Súkkulaðihjúpaðar Grissini stangir

Ég skil ekki stundum uppskriftir af heimatilbúnu sælgæti þar sem karmellur frá einhverri sælgætisverksmiðju eru keyptar út í búð og bræddar (…til að búa til karamellu…?  ) með ódýrasta súkkulaðinu sem fæst í stórmarkaðinum, við þetta svo bætt allskonar vitleysu til að búa til sælgæti sem smakkast eins og eitthvað sem þú getur keypt tilbúið í sama stórmarkaði.

Ef uppskriftin hljómaði upp á heimagerðar karamellur úr rjóma, smjöri og sykri og notast við almenninlegt gæða súkkulaði með jafnvel góðum jarðhnetum sem koma ekki ofsaltaðar frá stórframleiðanda þá gætum við verið að tala saman.

Ég er ansi þreytt á öllu þessu sælgæti út um allt og legg mig fram við að takmarka neyslu þess fyrir mig og börnin.  Ég er líka bara svo þreytt á markaðsetningunni og skítnum, ódýra hráefninu … Að sjálfsögðu lætur maður glepjast öðru hvoru, því miður. Ég átti þetta verksmiðjuframleidda sykurskraut og ákvað að nota það enda gladdi það stúlkuna sem aðstoðaði við gerð stanganna þar sem uppáhaldslitur hennar þessa dagana er bleikur og hún mikil prinsessa.

Ég fann Grissini stangir úr steinmöluðu lífrænu hveiti og súkkulaðið var ansi vænt.  Það sem meira var, samverustundin við að búa til þessar fallegu stangir var ómetanleg.

haust

Gleðin við gerð stanganna vó upp á móti sykrinum…

grissini

Súkkulaðihjúpaðar Prinsessu Grissini stangir

grissini

grissini

Súkkulaðihjúpaðar Prinsessu Grissini stangir

  • Grissini stangir
  • Gott súkkulaði
  • Skraut

Bræðið súkkulaðið, dýfið stöngunum í súkkulaðið, skiljið hluta stangarinnar eftir  til að geta haldið á þeim.  Dreyfið úr skrautinu og veltið stönginni upp úr því.

Ef þið notið jólalegt kökuskraut þá er þetta aldeilis fínt jólanammi.

IMG_1502VETUR

Advertisements