Nokkurskonar Mung bauna dhal með perlubyggi

Mung baunir og Perlubygg er match made in Heaven.

Samkvæmt Ayurveda eru linsubaunir og grjón sérstaklega góð blanda, til að googla það frekar er hægt að leita eftir orðinu “ KITCHARI”.

Perlubyggið sem ég notaði er íslenskt frá Vallanesi og er alveg einstaklega gott. (Fæst víða)

Ég sauð þessa uppskrift saman  on the fly og þetta var alveg svakalega gott.  Það er ekkert heilagt við hlutföll finnst mér, ég notaði sirka 200 g af mungbaunum og svipað af byggi sem ég sauð í sitthvoru lagi.  Tómatarnir geta verið 1, 2 eða 3 og paprikan hálf eða tvær… svo mætti smátt skera nýuppteknar íslenskar gulrætur… Mung baunirnar og perlubyggið er grunnurinn sem hægt er að leika sér með.

All-focus

Nokkurskonar Mung bauna dhal með perlubyggi

  • Mung baunir, soðnar með smá salti
  • Perlubygg, soðið með smá salti
  • olía eða Ghee
  • Turmerik
  • Kardimommur
  • Ferskt ginger
  • Hvítlaukur (eitt rif eða eftir smekk)
  • Chilipipar (ef vill)
  • 1 Paprika
  • 2-3 tómatar
  • Kókósmjólk
  • Mynta, ferskt
  • Kóríander, ferskt

Meðlæti

  • Avocado
  • Fedaostur, kubbur, ekki í kryddlegi
  • Ferskt kóríander

 

Setjið túrmerik, kardimommur, ferskt ginger, smá hvítlauk, chilipipar (ég notaði sterkan, ferskann og lítið af honum) út í olíuna.

Því næst bæta út í meðal smátt skorinni papriku, perlubyggi, mung baunum, skornum tómötum.  Malla til að mýkja papriku.

Svo bætti ég við 3-4 laufum að myntu og góða lúku af kóríander

Að lokum 1/2 – 1 dós kókósmjólk, malla í einhverja stund.  Ég var eflaust með þetta í pottinum í sirka 20 mín.

Salt og pipar eftir smekk

Borið fram með avovado, kóríander og fetaosti.

Untitled-Artwork-02

Ég er Chili / Chile fan og notaði habanero.  Ef þið eigið góðan jalapeño með smá  “bite þá myndi það passa vel við.

…hotter the better… en þá líka í réttu magni, svo að bragðið njóti sín

 

All-focus

©Soffía Gísladóttir 2019