Heimagert er best

Var að búa til pastadeig og ricotta ost. Tók 5 mínútur að gera pastadeig. Egg og hveiti. Og hálftíma að gera ricotta ost. Mjólk og safi úr sítrónu. Svo bjó ég til ricotta fyllt ravioli. KVISS BANG BÚMM!

Eina sem vantaði þegar sest var til borðs voru góðir vinir til að njóta þessarar snilldar máltíðar með okkur og kannski nýbakað baguette.  Jú og uppþvottavél því eldhúsið er í rúst…

Pastadeig

  • 300 gr hveiti
  • 3 egg

Hrært saman í mixer í hálfa mínútu og svo smá í höndunum (1 mín.)

Ricotta ostur

  • 4-5 dl mjólk
  • 1 sítróna

Hitið mjólk að suðu, bætið út í safa úr einni sítrónu. Takið pott af hellu, setjið lok á pott og látið standa í u.þ.b hálftíma. Sigtið svo vökvann frá í gegnum viskastykki, þá situr osturinn eftir í viskastykkinu.

ravioli

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ravioli með ricottafyllingu

  • Pastadeig
  • Ricottaostur
  • Parmigiano Reggiano
  • Salt
  • Pipar
  • Smá rifinn sítrónubörkur
  • Ólífuolía

Fletjið út pastadeig þunnt.   Hrærið saman ricotta ost, parma ost, salt, pipar og smá fínt rifinn sítrónubörk.  Setjið ca 1-2 tsk af ostamixi á útflatt pastadeig, penslið með einu hrærðu eggi (eða bara rauðunni).

Og þetta var svo feeerskt og gott að það þurfti enga sósu með þessu, bara dreypa ólífuolíu yfir, smá ferskum parmigiano, salti og pipar.  Svo fer balsamik sýróp vel með þessu.

Þetta er nú engin beginners lýsing á hvernig gera skal ravioli en það má finna fullt um það á youtube. Til dæmis þessi amma hér.

Amma býr það til í höndunum en ég mæli nú alveg með matvinnsluvél.

Ég á reyndar ekki pastavél þannig að ég notaði kökukefli.

Of svo má skera þetta með því sem ykkur dettur í hug ef þið eigið engan hringlóttann skera, og þess vegna bara hníf eða pizzaskera og hafa koddana ferkantaða.

Farin í uppvaskið,  SKÁL!