Húsið við sjóinn

Foodwaves

Category: Grænmetisréttir

Svolítið ítalskur brunch

Það kom að því að hægt var að sitja út á svölum í glaða sól og góðum hita.  Ég notaði tækifærið og gerði svaka fínan brunch, einnig út af því að við erum að passa rosalega fín garðahúsgögn fyrir vini okkar og það var perfect dagur í gær að sjá hvort þau væru nothæf og viti menn, það verður hvert tækifæri nýtt út á svölum í sumar til að bjóða í brunch.

Það var eitthvað stórkostlegt við þennan rétt, kannski var það sólin og hlýja veðrið, kannski var það frábæru garðahúsgögnin eða Beronia, Reserva, sem var borin fram með réttinum.  Hvað sem það var þá mun ég geri þennan aftur því hann var að dansa!

Ég notaði það sem var til sem var:

egg

Spæld egg í tómatsósu 

 • Passata, tómatar í glerflösku, lífrænir frá Biona (sósa)
 • Paprika
 • Fersk basilika
 • Hvítlaukur
 • Parmasen ostur
 • Salt
 • Pipar
 • Oregano
 • Egg (eins mörg og þið viljið borða)

Ég skar papriku smátt, steikti í ólífuolíu  með hvítlauk, bætti viðtómatsósu og kryddi og lét malla smá.

egg

Svo braut ég 3 egg út í sósuna, þannig að eggin fljóta ofan á sósunni, þau þurfa ekki að snerta pönnuna.

ég setti lok á pönnuna til að eggin elduðust ofan á líka.

egg

Í lokin saxaði ég ferska basil og reif niður parmasenost sem ég stráði yfir.

Með þessu bar ég fram ofnbakað beikon og nokkurskonar rósmarín grissini stangir.

Lykillinn er að nota góða tómatsósu.  Mér finnst Passata frá Biona mjög góð.

Advertisements

Farro og cannellini með risarækjum

Ég fékk þó nokkrar frábærar uppskriftir eftir að ég var andlaus þarna um daginn.

Ég fékk eina uppskrift af Quinoa salati, sú sem sendi mér hana hafði fengið hana hjá öðrum bloggara, gert hana að sinni og nú tók ég hennar uppskrift og gerði að minni, því ég átti ekki Quino, en ég átti Farro, svo átti ég ekki svartar baunir heldur Cannellini baunir.  Það væri einnig hægt að nota bankabygg í staðin fyrir Farro, nú eða Quinoa.

Þið getið kíkt á uppskriftirnar og séð hvernig þær þróast og jafnvel  gert ykkar eigin útgáfu af minni uppskrift.  Ég líki þessu við hvísluleik, einn segir eitthvað orð og þegar sá síðasti í röðinni hvíslar orðið þá er það orðið að einhverju allt öðru…

Hér er upprunalega uppskriftin:
Mango and Avocado Quinoa Salad with Blackened Shrimp

Sú sem gaf mér uppskrift af sínum rétti, Trials in food:
Recipe (adapted from Daily Crave)

Hér er mín uppskrift:

Farro og cannellini með risarækjum, frá Trials in food)

 • 1 bolli Farro (soðið í 40 mín eða svo)
 • 2 rauðar paprikur
 • 3 gulrætur
 • 1 bolli Cannellini baunir (úr dós eða soðnar)
 • 3-4 vorlaukar
 • 1/2 agúrka2 tómatar
 • 1/2 bolli maískorn, lífrænt ræktuð helst
 • 2-3 msk ólífuolía
 • Safi úr 1/2 sítrónu
 • Tiger Prawns (I used about 12)
 • Kryddblanda á rækjur, égnotaði papriku, oregano, hot pizza spice mix frá Pottagöldrum, salt og pipar.

Sjóðið baunir (ef þær eru ekki úr dós) og Farro.  Skerið grænmetið smátt.  Steikið rækjurnar, (blackened). Setjið allt í skál, blandið vel saman og berið fram eitt og sér eða sem meðlæti með t.d fiski.

Meira um Blackening hér.

– Salat í þróun –

Daily Crave

Trials in food

The House by the sea – foodwaves

(Þú)

Steikt egg í papriku

Ég sá þetta einhverstaðar og fannst þetta skemmtileg framsetning á steiktu eggi.  Ég prófaði og þetta smakkast vel.

Þið einfaldlega sneiðið papriku og skellið henni á pönnuna og brjótið egg ofan í.

Ég bar þetta fram á heilsusamlegum klatta.  Það mætti alveg bera fram með þessu nokkrar beikon sneiðar og ferskan mjúkan avocado.

Undir áhrifum Aloo Palak

Ég freistast alltaf til að kaupa fjallaspínat þegar ég fer í mín vikulegu grænmetisinnkaup hjá Frú Laugu.  Ég datt niður á uppskrift af Aloo Palak og hafði hana til hliðsjónar þegar ég eldaði kvöldmatinn í gær.

Spínat kartöfluréttur

 • 1 poki spínat
 • 2 tómatar
 • 1/2 laukur
 • 1-2 hvítlauksrif
 • 1-2 tsk Karrí krydd blanda frá Yndisauka (eða annað gott indverskt krydd)
 • 5-6 soðnar kartöflur
 • 1/2 tsk sykur
 • Skvetta af mjólk, kannski 1/2 – 1 dl, ekki svo nojið
 • Salt og pipar eftir smekk
 • Smjörklípa

Skolið spínatið og hitið það á pönnu með smá vatni.  Maukið það í blender.  Geymið.

Svitið lauk og hvítlauk á pönnu Bætið við kryddum og svo tómötum, fínt skornum og smá sykri. Bætið út í þetta spínatinu, smá mjólk og hrærið saman.  Bætið við kartöflum og saltið og piprið eftir smekk.

Ég bætti við smá smjörklípu í lokin, en það má sleppa því.

Þá er þetta tilbúið.  Berið fram með góðum fiski eða þess vegna eitt og sér sem léttur grænmetisréttur.  Ég bar hann fram með þorski.

Hádegisverðarklúbbur og mér var boðið

Þær eru nokkrar stelpur sem hittast reglulega í Brunch.  Síðast hittust þær hér hjá vinkonu minni og nágranna í Kjósinni og ég var svo heppin að vera boðið að vera með og fá því að kynnast þessum stelpum og borða matin þeirra.  Það er miklar kröfur gerðar hvað varðar matargerð og mikið lagt upp úr góðu hráefni og góðum mat.

Ekki spillti fyrir að veðrir var brilliant og hægt var að sitja úti á palli allan daginn og njóta kræsinganna

Þær buðu upp á mintu salat, basil pasta, kúrbítssmárétt, kryddjurta kokteil, hrísgrjónavefju, rækjusalat og banana kókós eftirrétt með basil svo fátt eitt sé nefnt.  Þemað að þessu sinni var Ferskar kryddjurtir.

Þegar maturinn var komin á borðið gleymdi ég alveg myndavélinni og tók því ekki fleiri myndir en naut þess í stað matarins, félagsskapsins og ekki síst veðurblíðunnar sem er svo kærkomin,.

Ég bauð upp á bleiku pönnukökurnar með salvíu, borið fram með sýrðum rjóma og stökku beikoni.

Grillaðar paprikur

Ég keypti helling af íslenskum papríkum á svo góðu verði.  Þá þarf að passa sig þegar maður kaupir svona magn að það endi ekki í ruslinu því maður kemst ekki í að borða það.

Ég brá á það ráð að skella þeim undir grillið í ofninum og þá er komið frábært hráefni í svo marga rétti, og það væri líka hægt að frysta þær.

Grillaðar paprikur eru svakalega góðar í súpur, pestó, salat, vefjur, samlokur og hummus svo eitthvað sé nefnt.

Málið er að brenna af henni hýðið, það er gert með því að setja þær í ofninn á háan hita eða undir grill þar til hýðið verður svart.  Þá fá þær að kólna og hýðið fjarlægt.

Ef þið eruð með gashellur þá má setja paprikuna beint í logann og snúa henni með töng þegar hýðir verður svart.

Grillaðar paprikur

Fyrst skolaði ég paprikurnar

Því næst kjarnahreinasði ég þær og skar í tvennt.  (Ég hef heyrt að ef þær eru grillaðar heilar, sem er líka hægt, þá eru þær svo mjúkar og því erfiðara að kjarnahreinsa). Ég raðaði þeim á álpappír í ofnskúffu og setti í ofninn, sem var stilltur á grillið, mesta styrk.  Ég hellti smá ólífuolíu yfir þær

 

Eftir 8-10 mínútur voru þær farnar að svertast vel, þá fylgdist ég með þeim á mínútu fresti þar til þær voru tilbúnar.  Þær brenna nefnilega ansi hratt í lokin og við viljum ekki kolamola.

Til að auðveldara sé að fjarlægja brennda skinnið setjið þær í lokað ílát, t.d skál með plastfilmu.

Þegar þær eru orðnar nógu kaldar til að meðhöndla þær þá fjarlægi ég brennda skinnið, eflaust bara best að taka það af með puttunum.

Þá eruð þið komin með dásamlegt hráefni, því paprikurnar verða svo sætar og bragðgóðar við þessa eldun.

Fersk grænmetissúpa

Ég var að hlusta á Matur fyrir öllu á Rás 1.  Stórfínir þættir ef þið hafið ekki enn hlustað og það er hægt að nálgast þá í Sarpinum á ruv.is.

Ég heyrði hjá viðmælanda tala um það þegar menn komu heim úr vinnunni í hádegismat, lögðu sig svo með hádegisfréttunum og fóru svo aftur í vinnuna. Það eru eflaust fáir sem tileinka sér þennan sið í dag.

En það eru víst aðrar forendur í dag og þar á meðal sú að það engin heima til að elda ofan í viðkomandi og svo er það fjarlægð til vinnu, það tæki marga eflaust þennan klukkutíma sem færi í matarhléð að koma sér til og frá vinnu.  En þetta er notaleg hugmynd um hvernig var.

Ég náði mér í eins mikið íslenskt grænmeti og ég gat hjá Frú Laugu í þessa súpu og hún endaði á að vera ansi græn grænmetissúpa þrátt fyrir að vera rauð á litin.  Íslenska spínatið var mjög gott.

Ég versla allt mitt grænmeti hjá Frú Laugu, og alla ávexti sem þau bjóða upp á.  Svo eru þau með frábæra ólífuolíu sem ég fylli reglulega á hjá mér.

Þessi súpa er ekki með neina stæla, þannig að svona eldamennska hentar svo vel þegar maður er í því að elda allt sjálfur.  Þetta er því frábær uppskrift fyrir þá sem vilja elda allt sjálfir frá grunni með lítilli fyrirhöfn.

Ég nota aldrei súputeninga.  Ég sleppti því að krydda súpuna nema með salti og pipar því ég setti rósmarín í croutonið og svo er nóg bragð af hvítlauknum og ostinum, og ég tala nú ekki um öllu þessu ferska og fína hráefni.

Grænmetissúpa

 • 1 dós Chrused tomatoes frá Eden
 • 1 græn paprika (íslensk)
 • 1/2 kúrbítur (íslenskur)
 • Spínat, 2 góðar lúkur (íslenskt)
 • 1/2 laukur
 • 1-2 hvítlauksrif
 • Óífuolía
 • Salt og pipar
 • 3 dl vatn
 • Góð skvetta af rjóma
 • Croutons
 • Parmagiano Reggiano
Skerið grænmetið í bita. Svitið grænmetið upp úr smá ólífuolíu. Bætið við tómötum og vatni og látið malla í hálftíma.  Í lokin má hella út í smá rjóma og fá upp suðu og bera hana svo fram með croutons og parmagiano.
Ég setti helmingin af  súpunni í blender, örsnöggt.
Berið fram með heimagerðum croutons og ferskum Parmagiano Reggiano.
Ég hef áður gefið uppskrift af croutons.  Þeir klikka aldrei.  Það er svo einfalt að gera þá og þeir gefa ótrúlega gott bragð þegar maður er með einfaldar súpur.
Ekki því henda brauðinu sem er orðið of aðeins of gamalt, skerið það frekar í teninga og setjið í frysti, þá má skella teningunum á pönnu í 5 mín með góðri olíu og gera þannig heimsins bestu croutons.
Croutons 
 • Nokkura daga gamalt brauð (heimabakað eða gott baguette)
 • Þó nokkrar msk góð ólífuolía, bætið við eftir því sem þarf miðað við hvað brauðið dregur í sig
 • Rósmarín
 • Maldon salt
Skerið brauðið í litla teninga. Ég var með heimagert brauð, svipað og þetta.
og þetta brauð myndi líka virka vel.
Veltið teningunum upp úr olíu, rósmarín og salti á meðalheitri pönnu svo að þeir brúnist smá.
Það er líka hægt að rífa/kreista eitt hvítlauksrif út í á pönnuna.
Pottagaldrar eru með ágætis ítalskar eða grískar kryddblöndur sem hægt væri að prófa að krydda með.

Vorlaukurinn endalausi

Nú þurfiði bara að kaupa vorlauk einu sinni og aldrei aftur…stórsparnaður í því 🙂

Þegar þið hafið notað vorlaukin sem þið keyptuð skiljið þá eftir hvíta partinn á endanum með rótunum og skellið þeim í vatn.  Svo klippið þið bara ofan af honum eftir þörfum.

Á nokkrum dögum verður laukurinn búinn að vaxa um góða 5 cm. Hann vex mjög hratt. Ég skipti út vatninu á lauknum reglulega, nánast daglega.  Það er lítil fyrirhöfn þar sem ég er í eldhúsinu oftar en ekki.

Sama er svo hægt að gera við hvítlauk og svo má stinga honum í mold.  Ég byrjaði á að setja eitt rif í staupglas og fljótlega var farið að vaxa hvítlauksgras sem gott er að klippa niður og krydda með mat.

Myntu og melónusalat – Kona kærir Nutella, hélt að súkkulaðihnetusmjörið væri hollt

“Ég stóð mig að því um daginn að kaupa Svala af því að tveggja ára dóttir mín vildi fá appelsínu með augu og munn að spila á gítar. ”

Það var kona í Bandaríkjunum, en ekki hvar, að lögsækja Nutella.  Hún var búin að vera að gefa fjögurra ára dóttur sinni Nutella súkkulaðihnetusmjörið í morgunmat haldandi það eftir að hafa séð auglýsingu frá þeim að þetta væri hollt.  Ætli hún fari ekki svo á MCdonalds til að gefa dóttur sinni kjöt með kartöflum og sósu í kvöldmat.

Í alvöru?  Og ekki bara það heldur vann hún málið.  Ég hef ekki kynnt mér lagalega hlið málsins en skil ekki hvernig henni tókst að vinna mál, þar sem það fer ekki milli mála á innihaldslýsingu krukkunnar að þetta er ekki hollt.  Fyrir utan það, síðan hvenær er unnin súkkulaðivara holl hvað þá vara framleidd af sælgætisfyrirtæki (Ferrero)?

Hér fann ég smá klausu um málið ásamt auglýsingunni, sem er með engu móti villandi.  Þarna talar móðirin um hvernig hún geti fengið börnin sín til að borða morgunmat, ekkert um að það sé hollur morgunmatur.

En þetta er víst svona í Ameríku.  Margt fólk tekur enga ábyrgð á sjálfu sér og lætur mata sig af endalausri markaðsetningu án þess að hugsa.

Þetta er kannski skárra hér á Íslandi en samt til staðar.  Ég stóð mig að því um daginn að kaupa Svala af því að tveggja ára dóttir mín vildi fá appelsínu með augu og munn að spila á gítar.  Hún hafði í sjálfu sér engan áhuga á innihaldinu en umbúðirnar heilluðu miklu meira en umbúðirnar á Trópí, sem er mun betri vara.  Þetta geri ég ekki aftur, að láta fyrirtæki sem selur bölvaða óhollustu í krakkavænum umbúðum stjórna mér, ….hvað þá að láta krakkann stjórna mér svona. 🙂

Hér er mynd sem útskýrir afhverju mér finnst Trópí betri en Svali, og fyrir utan sykurmagnið í Svala þá eru það öll gerviefnin, sýrur, bragðefni og ég tala nú ekki um aspartam.  

Svo eru örugglega einhverjir sem gefa börnunum sínum Skólajógúrt eða Engjaþykkni og halda að það sé hollt. 

En næg predikun um hvað sé hollt og hvað ekki.  Það verður hver og einn að vera í stíl við sjálfan sig.  Á mínu heimili er ekki drukkið gos og ekki keyptur svali eða aðrir gerfiefnadrykkir.  Ég kaupi Appelsínutrópí, og meir að segja þennan dýrari sem er framleiddur úr appelsínusafa en ekki þykkni. 

Að sjálfsögðu stefni ég að því að kreista minn eigin appelsínusafa úr appelsínunum hjá Frú Laugu, eingöngu… 🙂 

Ef ykkur langar í ferskt salat þá er þetta málið.  Það verður vart ferskara.  Þrátt fyrir óhefðbundin hráefni þá passar þetta svo vel með ýmsum mat.  Meir að segja pizzu.

melonusalat

Myntu og vatnsmelónu salat

 • Vatnsmelóna
 • Mynta
 • Hreinn fetaostur
 • Góð ólífuolía
 • Salt eftir smekk

Skerið melónu í ferninga, svona litla munnbita, skerið fetaostinn í litla ferninga eða mjög litla bita, hálfgerða mylsnu, mér finnst það mjög gott.  Saxið myntuna fremur fínt.  Blandið öllu vel saman í skál og dreypið smá ólífuolíu yfir (en bara ef hún er bragðgóð og alvöru).  Saltið ef þið viljið og þá bara eftir smekk.

Heimagerðar asískar núðlur og wok

Það hefur alltaf verið á dagskrá hjá mér að gera asískar núðlur, og loks lét ég vaða.  Þær eru í sjálfu sér svipaðar í gerð og ítalskt pasta.  Sem sagt, ekki flókið, smá dútl og algjörlega þess virði.

Það er hægt að nota pastavél til að fletja þær út og skera, eða þá bara kökuefli og hníf.  Nema þið séuð núðlugerðameistarar og getið teygt þetta út í höndunum, stefnan er að sjálfsögðu tekin á að mastera þá list.  Þessi hér er nokkuð góður…

Ef þið sláið inn hand pulled noodles á youtube koma upp þó nokkur myndskeið.

núðlur

Heimagerðar asískar núðlur

 • 1 3/4 bollar ískalt vatn (1 bolli er 2,4 dl)
 • 1 tsk salt
 • 1/2 kg hveiti
 • 1 eggjarauða

Blandið salti og eggjarauðu við vatnið.  Setjið hveiti á borð eða í skál, myndið holu og hellið vatninu smám saman við hveitið þar til þið eruð komin með gott deig.  (það fer eftir hveitinu hversu mikið af vatninu þið þurfið).

núðlur

Hnoðið deigið í höndum í korter þar til það verður mjúkt og flott.  (Eða í Kitchen aid)

Hvílið deigið í nokkra klst við stofuhita. (3-8 klst)

Rúllið því út í núðlur, með pastavél eða kökukefli og skerið það niður í núðlustrimla.

Sjóðið í nokkrar mínútur, 4- 7 mín.

núðlur

Wok

 • 1 paprika
 • Ferskur chile
 • 3-4 hvítlauksrif
 • 1 msk ferskur rifinn engifer
 • Ferskur kóríander
 • Rifin lime börkur af einni lime
 • Vorlaukur, 2-3 stk
 • 3-4 msk jarðhnetuolía til steikingar
 • 2-3 msk Thai sweet chili sauce
 • 1 msk soya sósa
 • Lúka af salthnetum (sem ég var búin að mylja)

Steikið allt á wok, bætið við hnetum, kóríander, soya og thai sósu í lokin.

Blandið núðlunum saman við og berið fram með Thai sweet chili sauce og soya.

Þið getið leikið ykkur með grænmetið, síðast notaði ég þessa uppskrift og hún var ótrúlega góð, þar á undan notaði ég meira af grænmeti, t.d sveppi og gulrætur.

%d bloggers like this: