Kjúklingasúpa fyrir sálina…og ónæmiskerfið

Næringarík súpa þegar maður þarf búst fyrir ónæmiskerfið. Ég notaði sittlítið af hverju, t.d eina papriku, 2 gulrætur, 3 sveppi, 2 skallott lauka,smá sellerí, 3 hvítlauksgeira og ca 3 cm bút af engifer og túrmerik. Einnig er hægt að nota túrmerik krydd. Magnið hér skiptir ekki öllu, ágætt að nota það sem til er í ísskápnum og grænmeti eftir smekk.

  • Úrbeinuð kjúklingalæri
  • Salt
  • Pipar
  • 1/2 sítróna (kreist)
  • Gulrót
  • Sveppir
  • Paprika
  • Skallott laukur
  • Vorlaukur
  • Sellerí
  • Hvítlaukur
  • Engifer
  • Túrmerik
  • Núðlur eða pasta

Ég eldaði súpuna í Instant Pot. Set pott á Sauté stillingu og set í pottinn olíu, kjúkling krydaðan með salti og pipar og sauté-a hann, svo grænmetið, sítrónu, engifer, túrmerik og hvítlauk. Þetta tekur um 5 mínútur.

Slekk á pottinum. Bæti við 1 líter af vatni. Set á Pressure Cook stillingu og set tímann á 7 mín, og svo 5 mín í natural release. Slekk á potti.

Bæti við núðlum, eða í þetta sinn organic spaghetti sem var alveg ótrúlega gott. (Ég er nefnilega yfirleitt þannig að núðlur eiga heima með asískum mat og spaghetti ítölskum).

Ég stillti pott á Pressure Cook á ný, í þetta sinn 3 mín og svo 5 mín natural release.

PASSIÐ YKKUR ALLTAF ÞEGAR ÞIÐ LOSIÐ VENTILINN AÐ BRENNA YKKUR EKKI Á GUFUNNI.

Þar sem þetta var eldað sem krakkavænn réttur þá bar ég fram sterkan og ferskan íslenskan chili á kantinum, ásamt fersku kóríander og smá afgangi af sýrðum rjóma með graslauk. .Ég notaði ekki kókósmjólk í þetta sinn en það væri líka hægt ef leitast er eftir rjómakenndari áferð.

Ef rétturinn er eldaður í potti, þá er byrjað á að sauté-a kjúkling, svo grænmeti og krydd, vatni bætt við og látið malla í 40 mín eða lengur. Hægt er að setja núðlur eða pasta í pottinn og tíminn á þeirri suðu fer eftir tegund, pasta gæti þurft 20 mín, hrísgrjónanúðlur um 5 mín. Hægt að sjóða það í sér potti líka.

Ég nota aldrei súpukraft, finnst alveg nóg bragð af því sem kemur við suðu.