Húsið við sjóinn

Foodwaves

Category: spjall

Viðtal við mig á bleikt.is – Risotto með Merguez, lambapylsum

Ég var að setja í loftið nýja vefsíðu fyrir börn.  Þar er m.a hægt að nálgast stafrófsleikinn minn og stafrófsappið sem er frábært fyrir krakka 1-5 ára, jah, og bara alla sem eru að læra íslenska stafrófið.  Það er rosa fínt viðtal við mig og Helgu, samstarfskonu mína á bleikt.is.  Þar getið þið fengið að vita allt um verkefnið okkar, Lean Laundry.

soffia

En tölum nú líka aðeins um mat.

Ég keypti mjög fínar Merguez í Frú Laugu.  Ég bar það fram með risotto, það átti mjög vel saman.

merguez

Hér áður fyrr þá gat ég ekki gert risotto nema ég ætti hvítvín og allt sem í uppskriftinni stóð því það var talað um að það væri mikil kúnst að gera risotto, sem það er, af því að maður þarf að standa við í um 20 mínútur á meðan maður bætir vökvanum smám saman út í.

Það er yfirleitt talað um soð, en ég átti ekki heimagert soð og þar sem ég nota ekki teninga þá notaði ég bara vatn.  Risottoið fær alveg nóg bragð af öllu því ferska sem í það fer hvort eð er og svo eru lambapulsurnar kryddaðar líka, þannig að ekki vantar bragð í þennan rétt.

Það eru fín grjón í Frú Laugu og svo sá ég líka í Melabúðinni Arborio grjón frá Rustichella d’abruzzo. Ef þið eigið ekki hvítvín þá má bara nota vatn með smá slettu af sítrónusafa.

risotto

 Risotto með Merguez, lambapylsum

 • 2 msk smjör
 • 2 msk extra virgin ólífuolía
 • 1/2 laukur
 • 2-3 rif hvítlaukur
 • Góð lúka af kastaníusveppum
 • 1 bolli Arborio grjón
 • 1/3 bolli hvítvín
 • 2 bollar kjúklingasoð
 • 1/2 bolli parmasen ostur
 • Ferskar kryddjurtir eftir smekk, t.d garðablóðberg eða rósmarín (ekki nauðsynlegt)
Brúnið sveppina á annari pönnu í smá stund upp úr góðri olíu og smá smjöri og bætið þeim svo við risottoið í lokin.
Svitið lauk og hvítlauk í potti, bætið út í grjónunum og brúnið í 2 mínútur.  Hellið þá hvítvíni (eða vatni) og látið gufa upp.  Þá hellið þið einni ausu í einu í pottinn af kjúklingasoði (eða vatni) og látið hverja ausu gufa upp áður en næsta er sett í.
Bætið við rifnum parmasenostinum og sneiddum brúnuðum sveppunum.
ALLTAF AÐ HRÆRA Í POTTINUM Á MEÐAN ÞIÐ ERUM AÐ BÆTA VIÐ SOÐINU, mjög mikilvægt og ekki líta af pottinum, þá getur allt brunnið við. 
Berið fram með Merguez, ég tók skinnið af og steikti á pönnu og bætti svo vatni út í og lét malla þar til hún var elduð.  Þá skar ég hana í bita og blandi við risottóið.
Hér er önnur góð risotto uppskrift
strá
 Ekki svo gleyma að kíkja á bleikt.is
Advertisements

Endalausir skandalar

Ég nenni nú ekki að fara út í þetta í löngu máli, en að engin af 16 sýnum hafi uppfyllt allar kröfur um merkingar er ansi slakt og að ekki hafi verið nautakjöt í nautakjötsböku…Það er ekki verið að eitra fyrir okkur en það er verið að blekkja okkur og ef þeir komast upp með það þá ganga þeir eflaust bara alltaf lengra og lengra.  Ætli þeir myndu þá ekki blákalt eitra fyrir okkur ef það sparaði krónur og aura.  Annað eins gerðist nú í Kína með þurrmjólk (FYRIR UNGABÖRN) og mörg dóu og hundruð þúsundir veiktust…Allt til að græða?

Eins og ég hef nú oft sagt þá eyði ég miklum tíma í eldhúsinu því ég geri nánast allt frá grunni og kaupi ekki  unnar vörur, engan pakkamat eða sósujafnara, kraft eða teninga… ég bý til nú samt alltaf Pig in a blanket með SS pulsum fyrir afmæli 😀

pulsur

Ég bjó til færslu fyrr á síðasta ári en birti hana aldrei.  Ég náði í hana núna því hún á ágætlega við í dag og hér er hún:

Smá breytingar – engir öfgar.  Hvað má betur fara? 10 dagar!

Það er hægt að gera ágætis breytingar á matarræði án þess þó að fara út í öfgar.  Og ef þið eruð eins og ég og eruð ekki að fara að elda úr agavesýrópi, spelti, kókósolíu og viljið baka pizzur úr venjulegu hvítu hveiti þá er hægt að gera ýmislegt til að leggja grunn að góðu matarræði.

Það eru margir sem nota mikið af tilbúnum mat að það er ágæt tilraun fyrir marga að prófa að sleppa því að kaupa pakkamat og tilbúin mat í 10 daga til að vera meðvitaðri um það sem maður borðar. 

Það gæti verið aðeins dýrara ein innkaup þegar maður er að koma sér upp smá matarbúri en ég hef tekið eftir því að verðið á matarkörfunni hjá mér er mun minni en áður eftir að ég fór að gera mest allt sjálf, eins og pasta, núðlur, ís, kex, sultur, sósur og fleira.

Það er mikil breyting og meiri vinna sem fylgir eldamennsku, en það getur verið gaman og  um að gera að virkja alla fjölskylduna í að elda og vera meðvitaðri um góðan mat.  

Með tilbúnum mat þá er ég til dæmis að tala um:

 • Allar sósur osfv í krukkum
 • Pakkamat 
 • Amerískt og önnur morgunkorn
 • SS pulsur
 • Frosin mat
 • Tortilla kökur
 • Granóla orkubar
 • Kjötfars
 • Pepperóní
 • Súputeninga
 • Kex og sælgæti 

… og svo mætti lengi telja.  

Mjólk, jógúrt, AB mjólk og skyr er í góðu lagi svo framarlega sem það er ekki með bragði.  Það er svipað og að kaupa nammi að versla svona Skóla-jógúrt, Engjaþykkni og hvað þetta allt heitir.  

Eitt einfalt skref í rétta átt er að versla hreinar mjólkurvörur og sæta þær sjálfur með smá hunangi eða ávöxtum.   

 

Hollt og gott í 10 daga

 • Fyrst og fremst er það að kaupa engan tilbúin mat, hvorki í pökkum, krukkum, bökkum né frosinn.
 • Ekki fara út að borða eða take away.
 • Engar kökur eða kex nema maður geri það sjálfur
 • Ekkert gos, Svali og sykraðir ávaxtadrykkir eða nammi.
 • Hafa meirihluta fæðunnar grænmeti og fisk.
 • Ef þið bakið ekki brauð sjálf, kaupið góð brauð, ekki froðubrauð í stórmarkaði. 
 • Sleppið súputeningum, kryddum með msg osfv.
 • Borða eingöngu hreinar mjólkurvörur sem þið bragðbætið sjálf með ávöxtum (og sykri ef þið viljið).
Þannig að þetta þarf ekki að vera alslæmt, bara elda heima frá grunni, svona 90 %. Þó svo að eitt hamborgarabrauð slæðist á matseðil eða sinnep  þá er það í góðu lagi.  Ég ætla ekkert að segja um að það þurfi að vera hýðishrísgrjón í staðin fyrir hvít hrísgrjón eða heilhveiti í staðin fyrir hvítt hveiti.  Það finnur hver hjá sjálfum sér hvað hentar í þeim efnum…. Það er nóg að byrja á að sleppa tilbúnum og unnum mat.
Það sem á ekki heima á borðum þessa 10 daga er til dæmis:
 • Cheerios
 • Pulsa í pulsubrauði með tómatsósu
 • Frosin pizza úr stórmarkaði
 • Pasta með HUNT’S spagettí sósu
 • Tikka Masala með mangó chutney úr krukku
 • Burritos gert með salsa í krukku, kryddi úr pakka og Tortilla kökum í lofttæmdum poka
 • Kjötfarsbollur með brúnni sósu

Þegar þið farið næst að versla, horfið á hlutinn sem dettur ofan í innkaupakörfuna og spurjið ykkur. Er þetta unnin vara?

Ef þið vitið ekki hvað á að vera í matinn og lítill tími þá er fiskur og kartöflur með íslensku smjöri alltaf hollur og góður kostur. 🙂

 

 

 

 

Matur fyrir ungabörn – Hvað er tísku núna?

Það vefst eflaust fyrir mörgum foreldrum hvað gefa eigi börnunum þegar þau fara að fá fyrstu alvöru fæðuna.

boy

Það er ekki langt síðan ég var í þessum vangaveltum með fyrsta barn og er nú aftur að velta þessu fyrir mér með annað barn.  Auðvitað byrjar maður á því að flækja hlutina því maður er að reyna að gera sitt allra allra besta þegar kemur að því að næra litla krílið sitt.

Ef þið nennið ekki að lesa alla færsluna þá er hér stutta útgáfan:

Stutta útgáfan…

Fiskur er víst rosa fínn fyrir 7. mánaða skv nýjustu rannsóknum.

Cheerios er skítur, Byggi er flottur

Borðum íslenskt, eldum mat frá grunni

Bökum brauð

Og sú langa… 

kartöflur

Ég var á því að kartöflur og fiskur væri góður matur.  Þetta hefur fætt íslendinga frá örófi alda.  Þetta er eitthvað sem landið gefur af sér og það er það fyrsta sem ég hugsa til, hvað vex í kringum okkur.

Kornið hefur verið lengi til.  Bygg er ræktað á Íslandi með góðum árangri.  Bygggrautur með íslensku smjöri er afbragðs fæða.  Ég byrjaði á hirsigraut fyrsta mánuðinn á meðan líkaminn var að koma sér í gang að byrja að melta eitthvað annað en móðurmjólkina.

En svo byrjar maður að google-a og þá byrja vandræðin.  Það má alls ekki gefa hveiti, það er svo mikill ofnæmisvaldur, það má alls ekki gefa fisk fyrsta árið og svo framvegis, ekkert má.

drekaávöxtur

En svo les maður að það sé svaka sniðugt að gefa Papya, kókósolíu, og eitthvað fleira sem er svo fjarri mér hér á litla Íslandi.

Þangað til…  Ég talaði við hjúkrunarfræðinginn um fiskinn góða og jújú, nú er búið að breyta.  Það má alveg gefa fisk.  Rannsóknir sem sýndu annað eru þá úreldar og nýjustu rannsóknir sýna að fiskur er fínn fyrir 7. mánaða börn og ekki sá ofnæmisvaldur sem menn héldu.

Jæja, segi ég þá.   Fiskur, kartöflur og íslensk smjör skal það vera, ÍSLENSKT SMJÖR en ekki kókósolía í krukku sem ég veit ekkert um… (miðað við ólífuolíu skandalinn)

gulraetur

Svo eigum við fullt af góðu grænmeti, paprikur, gulrætur, agúrkur, tómatar svo eitthvað sé nefnt.

Það þarf ekki alltaf að flækja málin.

rauðmagi

En eins og málin standa í dag þá á að vera í góðu lagi að gefa ungabörnum fisk, samkvæmt hjúkrunarfræðingi í ungbarnaeftirliti.

Það er mjög gott að hafa til hliðsjónar hvað sé ekki æskilegt því það er ýmislegt sem ekki ekki má gefa ungum börnum eins og til dæmis hunang og það er vitað mál og sleppa salti því nýrun eru óþroskuð.  Maður verður svo einna helst að hlusta á eigin sannfæringu.

Og svo í lokin þá er ég antí Cheerios manneskja.  Þar er afurð full af allskonar þótt þeir gefi sig út fyrir að vera rosa hollir, aðallega því þeir eru með minni sykur en margt annað morgunkorn.

Ástæðan fyrir því að ég útiloka Cheerios og amerísk morgunkorn er sú að það er hægt að dansa svo í kringum hlutina til að þeir hljómi hollir og FDA dansar með stóru fyrirtækjunum.  (ég er farin að hljóma eins og samsæriskenningaróð manneskja, o well).   Cheerios inniheldur Trisodium phosphate sem er notaði í þvottaefni og sápur, bragðefni, HFCS (High fructose corn syrup), svo hef ég heyrt að 8 g af 28 g séu whole grain.  Og þar sem FDA segir að MSG þurfi ekki að standa á vörunni þá er það eflaust til staðar.

Ég kaupi Bygga, hreinan og íslenskur í alla staði.  Þegar litlu dúllurnar eru farnar að æfa fínhreyfingar þá er upplagt að gefa þeim Bygga, frekar en Cheerios.  Og þá segja margir, en Byggi er eins og borða fréttablaðið á meðan Cheerios er gott, en afhverju haldiði að Cheerios sé svona “gott”?  Því það er allt sett í það til að kítla bragðlaukana og fá okkur til að kaupa meira og meira, því þegar allt kemur til alls þá snýst þetta um markaðsetningu og sölumennsku.

brauð

Á ég eitthvað að minnast á hversu frábært það er að baka sitt eigið brauð þar sem þú veist hvað fer í það.  Ég veit að mörg brauð út í búð nota til dæmis smjörlíki og heyrst hefur líka, tata… iðnaðarsalt 😉

Ef þið kaupið brauð spurjið bakarann hvaða hráefni hann notar.  Ég get mælt með súrdeigsbrauðunum frá Sandholt.

hveiti

Ég nota lífrænt hveiti, steinmalað frá ítalíu, hveiti sem ég treysti að sé gott.  Hvað er betra fyrir litlu angana en að narta í litla brauðmola, heimabakað með smá smjöri?

Þetta voru hugleiðingar dagsins, alltaf gott að hugsa “upphátt”.

Skál 😛 !

Jóladagatal …18 – Lax í appelsínu-soya legi

Flott snjókornajólaskraut.  Hér er template frá VintageJunkie.com.

snowflakes(Image from VintageJunky.com)

Ég fékk þessa fínu uppskrift hjá vini.  Brilliant forréttur og ef þið þurfið að taka með ykkur rétt í jólaboðið þá er þessi snilld.  Léttur og ferskur..

salmon

 Lax í appelsínu-soya legi

 • Safi úr ferskri sítrónu
 • Safi úr ferskri appelsínu
 • Soyasósa
 • Ferskt engifer
 • Fresh chili
 • Ferskt kóríander
 • Ferskur lax

Skerið engifer, chili og kóríander smátt og blandið við safana og soya. Skerið fiskinn í munnbitastærð.  Blandið honum saman við löginn rétt áður en þið berið hann fram, kannski 30 -60 mín áður.  Því lengur sem laxinn liggur í leginum því meira eldaður verður hann.  Skreytið með ferskum kóríander áður en þið berið réttinn fram.

salmon

Dagur 6

calendar06

Jóladagatal …19

Ég veit nú ekki hvaða tilviljun það var að ég rakst á þesar ótrúlega sætu smákökur áðan eftir að hafa póstað video með Charlie Brown í gær.

peanuts

Mynd og uppskrift:www.bakeat350.blogspot.com

Svo var ég að vafra og datt niður á einfalt smákökudeig og myndin var svo falleg að ég verð að prófa þessa uppskrift næst þegar ég baka.

elephant-cookie-dough

Mynd og uppskrift:  www.sweetopia.net

Dagur 5

calendar05

 

 

Ég elska Charlie Brown.  Þetta kemur öllum í jólaskapið…eða hvað?

jóla en samt bara 17 dagar frí fyrir ykkur útivinnandi og okkur heimavinnandi að fá ykkur útivinnandi í frí.

calendar

Jóladagatal…21

Eftir að maður ánetjaðist internetinu þá má aldeilis finna óteljandi hugmyndir til að telja niður dagana til jóla.  Við erum reyndar byrjuð að telja og nú þegar komin á dag númer 3 þrátt fyrir að manni finnst ennþá vera október.

En mig langar samt að benda ykkur á þetta safn hugmynda sem  Home and Delicious hefur tekið saman, ef ekki fyrir þetta ár þá kemur alltaf desember eftir þennan…og fyrr en ykkur grunar.

dagatal

 

Opnum númer þrjú…

calendar

 

Jóladagatal…22

Mér finnst Biscotti ómissandi yfir jólin, það er eitthvað svo “sophisticated”  við Biscotti.  Þær fara bæði vel með morgunteinu og síðdegisrauðvínsglasinu.

biscotti

Biscotti með heslihnetum og möndlum

 • 100 g heslihnetur (ég notaði muldar)
 • 100 g möndlur (flögur eða heilar)
 • 120 g 70% súkkulaði
 • 210 g púðursykur
 • 230 g hveiti
 • 30 g Kókó
 • 4 g Instant espresso duft (má sleppa)
 • 1 tsk matarsódi
 • 1/4 tsk salt
 • 3 stór egg
 • 1 1/2 tsk vanilludropar

Hitið ofn í 150 °c

Skerið niður súkkulaði og blandið því saman við púðursykur í mixer þar til súkkulaðið er orðið smátt (púðurkennt)

Sigtið saman hveiti, kókó, expressó dufti, matarsóda og salti

þeytið egg og vanilludropa í matvinnsluvél eða með handþeytara.  Blandið því við hveiti og púðursykurs blönduna.

Bætið hnetunum við og blandið vel saman,

Stráið hveiti á flöt og búið til tvo pulsulaga drumba úr deiginu.  (u.þ.b 25 cm langa og 5 cm í þvermál). Setjið þá á bökunarpappír á plötu og bakið í 35-40 mínútur.

Takið úr ofni og látið kólna í 10 mínútur.  Skerið í 2 cm sneiðar (eins og þið væruð að skera brauðsneiðar) og leggið þær aftur á plötuna og bakið á sitthvorri hliðinni í 15 mín á hvorri hlið.

Kælið á grind.

Þá er komið að því að opna glugga númer tvö.

calendar02

The House By the Sea 

Jóladagatal…23

Þá er komið að því að telja niður til jóla.  Ég mun setja inn uppskriftir og föndur og annað sniðugt tengt jólunum næstu 24 daga og á hverjum degi munum við opna einn glugga í dagatalinu.

calendar

Ég ætla að byrja á þessari hugmynd sem ég sá á netinu, ótrúlega einfalt, ódýrt og flott.

konglar

Nánar um þessa góðu hugmynd hér sayyestohoboken.com.

Þá getum við opnað fyrsta gluggann. Fundu ekki allir glugga númer eitt? Veii.

calendar01

 

foodblogger
%d bloggers like this: