • 1/8 cup cocoa powder
 • 1 tbsp coconut oil (other light taste oil may work)
 • 1/8 cup pure maple syrup
 • 1 tsp pure vanilla extract
 • 1/2 tsp kosher salt

Chocolate Avocado Mousse:

 • 2 cups avocado flesh (approx 3 small avocados), pitted and scooped out
 • 1/3 cup almond milk
 • 2/3 cup pure maple syrup
 • 1 tbsp smooth peanut butter (or other nut butter)
 • 1 tsp cornstarch
 • 1/4 tsp kosher salt
 • 1 tsp pure vanilla extract
 • 4 oz unsweented Baker’s chocolate (melted)
 • 1/4 cup cocoa powder, sifted if clumpy

Directions:

1.       Crust: Oil a 7-10 inch springform pan and line it with a circle of parchment paper. In a food processor, pulse the pecans until crumbly. Be careful not to over process them as you still want them a bit chunky. Now add in the rest of the crust ingredients and pulse until just mixed. Scoop mixture onto prepared pan and press down firmly and evenly with slightly wet fingers or a spatula. Pop into freezer to set while making the mousse.

2.       Chocolate mousse: Place all mousse ingredients (except melted chocolate) into food processor. Process until smooth. In a small bowl, melt your chocolate chips in the microwave and scoop melted chocolate into food processor mixture. Process until smooth.

3.       Remove crust from freezer and scoop this mousse on top of crust. Smooth out as much as possible and then place in the freezer for 2 hours to firm.

4.       Once firm, remove from freezer and allow to sit on the counter for about 5-10 minutes before serving chilled. Place leftover torte in the freezer wrapped and placed in a seal container.

Note that this torte should be served chilled as it gets soft at room temperature.

And the second recipe is for muffins.  I have three kids, and of course they all like different foods.  If I find something healthy that all three enjoy it is a cause for celebration.  These muffins are one of the few food all three kids, and even my husband, love.   I go through a batch of these in a few days in our house.  I originally found the receipt here: http://www.yummly.com/recipe/Avocado_-Banana-And-Mango-Muffins-Recipezaar – but I have made quite a few changes and could probably rightfully call it my own creation now J

Avocado, Banana and Mango Muffins

 • 2 ripe bananas (I freeze mine when they get to rip and save them for recipes like this)
 • 1 avocado
 • 1 mango (or  1 cup thawed frozen mango cubes)
 • ½ cup melted butter
 • 2 eggs
 • ¾ cup honey
 • 3 cups total of dry stuff – I do varying mixtures of flour, whole wheat flour, ground flax, oatmeal flour, wheat germ – use your imagination…
 • 2 tsp baking powder
 • 2 tsp baking soda
 • 2 tsp vanilla
 • 1 cup chocolate chips

Put the fruit, melted butter, eggs and honey into a blender and blend thoroughly.  Put the dry ingredients, except the chocolate chips, in a large bowl and mix thoroughly.  Add the wet ingredients from the blender to the dry ingredients and mix with a spoon until combined.  Add the chocolate chips.

Spoon into muffin tins.  I always use mini-muffin tins and pile them pretty high.

Bake for 350 for approx. 15 minutes (the original recipe says 35 minutes for regular sized muffins).

Enjoy!  I am going to buy some avocados right now  🙂

September Kuromi

http://allthedoors.wordpress.com

Frábærar Brownies, með smá “tjúí” áferð

Ég baka mjög sjaldan súkkulaðikökur eða Brownies, finnst þær oft verða þurrar og lítið spennandi hjá mér.

Annað hvort er ég að skána í bakstrinum eða hef dottið niður á góða uppskrift, ég held bæði.  Þessar Brownies voru ótrúlega skemmtilegar, hvernig úskýrir maður chewy – þá er ég ekki að meina seigar heldur karamellu chewy stemmning.

Ég á eftir að gera þessar aftur.

brownies

Brownies

 • 140 g smjör
 • 280 g sykur
 • 80 g kakó
 • 1/4 tsk salt
 • 1/2 tsk vanilludropar
 • 2 egg (köld)
 • 70 g hveiti

Hitið ofninn á 160°c

Setjið smjörpappír í eldfast mót eða notið það kökumót sem þið erum vön, mitt var um 20×30 cm. Og smjörpappírinn náði upp á sitthvora brún þannig að ég gat togað kökuna upp þegar hún var bökuð.

Bræðið saman smjör, sykur, kakó og salt.

Setjið smjörblönduna í þá skál sem þið ætlið að hræra þetta saman í (ég nota Kitchen Aid) þegar smjörið hefur kólnað aðeins. Bætið við vanilludropum. Bætið við eggjum, einu í einu.

Þegar þetta er orðið vel glansandi og vel blandað saman bætið þá við hveitinu og hrærið því vel saman við. (Það tekur ekki langan tíma í hrærivél, talað var um 40 strokur með sleif)

Dreifið úr deiginu í eldfasta formið.

Bakið í 25 – 30 mínútur, þannig að þið sjáið að hún er enn rök (moist) í miðju ef tannstöngli er stungið í hana.

kaka

Takið kökuna úr forminu og skerið í hæfilega bita og borðið hana helst volga og ekki er slæmt að fá sér rjómaklessu eða vanilluís með.  Lítill hjálparkokkur var mjög hrifin af þessari köku bæði áður og eftir að hún fór í ofninn.

Barnaafmæli

Ég var að baka fyrir barnaafmæli, það var bara sykur og sukk í boði.

Á boðstólnum var meðal annars:

 • Pig in a blanket
 • Súkkulaðikaka
 • Rice krispies bitar

Ég veit nú ekki hvort það sé til einhver sniðug íslensk þýðing á pig in a blanket en það er nú ekki flóknara en pulsubitar í pizzadeigi.  Þetta er eitthvað sem slær alltaf í gegn.  Úr einum 10 stk pulsupakka fást 40 stk.  Ég gerði tvöfaldan skammt og það ást upp til agna.

Ég verð að finna afsökun til að gera þetta aftur fljótlega því ég steingleymdi að mynda dýrðina.

Pig in a blanket (40 stk)

 • Pizzadeig
 • 1 stór pulsupakki (10 stk)

Deig:

 • 1/2 L volgt vatn
 • 3 tsk þurrger
 • 12-14 dl hveiti
 • 1/2 dl olía
 • 2 msk sykur

Blandið öllu saman í kitchen aid (bætið hveitinu við eftir þörfum) og hnoðið rosalega vel.  Látið hefast í 1-2 klst.  Sláið niður og skiptið deiginu í 40 bita.  (Skiptið fyrst deiginu í 4 parta og svo hverjum af þeim í aðra 5).

Skerið pulsurnar í 4 parta, einfaldast er að taka allar pulsurnar í einu og skera þær allar í einu fyrst til helminga og svo þá parta aftur til helminga.

Stingið pulsubitunum inn í hvern deigbita.  Raðið fremur þétt á ofnplötu.  Þeir mega snertast þegar þeir eru búnir að hefast, það má svo rífa þá í sundur þegar þeir koma úr ofninum.

Leyfið hefast undir klút í hálftíma.  Bakið í ofni í 10 – 15 mín.

Ég fann á netinu svo rosa flott skreytta köku sem er ótrúlega einföld.  Kit kat og m&m.

kaka

Kaka

 • Súkkulaðikaka á 3 hæðum eða þannig að hæðin sé aðeins minni ein lengd á kit kat.
 • Krem
 • Kitkat
 • m&m

Ég var bara með tvo botna, hélt að þeir yrðu hærri þannig að ég varð að skera kit katið til helminga, en mæli alveg með að gera stærri kökuna.

Hér er linkur á eina svona flotta.

Næst kem ég með uppskrift af awesome rice crispies bitum.

Kaka úr sætum kartöflum og bara hollustu

Ég gerði mjög góða köku úr sætum kartöflum.  Vinkona mín gerði eina slíka fyrir nokkru sem var svo góð en hún mundi ekkert hvað hún hafði sett í deigið, en hún er lagin við að gluða saman
hollu hráefni í kökur og bökur, hún mundi eftir að hafa notað sætar kartöflur, kókós og hirsi.
Þannig að ég ákvað bara að taka hennar aðferð á þetta og setti sitt lítið af ýmsu í kitchen aid skálina, mallaði því saman og dreifði úr því í bökuform og bakaði við 180°c í 40 mínútur.
Ég var ekki að taka nákvæma mælingu, því það er engan vegið svo nojið.
Þessi er mjög góð með ýmsum réttum.  Ég bar hana t.d fram með þessum grænmetis tortilla rétti og það var brilliant. Þannig að það er bæði hægt að bera hana fram með mat og svo væri hún líka góð með rjóma og örugglega ís líka.
Þessi kaka var svo góð að ég náði ekki mynd fyrr en það var búið að narta vel í hana.
kaka
Kaka með sætum kartöflum
 • 1 sæt kartafla, soðin
 • 1 banani
 • 1/2 dl kókós
 • 1-2 tsk agave sýróp
 • 4-5 msk hveiti
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 tsk salt
 • Lúka af döðlum og 2-3 msk af vatninu sem þær suðu í
 • Lúka af heslihnetum
 • Lúka af möndlum
 • 1 msk smjörklípa
Sjóðið sæta kartöflu í einum potti og döðlur í öðrum.  Ég sker sætu kartöfluna í bita og síð í um það bil hálftíma, döðlurnar sýð ég í um 10 mínútur.
Blandið saman  í matvinnsluvél hnetum og döðlunum ásamt 2-3 msk af vökvanum sem döðlurnar voru soðnar í og hakkið saman.
Blandið þessu og öllu hráefninu í hrærivél.  Dreifið úr maukinu í bökuform og bakið við 180° C í 40 mínútur.

Skírnarkaka

Það hefur verið breyttur lífstíll undafarið, en fyrir stuttu eignaðist ég litla yndislega stelpu.  Við skírðum hana um helgina og í tilefni þess bökuðum við systir mín skírnartertu.  Eftir miklar pælingar og leit að hugmyndum á veraldarvefnum duttum við niður á að hafa einfalda tertu klædda marsípani.  Systir mín hannaði nokkrar marsípan fígúrur sem við svo bjuggum til úr marsípani.

skírnarterta

 

Hér fyrir ofan er prufutertan. Við ákváðum svo að hafa tvær kökur, en ekki stalla og nota önd og mörgæs.

Við notuðum Wilton matarliti til að lita marsípanið, mjög góðir. Marsípanið sem fór á kökuna sjálfa lituðum við ekki.

 

marsipanterta

 

Við gerðum tvær kökur, tveir botnar á hvora köku.  Önnur var með perum og hin jarðaberjum.  Við bleyttum í botnunum með vökvanum úr niðursoðnu jarðaberjunum sem fór með jarðaberjafyllingunni og niðursoðnu perunum með perufyllingu.

Fylling er þeyttur rjómi með gróft muldu nóakroppi og toblerone og muldum marens, ásamt gróft skornum jarðaberjum annars vegar og perum hinsvegar.

Marsípanið rúlluðum við þunnt út, til að þekja eina köku þarf um 750 g af marsípani.

Svo mætti þekja hana með rjómakremi eða öðru góðu kremi í staðin fyrir marsípanið.

Ég mæli með euro shopper marsípaninu frekar en first price, því first price er grófara og dekkra.

%d bloggers like this: