Húsið við sjóinn

Foodwaves

Category: Foodwaves

Brilliant réttur fyrir litlu frosnu rækjurnar sem maður á stundum í frysti…

Einstaka sinnum á ég poka af frosnum rækjum í frysti, mér dettur sjaldan nokkur í hug í hvað ég get notað þær nema þá í rækjusalat með mæjónesi.  Þar til um daginn, þá var ég að ráfa um netið og satt niður á svo girnilegan rétt, en þar var reyndar notaðar einhverjar fínar hráar rækjur.

Ég ákvað því að heimfæra þennan rétt upp á gömlu góðu mæjónesrækjurnar og hann endaði á að smakkast dúndur vel.

Þessi réttur hljómar kannski undarlega en ég segi það og skrifa, þetta var ofboðslega gott.

djúpsteikt rækjubrauð

Djúpsteikt rækjubrauð

 • Brauðsneiðar án skorpu, franskbrauð t.d eða annað hvítt brauð
 • 1/4 poki frosnar rækjur
 • Vorlaukur, 1 eða 2
 • 1 egg
 • Salt og pipar
 • Ferskt rifið engifer, 2-3 msk
 • Sesamfræ
 • Olía til steikingar

Skerið brauðið í þríhyrninga, eins marga og rækjumaukið dugar á.  Ef þið eruð með formbrauð skerið skorpuna frá og brauðið í 4 ferhyrninga.

Blandið saman í blender eða matvinnsluvél rækjum, einu eggi, engifer, salti og pipar.  Maukið. Setjið maukið í skál og blandið við það smátt skornum vorlauk.

rækjumauk

Smyrjið þessu á þríhyrningana, um það bil 1 matskeið á hvern þríhyrning.  Stráið yfir þá sesamfræjum, svörtum (ef þið eigið til) og ljósum.

Djúpsteikið í 1 mín með rækjuhliðina niður fyrst.  Snúið sneiðunum  við og steikið í 1/2 – 1 mín til viðbótar.  Leggið á eldhúspappír til að þerra mestu olíuna.

rækjumauk

Ég prófaði líka að setja maukið í hrísgrjónapappír og djúpsteikja, það var einnig mjög gott.

bodskort

Nú er ég á fullu að undirbúa sýningu, en ég verð með opnun á fimmtudaginn milli 17.00-19.00 og allir eru velkmomnir.

Sýningin er í Skotinu hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 6.hæð.  (Sama hús og Borgarbókasafnið).

Advertisements

Kanadískt og japanskt fjúsíon = KanPan

Ég var hálf andlaus í eldhúsinu og gat ekki tekið ákvörðun um hvað mig langaði að elda.
Það var til spínat og nautahakk, það voru svona hráefni sem ég ætlaði að nota.
Ég bað kærastann um að nefna tvö lönd og svo myndi ég elda eitthvað út frá því í anda þessara tveggja landa og “fjúsíona” þeim saman í einn rétt.

Ég hélt að það myndi auðvelda mér lífið og var eiginlega búin að sjá fyrir mér að hann segði Ítalía og Grikkland eða eitthvað álíka.  En nei, hann valdi Kanada og Japan.

Þetta var ekki beint að auðvelda mér matreiðsluna, en þetta var skemmtileg áskorun og hugurinn fór á flug.

Í fyrsta lagi, KANADA, hver í ósköpunum er samnefnari kanadískrar eldamennsku.
Reynslan sem ég hef er pöbbamatur, allt djúpsteikt, hamborgarar, beef dip samlokur sem er roastbeef samloka sem þú dýfir í einhverskonar soð.
Ég ætla að tileinka annarri færslu þeirri uppskrift fljótlega, það er alveg komin tími á Beef dip!
En ég er að miða við því sem ég kynntist þegar ég bjó í litlum indíána og kúreka bæ sem heitir Kamloops. Það eru allt aðrir straumar í t.d Vancouver og ég tala nú ekki um ef þú ferð til Halifax, Kanada er stórt land með mikið af fólki, og íbúarnir eiga ættir sínar að rekja til ýmissa landa, til dæmis víða frá Asíu, Úkraínu og Rússlandi, Íslandi auðvitað, Bretlandi og svo mætti lengi telja.

Maple sýróp er stór útflutningsvara Kanada.  Ég lumaði á flösku og það var ekki spurning að ég ætlaði að nota það í þennan rétt.

Svo má ekki gleyma indíánum, þeim sem hafa búið þarna hvað lengst. Þeirra matarmenning er áhugaverð. En ég ákvað að fara ekki út á þá stefnu að þessu sinni. Heldur tók ég pöbbamatinn á þetta með Vancouver yfirbragði.

JAPAN.  Fyrsta sem mörgum dettur i hug er sushi. Það var það sem ég hugsaði. Ég leit í hillur og skápa og skoðaði hvaða hráefni ég ætti sem tengdust japanskri matargerð.
Ég fann sesame fræ, engifer og soya sósu.

Og án þess að ofhugsa dæmið þá dembdi ég mér í matargerð

KanPan
KanPan ( 4 snittur)

100 g nautahakk
1-2 rif hvítlaukur
1-2 cm bútur engifer
1-2 tsk Soya sósa
Lúka af sesamfræjum
Baguette, 4 sneiðar (ég notaði ítalskt ólífu baguette frá Mosfellsbakarí)
Salt
Pipar
Spínat, 4 lauf
3-4 msk rifinn ostur (ég notaði brauðost því ekkert annað var til)

Sósan
Sýrður rjómi, 2 msk
Maple sýróp, 1 msk
Salt, ca 1-2 tsk

Blandið saman í skál nautahakki, sesamfræjum, soyasósu, rifnum hvítlauk og rifnum engifer.  Ég notaði grófari hliðina á rifjárninu til að rífa hvítlaukinn og engifer.
Saltið og piprið.  Mótið úr þessu 4 litla hamborgara, í stærð sem passar ofan á snittubrauð.

Steikið hamborgarana upp úr smá olíu.

Sósan:  Blandið saman sýrðum, sýrópi og salti, hrærið vel saman.

Hitið baguette sneiðarnar á pönnunni sem þið steiktuð hamborgarana. Setjið ostinn ofan á aðra hliðina
á brauðinu á meðan þið steikið hina til að hann bráðni aðeins.

Setjið spínatlauf ofan á brauðið og svo borgarann.  Dreifið úr smá sósu ofan á borgarann.  Borðið strax á meðan þetta er heitt og gott.

Mér hefði aldrei dottið í hug að setja soya í nautahakk, en það svínvirkar!  Þetta er það skemmtilega við svona áskoranir, maður prófar nýja hluti.

Páskadagur, óvenjuleg eldamennska

Glaða sól, brjálað rok, haglél. Þetta veður þennan dag sem þetta var skrifað var með eindæmum. Það blæs og hvín og hafa fjölskyldumeðlimir sofið værum lúr í allan dag, enda svæfandi að heyra hvernig vindurinn leikur um húsið. Svona á þetta að vera í sveitinni.

Og á meðan laufin sváfu lá ég, spaðinn,  í matreiðslubókum og skrifum, og henti í einn rétt sem ég beið spennt eftir að geta klárað þegar fólkið mitt vaknaði.  (Hér var ég að vitna í snilldar frasa úr gömlu áramótarskaupi, á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka…)

Og svo fór að ganga á byrgðir. Engin ostur til né hvítlaukur og það er það sem ég helst tók eftir að mig langaði að grípa í.

hakk

Þetta er ekki kokteilsósa

Ég var með hrísgrjónapappír sem mig langaði að steikja en var ekki með nákvæma hugmynd um fyllingu, svona miðað við það sem til var, steikt nautahakk, paprika, agúrka… eitthvað svoleiðis… og svo var til svakalega góð sterk chili sósa.

Úr varð að ég tók steikta nautahakkið, setti það í pott með smjöri, myntu, fersku rifnu engifer og sveppum. Ég leyfði þessu malla við vægan hita í smá stund.

Þá tók ég hrísgrjónablöðin, bleytti þau, lét þau standa í eina mínútu á viskastykki og setti nautahakksfyllinguna á þau og rúllaði þeim upp svipað og vorrúllur.

Ég steikti rúllurnar í örfáar mínútur í olíu á pönnu.

Með þeim bar ég fram sýrðan rjóma sem ég hafði hrært við Sriracha chili sósu. Ég held að það sé hægt að fá hana þessa í austurlensku búðunum. Sósan leit út eins og kokteilsósa þegar ég hrærði chili sósunni saman við sýrða rjómann, og þegar kærastinn sá réttinn sagði hann, NEI! Kokteilsósa. Þannig að rétturinn ber nafnið “Þetta er ekki kokteilsósa”.

Svo skar ég niður agúrku og kreisti yfir hana lime, smátt skorna myntu og salt.

Og hvernig smakkaðist þetta svo….super duper ljómandi vel!

Fimm daga veisla, dagur eitt…

Ég ákvað að versla ekki í páskamatinn þetta árið. Venjuleg ferð í matvörubúð kostar mig alltaf 15.000 kall plús þannig að ég hefði eflaust endað með 25.000 kr matarinnkaup að miiiinnsta kosti.

Því ákvað ég að kaupa helstu nauðsynjar (7000 kall) og elda úr því sem til væri. Og ekki nóg með það heldur fórum við í sveitina svo það til var var það sem rúmaðist í einum bláum IKEA poka.Ég semsagt gramsaði í eldhússkápunum heima og týndi til það sem mér þótti spennandi og lét það duga.Og hingað til hefur engin soltið, það er búið að vera veisla á hverjum degi síðan á fimmtudag.

Fyrsta daginn okkar í sveitinni fórum við að týna krækling. Úr varð kræklingaveisla tvo daga. Annarsvegar strax eftir að við komum heim úr kræklingatínslu og hinsvegar á laugardagskveldi er við buðum bóndanum og frú af næsta bæ í léttan kvöldverð.

Byrjum á byrjuninni, fimmtudeginum.

Þá var okkur boðið í mat til vina. Þar var nóg til af mat og elduðum við smárétti eftir hentisemi. Þetta er langskemmtilegustu matarboðin sem ég fer í þar sem borið er fram nokkrir smáréttir og hver og einn eldar eins og honum langar úr því sem til. Þetta hentar vel fyrir þá sem hafa gaman að því að elda og langar í smá “challenge”.

sesame kjúklingur

Kjúklingabitar með sesam, sýrópi og soya

Að þessu sinni varð úr 7 rétta veisla með frábærum eftirrétti, sem var þó ekki síðasti rétturinn, eftirréttamilliréttur…

Á boðstólnum var:

 • Kjúklingabitar með sesame, sýrópi og soya.
 • Nautaframhryggsbiti, létt steiktur á grillpönnu borin fram á baguette með rauðlaukssalsa og klettasalati
 • Humar steiktur með sterkri thai chili sósu, kláraður í hvítvínssósu með rjómaosti og vorlauk
 • Tikka masala kjúlingur í hrísgrjónapappír með mango chutney og raita
 • Lambafille með blómkálssósu og sætri kartöflu.
 • Perur í karamellulegi með rjóma og myntu
 • Maís tortillameð nautakjöti í Chilpotle Adobo sósu

Og stiklum nú á stóru í þessari upptalningu.

nautakjöt

Nautaframhryggsbiti með rauðlaukssalsa

Rauðlaukssalsa

Grillið rauðlauk á grillpönnu (skerið hann þá í fernt t.d ) eða setjið hann heilan í ofn.  Skerið smátt og maukið með sýrðum rjóma og salti og pipar.

Blómkálssósa
Blómkálið fór afskaplega vel með lambinu.  Einfalt meðlæti sem gerir mikið réttinn.
Sjóðið blómkál með vatni og jafnvel smá mjólk.  Saltið og piprið. Sigtið vatnið frá.  Bætið við klípu af smjöri við blómkálið.  Farið með töfrasprotann ofan í pottinn og maukið blómkálið mjög vel.  Ef  það er mjög blautt sígið þá vökvann frá með að láta hann renna í gegnum viskastykki.
Tikka Masala
Ég keypti tikka masala krydd í New York, mjög gott krydd.  Ég marineraði kjúklinginn með kryddinu og ab mjólk.  Steikti hann svo á pönnu með smá tómötum í dós.
Svo vafði ég honum inn í hrísgrjónablöð.  Það var skemmtilegt tvist.  Mæli með að þið leikið ykkur með svona hrísgrjónablöð, rice paper.  Þau fást í flestum matvöruverslunum.

Chilpotle in adobo sauce dósin vígð!

Ég næ að skrifa þessa færslu á meðan dóttirin leikur sér með kúrekastígvélin mín og frostpinna…eða ekki, frostpinninn er komin ofan í stígvélin..brb

Fyrsti rétturinn sem var eldaður var með chilpotle-inu var mjög beisik.

chilpotle

Baunastappa með Chilpotle in adobo sauce

 • Mixed beans frá biona organic (fæst víða)
 • 2 tsk sósan frá Chilpotle in adobo sauce dósinni
 • 1 hvítlauksrif

maís mjöl

Tortillur úr maís hveiti

 • Maíshveiti
 • vatn
 • salt

Gerið deig, mótið úr því litlar kúlur, fletjið kúlurnar út með því að setja þær á milli tveggja smjörpappírsblaða og þrýsta ofan á þær með t.d litlu skurðbretti.

Tómatsalsa

 • Tómatar
 • Maís úr dós
 • Ananas úr dós
 • Salt
 • Pipar

Maukið allt saman í matvinnsluvél, frekar gróft samt.  Hlutföllin hér eru ekki svo nákvæm, ég notaði 2 tómata, eina ananas sneið og 3 msk maísbaunir, smá salt og pipar.

chilpotle

Ég hef ekki séð chilpotle in adobo sauce hér heima, en þetta er í svo mörgum  uppskriftum sem ég hef verið að lesa og mig hefur langað að smakka hana, en ég er mikið fyrir chile af öllum stærðum og gerðum.

Ég keypti þrjár dósir (þetta er í niðursuðudósum) og nú er að finna eitthvað af þessum uppskriftum. Ein sem ég man eftir í fljótu bragði er að gera kalda sósu með mæjónesi.

Það er víst hægt að búa til svona frá skrats, hef ekki prófað það en það má gúggla Chilpotle Adobo sauce Recipes.

Ég fann þessa linka sem ég ætla að kíkja betur á:

http://www.inspiredtaste.net/3506/agave-salmon-burgers-with-chipotle-mayonnaise

http://www.bigoven.com/recipe/15956/adobo-sauce

http://patismexicantable.com/2011/02/chipotle-chiles-in-adobo-sauce.html

http://www.grouprecipes.com/108319/chipotles-en-adobo-chipotles-chili-in-adobo-sauce.html

http://www.cheftalk.com/forum/thread/31924/wanted-adobo-sauce-recipe

Og víkjum okkur að listum.  Vinkona mín, Rakel Mcmahon, er með skemmtilegan gjörning á Sequence hátíðinni, hann er að Grandagörðum 16 og í dag er síðasti sýningardagur.  Mæli með því að kíkja þangað í sunnudagsbíltúrnum, þar eru líka fleiri ungir og hæfileikaríkir listamenn að sýna.

mcmahon

Hvað er hófdrykkja?

Ég get sagt ykkur allt um það.  Ég fór í heimsókn á heilsuhælið síðasta sumar og datt inn á bókasafnið.  Þar greip ég niður í bók um heilsusamlegt líferni og rakst á skilgreiningu á hófdrykkju, og hér kemur hún.

Mér finnst þetta stórskemmtileg skilgreining.

Hófdrykkja:  Eitt glas á dag.  Ekki fleiri en sjö glös á viku, þó aldrei fleiri en þrjú á dag.

 

Ég splæsti á mjög flott vín í gær, Chateau Michelle frá Bandaríkjunum. Svínvirkaði með Manchego og öðrum góðum ostum.

italian meatballs

Italian meatballs in Spain (fyrir 2 sem smáréttur)

 • Nautakjöt  (innra læri)
 • 1 rif hvítlaukur
 • 1-2 msk haframjöl
 • 1 msk smjör
 • Salt og pipar

Smjörið brætt, hvítlaukur steiktur í smjörinu, haframjöli bætt við, setti í blender með hráu kjötinu.  Salt og pipar eftir smekk.

Búið til litlar kjötbollur og steikið.

Sósa:

 • 1 tómatur
 • 2 msk Pizza/pasta tomate sause úr dós frá Eden
 • Salt og pipar
 • 2 msk rjómi
 • Soðið af pönnunni
 • Maple sýróp, 1 tsk eða svo

Mallað í pottinum í augnablik. Blandið saman við kjötbollurnar.

Berið þær fram á snittubrauði sem er ristað í ofni með smá smjöri og hvítlauk og rífið smá parmasen ost yfir.

 

200 g nautainnralæri, 3 réttir = vá snilld, sjúklega gott…

Fullt hús fyrir síðasta réttinn.  Þó voru fyrstu tveir afbragðsgóðir. Ég gerði quesadillas fusion, chile con carne meets quesadillas.

Við semsagt höfðum Foodwaves í kvöld.  Ég fór í búð og verslaði 200 g af nauta innralæri, mangó, sesamfræ og vorlauk.  Og svo var notast við það sem til var.

Fyrsti rétturinn var naut í asískum búningi, kærastinn var næstur og gerði naut í ítölskum búningi með spænsku ívafi og að lokum kom ég með quesadilla.

Ég ætla að byrja á að segja ykkur frá þeim rétti.  Allir réttirnir sem við eldum eru smáréttir og því er magnið smátt, matskeið hér, teskeið þar.

quesadillas

Chile con carne meets  quesadillas (smáréttur fyrir 2)

 • Maískólfur, soðinn, 1/2 stk
 • Svartar baunir í dós, 2-3 msk
 • Mangó, ferskur, 4 msk
 • Rauðlaukur, smátt skorinn, 2-3 msk
 • Þurrkaður chile, 1/2 tsk, eða eftir styrkleika hans
 • 1 hvítlauksrif
 • Salt og pipar

 

Allt steikt á pönnu í smáolíu. Skiljið smá eftir af maískólfinum sem þið skerið af og skreytið með (sjá mynd)

 • Brauðostur, gouda 17 % , rifinn, ca 4-6 msk
 • Sýrður rjómi, 1-2 msk
 • 1-2 sneiðar niðursoðinn jalapeno
 • Salt
 • Tortilla  kaka, skorin í 8 parta

Öllu hrært saman og smurt á 4 parta af tortilla kökunni

 • Nautakjöt, innra læri, 50 g
 • Vorlaukur, smátt skorinn

 

Steikið kjötið upp úr olíu eða smjöri, setjið í skál og dreifið vorlauk yfir og smá salti.

quesadillas

Setjið grænmetis-mangó blöndu á hina 4 parta af tortilla köku, dreifið kjöti og vorlauk yfir og smá osti.  Setjið í ofn ásamt rest af maískólfi og tortillakökunum með ostablöndunni þar til ostur bráðnar.

quesadillas

Dreifið svo ferskum smátt skornum vorlauk yfir allt áður en þið berið réttinn fram.

 

Með þessum rétti var borið fram Montana frá Nýja Sjálandi.  Virkilega ferskt og gott vín.

 

Rauðvín og humar eða þrif og brauðsneið?

Þá fann ég loksins “gott” tilefni til að drekka fínu rauðvínsflöskuna mína.  Ég var búin að þrífa í rúmar 20 mínútur þegar klukkan var að ganga 21.00 og ég var orðin svöng.

Þannig að í staðin fyrir að fá mér brauðsneið og halda svo áfram að þrífa, þá opnaði ég rauðvín og eldaði humar með hvítlaukssósu.

Draslið og skíturinn fór ekkert (bættist bara við hann með uppvaski og tilheyrandi eldamennskusóðaskap) en humarinn og rauðvínið hurfu, sælla minninga.

Vínið sem um ræðir er portúgalskt, 2003, Portal Grande Reserva.

Þetta var ótrúlega gott vín, alveg hverrar krónu virði.   Passaði meir að segja ágætlega með humrinum.  En ég myndi samt ekki sérstaklega ráðleggja fólki að drekka þetta vín með humri.  Næst mun ég hafa baguette, góða ólífuolíu, manchego og einhverja góða pulsu.

Ég er búin að bíða eftir tækifæri til að opna þessa flösku, og var einnig með væntingar.  Ég er því ánægð að hún stóðst væntingar..

Ég smakkaði einnig eitt glas af Santa Cristina frá Ítalíu eftir að við kláruðum Potrúgalann.  Afsökunin er sú að mig langaði að sjá hvernig ódýrara vín plummaði sig við hliðina á svona kraftmeira víni og ég verð að segja að það var flott!  Þannig að ég ætla að kaupa mér Santa Cristina fyrir helgina.

Humar er skemmtilegur réttur í tapasveislu.  Hér er uppskrift af einum með mangó og sweet chili sósu.  Mangó fer með vel með humri.

humar

Humar með mangó og sweet chilisósu

 • Humar
 • Brauðrasp
 • Sweet chili sósa
 • Mangó

Setjið humar í eldfast mót eða á bökunarplötu.  Dreifið yfir hann brauðraspi, helst heimagert og blanda t.d við  það hnetum eða e-ju góðgæti) og bakið í ofn á um 200°c þar til hann er eldaður (kannski 8 – 10 mínútur, fer eftir stærð humars)

Dreypið yfir smá sweet chili sósu og fremur smátt skornum ferskum mangó.

Fagur fiskur á salatbeði

Síðastur í eldhúsið í þessu Foodwaves ævintýri var Halli.  Hann fann ýsu í frystinum og henti fram einum klassískum Halla rétti sem klikkaði ekki frekar en fyrri daginn.
Ég á ekki mynd af réttinum, læt þennan fallega hvítlauk koma í staðin…
Fagur fiskur á salatbeði
 • Ýsa
 • Sveppir
 • Vorlaukur
 • Hvítvín
 • Rjómi
 • Smjör
 • Hvítlaukur
 • Salt og Pipar
 • Parmasen
Sósan löguð í potti úr sveppum, vorlauk, hvítvíni, rjóma, smjöri, salti og pipar.
Ýsan sett í eldfast fat og sósunni helt yfir.  Bakað í ofni þar til ýsan er elduð í gegn.  Skreytt með parmasen.

Misuna Passion salat

Hér er svo þriðji rétturinn í foodwaves.  Þá var komið að mér að elda eitthvað.
Ég get algjörlega mælt með þessum rétti.  Granateplið og möndluRnar voru að dansa saman og passion ávöxturinn smellpassaði með þessu öllu.  Fullt af skemmtilegheitum fyrir bragðlaukana.
 passion ávöxtur
Misuna Passion salat (fyrir 2)
 • 1 Baguette
 • Kryddleginn mossarella
 • 2 Passion ávextir
 • Mizuna salat
 • 1 Granatepli
 • 1/2 Grilluð paprika í strimlum
 • Hálfur poki möndlur
 • Ólífuolía
 • Maldon salt
Kljúfið Baguette langsum og skerið í tvennt (miða við hálfa baguette á mann) og fyllið með mizuna salati, mossarella og gumsinu innan úr passion ávextinum.
Grillið í rifluðu samlokugrilli.
Ristið möndlur á pönnu og bætið við fræjunum innan úr granat epli og hitið smá. Blandið saman við Mizuna salat og saltið vel með Maldon salti og dreypið vel yfir með góðri ólífuolíu.
Berið fram með samlokunni.
Lokahandbragðið fólst í góðri ólífuolíu og slatta af henni ásamt grófu Maldon salti.
salat
granatepli
%d bloggers like this: