Húsið við sjóinn

Foodwaves

Category: Kökur og annað sætt

Jólalegur Kókosdesert og Vetur Konunungur í Kjósinni

 

kokosdesert

Jólablað Fréttablaðsins kom inn um lúguna í morgun, þar gef ég lesendum  uppskrift af brakandi ferskum eftirrétti sem hentar vel eftir þunga jólasteik og allt meðlætið.

kokosdesert

Kókosdesert með ferskum hindberjum

  • 400 ml kókosmjólk í dós

  • 30 g kókosmjöl

  • 120 g sykur

  • 3 gelatin blöð

  • 400 ml rjómi

  • 2 msk ferskur sítrónusafi

  • 10 g vanillusykur (eða 1 tsk vanilludropar) 

Kókosmjólk, kókosmjöl, sykur, vanillusykur og sítrónusafi sett í pott og fengin upp suða.  Takið pott af hellu og látið standa í 5 mín.

Setjið kókosmjólkurblönduna í skál og bætið gelatíni við og hrærið því vel saman við, látið kólna í 40 mín.

Þeytið rjómann og blandið honum saman við herlegheitin. 

Kælið inn í ísskáp í a.m.k 2 klst.

Berið fram með rifsberjasósu eða einhverri góðri berjasultu. Svo má skreyta með rifnu góðu súkkulaði og ferskum berjum, t.d hindberjum.

 kokosdesert

 Hér er einföld uppskrift að góðri sultu.

hindber

Skógarberjasulta

 

  • 2,4 dl blönduð ber (frosin) ég notaði berjablöndu, jarðaber, hindber, bláber ofl.

  • 1 dl sykur

  • 1/2 dl vatn 

 

Allt sett í pott og leyfið suðu koma upp.  Látið þá malla við meðal hita í 10 mín.  Setjið sultuna í skál og leyfið henni að kólna.  Ef þið viljið hana hana maukaða þá skellið þið henni í blender (eða maukið með töfrasprota).

IMG_3170

IMG_3272

IMG_3365

Það var asni kuldalegt um að litast í Kjósinni um daginn.

Brauðterta með reyktum laxi og rjómaosti

Ég bjó til brauðtertu fyrir eins árs afmæli sonar míns. Þegar maður er svona ungur þá er ekki í boði að háma í sig súkkulaðiköku þannig að ég ákvað að gera köku sem hann gæti fengið smá smakk af.

Í þessari uppskrift maukaði ég saman reyktum lax og sýrðan rjóma, að sjálfsögðu heimagerður sýrður rjómi. Maður smyr svo rjómaosti utan á brauðtertuna, en rjómaostur og reyktur lax passar svo vel saman.

Uppskriftin kemur upphaflega frá tímaritinu Saveur. Ég ákvað að nota brauðtertubrauð sem fæst út í búð en einnig er hægt að baka sitt eigið brauð og skera það í sneiðar, langsum.

Þetta endaði á að vera hin glæsilegasta terta og sómaði sér vel á hlaðborðinu og ekkert er til fyrirstöðu að stinga einu eða fleiri kertum á þessa brauðtertu ef það er afmælisbarn á staðnum sem vill blása.

01terta

Laxamauk:

  • 400 g reyktur lax

  • 100 ml mæjónes

  • 100 ml rjómi

Blandið saman reyktum lax, mæjónesi og sýrðum rjóma í blender eða matvinnsluvél.

Rjómaostablanda:

  • 300 g rjómaostur

  • 300 ml sýrður rjómi

  • 1 tsk salt

  • 1/2 tsk svartur pipar

Blandið saman rjómaosti og sýrðum rjóma með gaffli. Kryddið með salti og pipar.

Sinnepssósa:

  • 1 1/2 msk sykur

  • 1 1/2 msk Dijon sinnep, við stofuhita

  • 1 1/2 msk sætt sinnep, við stofuhita

  • 1/2 tsk salt

  • 100 ml góð ólífuolía, við stofuhita

Hráefnið í sinnepssósuna þarf að vera við stofuhita svo það skilji sig ekki. Blandið öllu saman og hrærið því vel saman t.d með gaffli.

Álegg milli laga og ofan á tertu:

  • 400 g reyktur lax

  • 2-3 soðin egg

  • 1/2 agúrka

  • Romaine salat

  • Steinselja, með flötum laufum

  • Smjör, 2-3 msk

02terta

Fyrsta lag:

Smyrjið laxamaukinu á brauðtertubrauðsneið og þekið svo með agúrkusneiðum.

03terta

Annað lag:

Smyrjið smá smjöri á næstu brauðtertusneið. Leggið svo laxasneiðar ofan á brauðsneiðina. Geymið nokkrar sneiðar til að skreyta tertuna. Smyrjið sinnepssósunni yfir laxasneiðarnar.

04terta

Dreyfið salati yfir laxinn og sinnepssósuna.

Gerið fyrsta og annað lag til skiptist miðað við hversu mörg lög þið viljið hafa, ég var með 5 sneiðar og því tvö lög af hvoru.

05terta

Nú kemur að því að draga fram listamanninn í ykkur. Ég skreytti með soðnu eggi sem ég skar í sneiðar, reyktum laxi, rækjum og steinselju. Þessi með flötum laufum kemur fallega út.

Byrjið á því að smyrja rjómaostblöndunni á allar hliðar kökunnar, svipað og ef þið væruð að smyrja köku með smjörkremi.

06terta

Ég bjó til rósir úr laxinum, það er mjög auðvelt, maður einfaldlega rúllar upp þunnum laxasneiðum.

07terta

Ég átti afgang af brauðtertubrauði og laxamaukinu og bjó til þríhyrningssamlokur úr afganginum.

08terta

Daginn eftir í blíðviðri fórum við í bíltúr um nágrenni okkar í Hvalfirðinum og enduðum á Bjarteyjarsandi. Þar er lítið notalegt kaffihús, það fannst geitinni.

10terta

Bókaskápurinn:

Nú er ég að lesa bók eftir Michael Moss sem heitir Sugar, salt, fat:How the Food Giants Hooked Us

Ég mæli eindregið með þessari bók, hún fæst einnig fyrir Kindle.

Vatnsdeigsbollur

Ég valdi af handahófi nokkrar vatnsdeigsbolluuppskriftir af netinu til að bera saman ásamt uppskriftum frá mömmu og tengdó sem hafa bakað sínar bollur í tööööttöguogfimm ár (eða kannski nær 45 árum).  Uppskrift frá Cafe Sigrún fær að fljóta með því það eru svo margir í spelt – agave – kókósolíu pælingunni.

bollur

Leiðbeiningar við bakstur eru yfirleitt mjög svipaðar.

Sjóðið saman vatn og smjör (sykur og salt ef það er notað).  Bætið við hveiti í pottinn og hræra því kekklaust saman við. Sumir hafa pottinn á hellunni á meðan þeir hræra í hveitið aðrir taka pott af hellunni á meðan.

Setjið deigið í hrærivél

Hrærið við eggjum, einu í einu.

Deigið á ekki að leka, heldur halda lögun.

Og svo þarf að muna:

  • Það er alveg bannað að opna ofninn á meðan verið er að baka bollurnar
  • Hafa gott bil á milli þeirra  á plötunni
  • Betra of lítið af eggi en of mikið, hálft egg of mikið getur eyðilagt uppskrift

Smellið á myndina til að sjá hana stærri:

vatnsdeigsbolla

Leiðbeiningamiðstöð heimilina

Mosfellsbakarí

Pressan.is

Freisting.is

Mömmur.is

Cafe Sigrún

bolla

UPPFÆRSLA FRÁ RITSTJÓRA:

Ég var að smakka bollurnar hennar mömmu, bakaðar skv. hennar uppskrift sem má sjá hér að ofan.  þær heppnuðust vel og voru mjög bragðgóðar.  Get mælt með þeirri uppskrift.

Möndlu og 70 % súkkulaðikaka með döðlum

Dóttir mín átti afmæli og við heldum litla afmælisveislu í tilefni dagsins.  við ákváðum að “less is more”.  Það voru krakkar, kaka, kerti og blöðrur.  Fyrir henni var það hið fullkomna afmæli.

Ég á það til að fara fram úr sjálfri mér og gera roooosa mikið en í þetta sinn staldraði ég við og hugsaði, hvað borðar fólk og hvernig köku langar afmælisbarninu í.   Henni langaði í Dóru landkönnuðar köku.  NEI! Ég var ekki að fara að gera Dora the Explorer köku í fullri stærð úr fondant sem engum finnst gott.  Kökur eru til að borða ekki bara til að dást að…

Ég notaði Betty Crocker Devil´s köku,  mér finnst þær svo miklu betri en heimabakað og það er ekki eins og ég sé með hollustuna í fyrirrúmi hvort eð er.

Svo klippti ég út Dóru landkönnuðar pappadisk og setti fígúrur á grillpinna og stakk í kökuna.  Sú þriggja ára var rosalega ánægð og fondant smondant, kakan var góð.

Ég var þó næstum búin að klúðra þessu þegar ég setti stjörnuljós sem var búið að beygja eins og tölustafinn 3 á kökuna en engin kerti.  Þá sagði mín, “Ég vil fá kerti til að blása á! “. Ég átti sem betur fer kerti.

 

Note to self…  Þetta eru börn, það eru hefðir, höldum okkur við þær.  Héðan í frá verða alltaf kerti á afmæliskökum 🙂

hamborgarakaka02

Einu sinni gerði ég hamborgaraköku, það var samt alveg gaman.  Og reyndar var fondant bara inn í kökunni.

Heilsusamlega kakan kom úr uppskriftarsafni frá Ebbu Guðnýju skilst mér.  Ég fann uppskriftina hér.

döðlukaka

Möndlu og 70 % súkkulaðikaka með döðlum  

  • 1 bolli döðlur, (leggja ´ibleyti í smá stund)
  • 1 bolli möndlur
  • 120 g 70 % súkkulaði
  • 1/4 bolli sykur
  • 3 msk hveiti
  • 1 teskeið vanilludropar
  • 3 msk vatn (vatnið sem döðlurnar lágu í)
  • 2 egg
  • 1 tsk lyftiduft
Blandið öllu saman.  Ég saxaði möndlurnar og súkkulaði gróft, en það mætti líka setja það í matvinnsluvél.

Setjið blönduna í form og bakið við 150°c í 40 mínútur.  Berið fram með rjóma eða Ís.

Ég nota venjulegan sykur og hvítt hveiti (reyndar lífrænt og steinmalað en ekki spelt eins og upprunalega uppskriftin segir)

döðlukaka

Brownie í bolla- tilbúin á 4 mínútum

Ég varð nú bara að prófa þessa, ekki dýrt hráefni og tók  aðeins um 4 mínútur að gera.

Hráefninu í þessa súkkulaðiköku er skellt í bolla og öllu hrært saman.  Svo setur maður bollann inn í örbylgjuofn í 1 mínútu og 40 sek.

Þá er kakan tilbúin.  En hvort þetta sé besta súkkulaðikaka sem ég hef smakkað má deila um, en hún er alveg ágæt ef maður setur góðan slurk af ís ofan á hana.

Brownie í bolla 

  • 1/4 bolli sykur
  • 1/4 bolli hveiti
  • 2 msk kakó
  • 1/2 tsk salt
  • 3 msk ólífuolía
  • 3 msk vatn

Setjið þurrefnin í bollann.  Bætið við olíu og vatni. Hrærið vel saman. Setjið bollann í örbylgjuofn og bakið í 1 mín og 40 sek á high.

Takið bollann út úr ofninum, passið ykkur, hann er heitur… 🙂

Setjið ís ofan í bollann og borðið.

Dropa mína  í haf internetsins má finna m.a hér:

 Húsið við sjóinn

Húsið við sjóinn á facebook

Pinterest

Ristaðar möndlur

Það er hægt að gera svo margt með möndlur.  Rista þær, gera marsipan, möndlumjólk, möndlumjöl og svo má lengi telja.

Ég prófaði að rista nokkrar um daginn, það er ágætis maul.

Ristaðar möndlur 

  • 2.5 dl sykur
  • 7 dl möndlur
  • 1/2 dl vatn
  • 1/2 msk kanill (má sleppa)

 

Setjið sykur, vatn og kanil á pönnu.

Bætið við möndlum og hrærið öllu vel saman á meðalhita þar til sykurinn kristallast.

Takið möndlurnar af pönnunni og setjið á smjörpappír og leyfið þeim kólna.

Jarðaberja ávaxtarúlla – 1 hráefni …Jarðaberjasushi?

Ég prófaði að gera jarðaberja “fruit rolls”.  Þetta reyndar misheppnaðist hjá mér, held ég hafi smurt jarðaberjamaukinu aaaaðeins of þunnt á plötuna þannig að ég endaði með jarðaberjapappírsarkir. Ég held ég þurfi að prófa þetta aftur því þetta er ágætis hugmynd.

Ég sit uppi með pappírsþunnar rúllur sem eflaust er hægt að gera eitthvað við…þær líta út eins og Nori blöð, þannig að ég gæti gert jarðaberja sushi… hmm. Eftirréttajarðaberja sushi?

Hér er fín uppskrift sem greinilega heppnaðist mjög vel.  Ég ákvað að gera jarðaberja “fruit roll” og notaði bara jarðaber.  Maukið leit vel út og allt svoleiðis en ég áttaði mig ekki alveg á þykktinni sem maður smyr á pappírinn.

Ég læt þessa uppskrift flakka, og mæli með að þið kíkjið á linkinn með uppskriftinni hér fyrir ofan til að sjá hvernig á að gera þetta svo vel takist til.

Jarðaberja ávaxtarúlla

  • 2 öskjur fersk jarðaber

Maukið berin í blender eða matvinnsluvél.  Setjið maukið á  bökunarpappír á ofnplötu.  Passið að dreyfa ekki of þunnt úr maukinu (eins og ég gerði).  Það má eflaust vera góðir 3 mm á þykkt.

Bakið í ofni á lægsta hita (minn er á 50°c ) í 5 – 8 hita með örlitla rifu á hurðinni.

Ef þið viljið gera jarðaberjapappír þá dreyfið þið bara betur úr maukinu og hafið það fremur þunnt. 🙂

Bananaís – 1 hráefni

Og þetta eina hráefni mun vera…. BANANI.

Enn og aftur þegar maður dettur niður á einfaldar uppskriftir þá er ekki úr vegi að prófa þær. Þannig að ég fylgdi leiðbeiningum.

Bananaís

  • 3-4 bananar

Skar banana í sneiðar og frysti. Það tekur þá nokkra klst að frjósa almennilega.

Setti skornu bananana í matvinnsluvél og maukaði.  Það þarf að vera fremur þunnar sneiðar svo hnífarnir á vélinni ráði við að mauka bananana.

Eftir stutta stund voru bananarnir orðnir að hálfgerðu púðri sem svo tók fljótlega  á sig svona íslega mynd. Þannig að já, þetta leit út eins og ís.

Þetta er brilliant hugmynd sérstaklega til að gefa litlum börnum sem langa í ís.

Það eina sem ég myndi hafa í huga er að bera lítið fram í einu og geyma það sem ekki er borðað í frysti (eða kæli, eftir því hve fljótt á að borða þetta) því mér fannst þetta verða slepjulegt þegar það bráðnar, þá er þetta auðvitað bara orðið að bananamauki.

Hér eru svo endalausir mögur á skemmtilegum útfærslum.  Mér datt strax í huga að bæta við smá heimagerðri möndlumjólk og gera sjeik.

En í grunninn, ágætis aðferð sem vert er að prófa og þróa.  Og best af öllu, engin sykur!

Nutella smákökur og aðrar úr hnetusmjöri. – 3 hráefni

Eins og ég er nú að gera allt frá grunni þá er ég ekki heilagari en svo að ég keypti Nutella heslihnetusmjör í annað sinn á jafn mörgum mánuðum. (Það er oftar en á allri minni ævi). Í fyrra skipti til að eiga handa ungum næturgestum og í seinna skiptið þá hef ég verið að skoða einfaldar smákökuuppskriftir með Nutella sem mig langaði að prófa.

Loks lét ég verða að því að prófa að baka með Nutella.  Einhver uppskrift innihélt sykur og önnur ekki og ég ákvað að láta reyna að þessa sykurlausu þar sem Nutella er alveg nógu sætt fyrir, ca 60 g sykur í 100 grömmum.  Það þarf ekkert að ræða það frekar! Svo sá ég uppskrift sem var einnig með smjöri en það eru 30 g fita í 100 g.  Látum það duga!

Þá held ég að við séum búin að átta okkur á því að þetta er ekki það hollasta sem við látum ofan í okkur og getum hafði baksturinn.

Nutella smákökur 

  • 1 bolli nutella
  • 1 bolli hveiti
  • 1 egg

Öllu hrært saman.  Svo notaði ég hendur til að rúlla í kúlur sem ég flatti út með gaffli á bökunarplötu klædda smjörpappír.

Ég er Snickers aðdáandi og þar sem ég átti salthnetur þá muldi ég þær út í part af deiginu.

Bakist í ofni í 10 mín við 180°c.

Og fyrst þetta var svona einfalt þá var lítið mál að flækja hlutina aðeins.  Þar af leiðandi gerði ég svipaða uppskrift nema með hnetusmjöri.  Nema nú notaði ég sykur og egg.

Hér getur maður bakað með betri samvisku, sérstaklega ef maður minnkar sykurmagn.

Uppskriftin hljóðaði svona

Hnetusmjörs smákökur

  • 1 bolli hnetusmjör – Hreint hnetusmjör sem inniheldur bara hnetur!
  • 1 bolli sykur
  • 1 egg

Sama aðferð og með Nutella kökurnar. Bakist í ofni í 10 mín við 180°c.

Ég notaði þó mun minna af sykri.  Og hér er örugglega gaman að leika sér með að minnka sykur til muna og bæta frekar við súkkulaðibitum, góðu 70%.

Og að sjálfsögðu þá lét ég ekki staðar numið í tilraunastarfsemi og gerði nokkrar þar sem ég blandaði báðum smákökudeigum saman svo úr varð Nutella- hnetusmjörs smákökur.  Í nokkrar gerði ég holi og lét tsk af Nutella ofan í, hefði prófað súkkulaði hefði ég átt það.

Döðlukaka sem leynir á sér, borin fram með karamellusósu

Vinkona gaukaði þessari uppskrift að mér.  Ég veit að hún er smekkmanneskja á mat þannig að fyrst að hún mælti með henni þá vissi ég að þetta væri uppskrift sem ég þyrfti að prófa.

Og viti menn, þessi kaka, sem ég hélt að væri kannski of hversdagsleg fyrir afmælisboð sómaði sér vel sem eina afmæliskaka dagsins.

Hversdags eða spari, fábær uppskrift.

Döðlukaka með karamellusósu

  • 235 g döðlur
  • 1 tsk matarsódi
  • 120 g mjúkt smjör
  • 5 msk sykur
  • 2 egg
  • 3 dl hveiti
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 1 1/2 lyftiduft

Hitið ofn í 180°c

Setjið döðlur í pott og látið vatn fljóta yfir.  Leyfið suðu koma upp, slökkvið á hellunni og látið döðlur bíða í pottinum í 3 mín.

Bætið matarsóda saman við döðlurnar í pottinum.

Þeytið saman smjör og sykur

Bætið við eggjum, einu í einu.

Blandið við hveiti, salti og vanilludropum.

Setjið lyftiduft út í og 1/4 af döðlunum (sem þið hafið sigtað upp úr vatninu) og hrærið varlega saman.

Blandið að lokum afganginum af döðlunum út í.

Smyrjið kökuform, tvö lítil eða eitt stórt.

Bakið við 180°c í 30-40 mín.

Karamellusósa

  • 120 g smjör
  • 115 púðursykur
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 1/4 bolli rjómi

Setjið allt í pott og látið suðuna koma upp.  Lækkið hitan og látið krauma í 3 mín.  Hrærið í sósunni allan tímann.