Húsið við sjóinn

Foodwaves

Month: March, 2021

KIT KAT OG SYKURPÚÐA GUMS

Sonur minn sá á netinu hvernig mætti búa til súkkulaði-sykurpúðagums, hitað í ofni og vildi endilega prófa það. Laugardagsnammið fór því í þessa tilraun sem að hans sögn heppnaðis aldeilis vel.

UPPSKRIFT

  • Sykurpúðar
  • Kit kat (væri hægt að prófa annað súkkulaði)

Hitið ofninn í 200°c. Raðið súkkulaði í eldfast form eða pönnu sem má fara í ofn. Raðið sykurpúðum ofan á.

Bakið í 10 mínútur. Ég mæli með að fylgjast með ofninum með öðru auganu síðustu 5 mínúturnar.

Einfalt og fljótlegt gróft brauð

Þetta er mjög fljótlegt að græja, öllu skellti í hrærivél með hnoðara og látið ganga í stutta stund, kannski um eina mínútu eða svo. Þetta deig þarf ekki að hefast. Brauðið er laaaaangbest nýbakað, en svo er hægt að sneiða það og skella því í ristavél seinna meir.

UPPSKRIFT

  • 4 dl hveiti (ég notaði fínt spelt)3 dl haframjöl
  • 1 dl hveitiklíð
  • 2 tsk lyftiduft
  • Hálfur dl fræblanda eftir smekk, (hörfræ, graskersfræ sólblómafræ)
  • Hálfur líter AB mjólk (einnig hægt að nota súrmjólk eða minnka hlutfallið ögn á vökva og setja smá kotasælu.

Deigið skal vera frekar klístrað og blautt. Mótið bollur eða setjið deigið í brauðform. Einnig hægt að pensla með hræðri eggjahvítu eða öllu egginu og strá fræjum ofan á. Bakað í ofni í við 180 gráður í u.þ.b. 40 mín, en kíkið á brauðið eftir hálftíma og metið svo tímann eftir það.

Hér er góð útskýring frá NLFÍ á hveitikorninu og muninum á kjarnanum, hveitikím og hveitiklíð

Ég bjó einnig til hefðbundið túnfisksalat sem fór vel með þessum bollum.

TÚNFISKSALAT

  • 1 dós túnfiskur (hellið vökvanum úr dósinni)
  • 2 harðsoðin egg
  • 1/5 agúrka, smátt skorin
  • 1/4 paprika, smátt skorin
  • 2-3 matskeiðar Mayones
  • Salt
  • Pipar
  • Aromat (u.þ.b. 1/2 tsk)

Allt í skál, ég nota eggjaskera og sker eggið fyrst langsum og síðan þversum til að fá það smátt skorið. Hrært vel saman.