Húsið við sjóinn

Foodwaves

Month: July, 2012

Ristaðar möndlur

Það er hægt að gera svo margt með möndlur.  Rista þær, gera marsipan, möndlumjólk, möndlumjöl og svo má lengi telja.

Ég prófaði að rista nokkrar um daginn, það er ágætis maul.

Ristaðar möndlur 

 • 2.5 dl sykur
 • 7 dl möndlur
 • 1/2 dl vatn
 • 1/2 msk kanill (má sleppa)

 

Setjið sykur, vatn og kanil á pönnu.

Bætið við möndlum og hrærið öllu vel saman á meðalhita þar til sykurinn kristallast.

Takið möndlurnar af pönnunni og setjið á smjörpappír og leyfið þeim kólna.

Advertisements

Undir áhrifum Aloo Palak

Ég freistast alltaf til að kaupa fjallaspínat þegar ég fer í mín vikulegu grænmetisinnkaup hjá Frú Laugu.  Ég datt niður á uppskrift af Aloo Palak og hafði hana til hliðsjónar þegar ég eldaði kvöldmatinn í gær.

Spínat kartöfluréttur

 • 1 poki spínat
 • 2 tómatar
 • 1/2 laukur
 • 1-2 hvítlauksrif
 • 1-2 tsk Karrí krydd blanda frá Yndisauka (eða annað gott indverskt krydd)
 • 5-6 soðnar kartöflur
 • 1/2 tsk sykur
 • Skvetta af mjólk, kannski 1/2 – 1 dl, ekki svo nojið
 • Salt og pipar eftir smekk
 • Smjörklípa

Skolið spínatið og hitið það á pönnu með smá vatni.  Maukið það í blender.  Geymið.

Svitið lauk og hvítlauk á pönnu Bætið við kryddum og svo tómötum, fínt skornum og smá sykri. Bætið út í þetta spínatinu, smá mjólk og hrærið saman.  Bætið við kartöflum og saltið og piprið eftir smekk.

Ég bætti við smá smjörklípu í lokin, en það má sleppa því.

Þá er þetta tilbúið.  Berið fram með góðum fiski eða þess vegna eitt og sér sem léttur grænmetisréttur.  Ég bar hann fram með þorski.

Macaroni og ostur

Macaroni & cheese er svo vinsælt í Norður Ameríku.  Þegar við bjuggum í Kanada var þetta eitt af því fáa sem börn vina okkur gátu skóflað í sig.  Og þá var það ekki gert frá grunni heldur úr pakka frá Kraft, úffff ekki líst mér vel á það, ef eitthvað er unnin vara….

Inniheldur:

Enriched Macaroni Product (Wheat Flour, Niacin, Ferrous Sulfate [Iron], Thiamin Mononitrate [Vitamin B1], Riboflavin [Vitamin B2], Folic Acid), Cheese Sauce Mix (Whey, Modified Food Starch, Whey Protein Concentrate, Cheddar Cheese [Milk, Cheese Culture, Salt, Enzymes], Granular Cheese [Milk, Cheese Culture, Salt, Enzymes], Salt, Calcium Carbonate, Potassium Chloride, Contains Less than 2% of Parmesan Cheese [Part-Skim Milk, Cheese Culture, Salt, Enzymes], Dried Buttermilk, Sodium Tripolyphosphate, Blue Cheese [Milk, Cheese Culture, Salt, Enzymes], Sodium Phosphate, Medium Chain Triglycerides, Cream, Citric Acid, Lactic Acid, Enzymes, Yellow 5, Yellow 6).

Ég veit ekki hvort Mac n´cheese frá Kraft fáist á Íslandi, hef ekki séð það…kannski í Kosti? Ekki það að ég muni nokkurntíma kaupa það svo það skiptir ekki öllu.

Ég hef aldrei almenninlega spáð í Macaroni & cheese, hvernig heimagerðu uppskriftirnar hljóma, þannig að ég ákvað að hafa Mac ´n cheese í matinn, bara svo ég viti hvernig á að gera það og leitaði uppi örfáar uppskriftir.  Þær hljómuðu nokkurnvegin allar eins.

Í grunninn þá er þetta einfaldlega bechamel sósa með osti.

Uppskriftirnar segja að nota skuli cheddar ost. Ég átti hann ekki til og notaði bara Gouda í sósuna og toppaði með mossarella og parmigiano reggiano ofan á áður en rétturinn fór í ofninn.  Ég semsagt fór skerfinu lengra og ofnbakaði réttinn líka, en þess þarf ekki.  Það er nóg að bera þetta fram í pottinum.

Macaroni og ostur

 • Macaroni pasta, eldað skv leiðbeiningum á pakka
 • 2 msk smjör
 • Nokkrar msk hveiti þar til þið eruð komin með smjörbollu
 • Mjólk og/eða rjómi þar til hæfileg þykkt er komin á sósuna
 • Rifinn ostur (ég hef notað um 2 dl)
 • Mossarella
 • Parmigiano reggiano
 • Salt
 • Pipar

 

Sjóðið Macaroni pasta.

Bræðið smjör í potti á meðal hita, bætið við hveiti og hrærið upp í smjörbollu.  Bætið við mjólk og rjóma smá í einu og hrærið vel í allan tíman þar til þið eruð komin með sósu sem líkjist vöffludeigi á þykkt (Þetta er bara hvít sósa eins og lasagna sósa eða plokkfisksósa…)

Bætið við rifnum ostinum. Hrærið vel saman. Saltið og piprið. Hellið vatninu af Macaroni pastanu og bætið pastanu við sósuna.

Ef þið viljið stinga þessu lka í ofn með enn meira af bræddum osti setjið þá pastagumsið í eldfast mót, skerið ferska mossarellakúlu í sneiðar og leggjið ofan á ásamt smá rifnum parmaosti.

Ég skellti nokkrum sneiðum af tómötum þar ofan á til að fá smá lit í réttinn.  Þetta bakaði ég svo í ofni á 230°c þar til osturinn varð gullinbrúnn.

%d bloggers like this: