Húsið við sjóinn

Foodwaves

Category: Tapas

Jóladagatal Soffíu – 12 dagar til jóla

Jóladagatal…12

Í gær vorum við með jólaglögg fyrir sveitunganágranna.  Það var gaman og góður matur og að sjálfsögðu gott glögg.

Á boðstólnum var meðal annars:

pate

Hreindýrapate og meðlæti

  • Hreindýrapate (fæst í flestum matvöruverslunum)
  • Súrar gúrkur
  • Steikt beikon
  • Sveppasósa
  • Rúgbrauð

Sveppasósan er sveppir, steiktir upp úr smjöri og hvítlauk.  Slatti af rjóma og smá sósujafnara.  Saltað og piprað.

Allt borið saman á borð, fáið ykkur rúgbrauð, setjið á það kæfuna, gúrku, beikon og sósu.

Sérrí sveskjur með beikoni

  • Sérrí
  • Sveskjur, þurrkaðar
  • Beikon
  • Valhnetur
  • Múskat

Ég er ekki með nákvæma uppskrift af þessum rétti, en málið er að leggja þurrkaðar sveskjur í sérrí yfir nótt.  Veltið valhnetubrotum upp úr múskati.  Stingið einu broti í hverja sveskju.  Vefjið utan um hana beikoni.  steikið á pönnu.  Það má einnig elda þetta í ofni.  Jólalegur réttur og mjög bragðgóður.

lax

Laxasamlokur

  • Fransbrauð
  • Reyktur lax
  • Rjómaostur
  • Graslaukur
  • Steinselja

Smyrjið brauð með rjómaosti og setjið laxinn ofan á, dreifið yfir smátt skornum graslauk.  Gerið samloku og skerið í þríhyrninga.  Smyrjið rjómaosti á endann á hverjum þríhyrningi og þrýstið honum í steinselju sem þið skerið mjög smátt.

panettone

Panettone var á borðum, mjög gott ítalskt jólabrauð. Það væri gaman að gera svoleiðis við tækifæri.  Ég á eftir að googla allt um Panettone.

Einnig var boðið upp á óheyrilega gott ris a la mande sem ég er ekki búin að fá uppskrift að, ætla að fá einkakennslu í gerð þess.  Svo voru tartalettur með hangikjöti sem slóu í gegn.

Og svo svona til að minna mann á að einfaldleikinn svíkur engan þá kom einn gesturinn með rækjusalat og ritz kex sem gerði mikla lukku og var étið upp til agna.

Þessa fann ég netinu, svoldið sætt.

jólaherðatré

Bruschetta þar sem nostrað er við tómatana.

Til að fá sem besta bragð út úr tómötunum þá er um að gera að taka af þeim hýðið og kjarnahreinsa þá.

Ég gerði baguette með tómötum um daginn með þessari aðferð og það bragðaðist einstaklega vel.

bruschetta

Bruschetta með kirsuberjatómötum og mossarella

  • Sneitt baguette
  • Kirsuberjatómatar
  • Ferskur mossarella
  • Ólífuolía
  • Smátt sneitt hvítlauksrif
  • Salt og pipar

tómatar

Svona er auðveldast að ná hýðinu af: Skerið kross í tómatana að ofanverðu (þar sem stilkurinn var).  Setjið í sjóðandi vatn í 20 sek eða svo.  Skellið þeim í ískalt vatn til að stöðva suðuna.  Fjarlægið hýðið.

Skerið þá til helminga og kjarnahreinsið en passið að þeir haldi forminu.

Setjið flís af hvítlauk í hvern helming, dreypið yfir með ólífuolíu og bakið í ofni á 100°c í 2 klst.

Hækkið þá ofnhitann í 200°c og takið tómatana út.

Setjið niðurskorið snittubrauð á grind, dreypið yfir það ólífuolíu og inn í ofn í nokkrar mín.

Setjið sneið af ferskum mossarella í hvern tómathelming.

Setjið 1 -2 tómathelminga á hverja baguett snittu og smátt skorna ferska basil.

Saltið og piprið.

Hitið í ofni þar til osturinn bráðnar.

Tómatar, mossarella og basil er svo yndislega góð samsetning!

5 réttir – 5 vín endaði á að vera 5 réttir – 11 vín

Já, þá er matarboðinu lokið.  Þetta var svona “food and wine pairing” matarboð. Það heppnaðist mjög vel, maturinn var góður, einfaldur og engir stælar og passaði skemmtilega með vínunum. Gestir sátu og átu frá 15.00 – 19.00.

Það er fátt skemmtilegra en að njóta góðra vína og matar í góðum vinahóp að degi til.  Ég mæli eindregið með því að þið prófið að bjóða gestum í mat svona snemma að deginum til.  Og svo er hægt að fara snemma í háttinn og vakna ferskur á sunnudagsmorgni.

Til borðs sátum við gestgjafar og 6 gestir.  Og eins og mér finnst svo gaman þá var setið við borðið allan tímann og borðað og drukkið í 4 tíma og vínin rædd og hvernig hann dansaði með matnum, ásamt öðrum stórskemmtilegum samræðum sem urðu bara skemmtilegri eftir því sem leið á daginn. Þegar formlegum matseðli lauk var setið í aðra góða 4 tíma.

matarboð

Gestirnir komu úr sitthvorri áttinni og þekktust lítið sem ekkert en náðu vel saman og skapaðist frábær stemmning.

5 réttir og 11 vín – einhverjar krónur og nokkrir aurar

Félagsskapurinn og stemmningin – PRICELESS

Og svona hljóðaði vínlistinn og matseðillinn:

brandade

Brandade (saltfiskur) með rauðbeðusósu og brokkólíspíru

Marques de Riscal, Verdejo, Spánn 2009

Domain de granges de Mirabel, Viognier, Frakkland 2009

 nauta tataki

Nauta tataki með rótsterkri hvítlaukssósu

Peter Lehmann of the Barossa, Shiraz, Ástralía 2008

Cono sur, Pinot Noir, Chile 2009

túnfisk tataki

Túnfisk tataki með svörtum sesamfræjum, soya, wasabi og radísuspíru

Castillo Perelada, Brut Reserva, Cava, Spánn  

Georges Dubæuf, Beaujolais, Frakkland, 2009

 kjötbollur

Kjötbollur með hægelduðum tómötum

Brunelli di Montalcino, Baroncini, Il Bosso, Ítalía 2005

 manchego

prima donna

Manchego með valhnetukjörnum og agave sýrópi og Prima Donna

Lan, Crianza, Spánn 2006

Að lokum var setið og sumblað á:

Ibericos, Crianza, Spánn 2008

Silver Sage, The Flame, Ísvín frá Okanagan, Canada 2004

Og svo síðast en alls ekki síst

Faustino I, Gran reserva, Spánn 1999.

Með þessu öllu fóru svo 10 lítrar af sódavatni!  

Ég hef nýlega gefið ykkur uppskrift af Brandade, en hér kemur hún eins og gerði hana í gær.

brandade

Brandade með rauðbeðusósu og brokkólíspíru (fyrsti rétturinn)

  • 800 g saltfiskur
  • U.þ.b 2 dl rjómi
  • 2-3 hvítlauksrif
  • Tellicherry pipar (svartur pipar)
  • 1 dl ólífuolía

Sjóðið saltfiskinn. Roðflettið og sjáið til þess að hann sé beinalaus.  Setjið olíu á miðlungs heita pönnu ásamt fiskinum og maukið hann niður.  Bætið við pressuðum hvítlauk og rjóma og hrærið vel saman.  Piprið eftir smekk.  Ég notaði tellicherry pipar frá Jamie Oliver sem er mjög bragðmikill og bragðgóður.  Maukið fiskinn í flauelsmjúkt paste í matvinnsluvél.

Setjið í glas eða á disk og skreytið með ofurlítilli doppu af rauðbeðusósu og brokkolíspíru.

Rauðbeðusósa

  • 1 rauðbeða
  • 3 msk sýrður rjómi
  • slatti af salti (2-3 tsk)
  • 1-2 tsk safi úr lime

Öllu hrært saman

riscal

Berið réttinn fram með t.d Marques de Riscal. Það vín var að dansa með matnum.  “Eins og rétturinn og vínið séu góð systkin” orðaði einn gesturinn það í gær.

Mirabel

Domain de granges de Mirabel, Viognier var aðeins of þurrt og kryddað.  Spes vín en ekki að gera sig með saltfisknum.  Væri gaman að prófa það með öðruvísi mat.

matarboð

Og þarna er ég í hægra horninu spræk eftir vel heppnaða veislu.

Svo koma fleiri uppskriftir í vikunni. 

Brandade, saltfisksréttur í tapas veislu á hlaðborðið eða sem forréttur, einfaldur og flottur réttur

Brandade er mjög góður saltfisksréttur og getur verið borinn fram kaldur eða heitur.  Það eru til ýmsar útfærslur á þessum rétt.  Það ætti t.d ekki að nota kartöflur, en það samt alveg gott líka.  Næst ætla ég að prófa hann án þess að nota kartöflur.

brandade

Svona varð mín útgáfa af Brandade

  • 500 g saltfiskur
  • 3 mjög litlar kartöflur eða 1 stór (eða bara eftir smekk)
  • Slatti af ólífuolíu (örugglega 1 dl)
  • 1-2 rif hvítlaukur
  • Salt
  • Pipar

Sjóðið saltfiskinn (tekur ca korter).  Roðflettið og passið að fjarlægja öll bein.  Setjið fiskinn í matvinnsluvél ásamt slatta af ólífuolíu, pressuðum hvítlauk, pipar og salti eftir smekk og soðnum kartöflum ef þið viljið.  Eflaust óþarfi að nota mikið salt ef fiskurinn er saltur fyrir.

Allt maukað vel, þar til blandan er orðin flauelsmjúk.  Borið fram með grilluðu baguettesneiðum.

Ef þið viljið bera hann fram heitan setjið hann þá í eldfast mót og í ofn í smá stund áður en hann er borinn fram.

Aspas með myntusmjöri og hráskinku

Ég er með uppskrift í Kökublaði Vikunnar, endilega kíkið á það.  Fullt af fínum uppskriftum í þvi blaði.

Hér kemur enn einn tapas rétturinn og ekki af verri endanum.  Myntusmjörið passaði vel með öllu sem var á boðstólnum.

Þegar ég heyrði að gestgjafinn ætlaði að léttsteikja ferskan aspas þá ákvað ég að gera myntusmjör, eitthvað sem tekur ekki langan tíma að framreiða og kom með skemmtilegt bragð í flóruna.

Og í tilraunastarfseminni rúllaði ég hráskinku með aspasnum og myntusmjörinu. Nammi namm.

aspas

Aspas með myntusmjöri

  • Lítill aspas (þessir litlu sætu, rosagóðir)
  • Fersk mynta, eitt búnt
  • Safi úr ca hálfri sítrónu
  • Salt
  • 30 – 40 g smjör

Steikið aspas létt upp úr smjöri og saltið með sjávarsalti og pipar.

Bræðið smjör í potti.  Bætið við safa úr sítrónu og mjög smátt saxaðri myntu.  (má einnig merja myntuna og sítrónu í mortel) Saltið eftir smekk.

Borið fram með hráskinku ef vill.

Ég hef áður bloggað um myntusmjör og þá með hvítum aspas.  Svo mætti nota þetta myntusmjör með svo mörgu öðru, rosa gott t.d að hreinsa það af diskinum með góðu baguette.

Saltfiskur í bjór”batter”

Þá held ég áfram að deila með ykkur réttum frá tapaskvöldinu forðum, ég bjó til djúpsteiktan saltfisk. Mér fannst þessi réttur svo góður að það er ekki fyndið.

Mig hefur lengi langað að gera þennan dæmigerða spánska tapasrétt, eða síðan ég bjó í Madrid, en þar fann ég lítinn stað sem bauð upp á þennan rétt.

Þetta var einn af þessum gömlu stöðum, þar sem ekki var búið að endurinnrétta fyrir milljónir en maturinn og stemmningin var æði. (Myndirnar eru frá þessum stað)

tapas

Þeir buðu upp á rauðvín í pinkulitlum glösum (eitthvað ódýrt sull, en það rann mjög vel!) Og svo fékk maður sér eitt glas, og annað og þriðja, og svo buðu þeir oft upp á fjórða og jafnvel fimmta.  Með þessu fengum við okkur alltaf djúpsteiktan saltfisk.

tapas bar

Sá sem ég bjó til fyrir tapaskvöldið góða var bara næstum því eins og á þessum tapasbar í Madrid. En svo má ekki gleyma að stemmningin setur sitt bragð á matinn.

tapas bar

Ég mæli með að þið fáið ykkur frekar ódýra crianza og lítil glös til að drekka rauðvínið úr með þessum rétti, það er stemming 😛  Nú eða bara eðal kristal og gran reserva  🙂 Það er sko líka stemming..

 

djúpsteiktur saltfiskur

Djúpsteiktur saltfiskur í bjór”batter”

  • 1/2 kg saltfiskur
  • 1  bjór (ég notaði lítinn tékkneskan  budwar)
  • 200 g hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • Olía til djúpsteikingar

Hrærið saman hveiti, lyftidufti og bjór.  (Deigið á að líta ca út eins og vöffludeig/pönnukökudeig).  Skerið saltfiskinn í litla bita (ca tveggja munnbitastærð). Steikið þá létt á pönnu.  Setjið saltfiskinn í bjór”batterið” og veiðið svo bitana varlega uppúr og setjið þá í pott með olíunni sem er þá orðin vel heit.

Steikið nokkra bita í einu, í 1 – 2 mínútur eða þar til þeir eru fallega gullinbrúnir.

Berið strax fram.

Saltfiskurinn getur orðið laus í sér við steikingu á pönnunni þannig að það þarf að fara mjúkum höndum um hann.

 

Við elduðum með vinum okkar nokkra tapas rétti, þau nokkra og við nokkra.  Úr varð mest awesome tapas dinner sem ég hef fengið lengi.  Fyrir utan það að allir réttirnir voru sjúklega bragðgóðir þá harmóneruðu þeir svo vel saman.  Maður gat vaðið úr einum rétt í annan og blandað þeim öllum saman og þannig búið til nýtt bragðlaukasamsetningakítl.

manchego ostur

Við keyptum Manchego ost, það er snilldar snilldar sniiilldar ostur, og með sýrópi og valhnetukjörnum  þá er hann bragðlauka gleðigjafi.

Það sem var boðið upp á var:

  • Manchego með sýrópi og valhnetukjörnum
  • Gazpacho
  • Aspas með myntusmjöri
  • Humar með sweet chili sósu og mangó bitum
  • Djúpsteiktur saltfiskur
  • Hráskinka
  • Baguette

Manchego með sýrópi og valhnetukjörnum

  • Manchego
  • Valhnetukjarnar
  • Sýróp

Skerið ostinn í þunnar sneiðar og dreyfið yfir smá sýrópi og valhnetukjörnum. Fleiri uppskriftir síðar, þar á meðal saltfiskur í bjór-batter.

manchego ostur

 

Hugmynd að einföldu Tapas matarboði inni eða í góða veðrinu úti á svölum með svalandi hvítvíni

Stundum langar manni að njóta þess að drekka góð vín, spjalla fram eftir kvöldi við borðstofuborðið með góðum vinum og seðja hungrið nú eða spjalla, borða og drekka  í sól og sumri út á svölum.  Þá eru tapas réttir málið.

 

Það eru til svo mikið af góðum tapasréttum, suma þarf maður að dudda sér við eins og kartöflukroketur, djúpsteiktur saltfiskur og tortilla (spænsk eggjakaka).

Ef ykkur langar að henda í mjööög einfalt smáréttaboð sem KLIKKAR EKKI!  þá væri hægt að bjóða upp á eftirfarandi:

Ostar og salami

  • Brie ost
  • Prima Donna ost
  • Franska eða Ítalska salami
  • Sulta
  • Rauðlaukur skorinn í hringi
  • Paprika, skorin í hringi
  • Baguette

Raðað á ostabakka og brauðið skorið í sneiðar

Hráskinka

  • Klettasalat
  • Hráskinka
  • Hunangsmelóna

Melóna skorin í bita, skinkan rifin niður mjög gróft. Lagt á klettasalatbeð.

 

Bruchetta í baguette

  • 3-4 tómatar, skornir í teninga
  • 1 búnt fersk basil, söxuð
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 kúla ferskur mossarella, skorinn í sneiðar
  • Góða EV ólífuolíu
  • Maldon salt
  • Svartur pipar
  • Frosið baguette (látið þiðna)

Forhitið brauðið aðeins. Öllu blandað saman í skál nema baguette og osti. Baguette klofið ofan á, eða skorið eins og pulsubrauð og fyllingin sett í brauðið og svo ostsneiðarnar ofan á.  Hitað í ofni á ca 200°c  þar til osturinn bráðnar og brauðið orðið fallega gullið.

Baguette með brie

  • Frosið baguette
  • Brie ostur, skorinn í sneiðar
  • Frönsk salami
  • Rauðlaukur, skorinn í hringi

Forbakið brauðið í nokkrar mínútur. Kljúfið brauðið svo og raðið salami, osti og lauk í brauðið, dreypið yfir með góðri ólífuolíu, saltið og piprið.  Setjið í ofn á ca 200°c þar til osturinn er aðeins farin að bráðna.

Svartar og grænar ólífur í skál

Berið fram eina skál með svörtu ólífum og aðra með grænum.

Balsamic og olía

Hafið á borðinu góða ólífuolíu og balsamic , gróft salt og piparkvörn.  Gott er að hella smá af olíu og balsamic á diskinn sinn, salta vel og pipra og dýfa góðu baguette í þetta.

 

Flóknara þarf þetta ekki að vera, þetta er ávísun á gott kvöld. Svo er málið að bera fram extra góð vín!

Parmasen wafers

“Preserved” sítrónur eru oft notaðar í marrakóska rétti og þykir oft vera ” the secret ingredient”

www.soffia.net
Hér er ágætis leiðbeiningar hvernig maður gerir svona.

Það má svo nota þessar sítrónur í ýmsa rétti.  Fann eina þar sem þetta er notað í kjúklingarétt sem mig langar að prófa.  Skrifa um það þegar ég læt verða af því.

 

Parmasen wafers

  • 2 msk smátt skorin “preserved” sítróna
  • 2.5 dl rifinn parmasen ostur (parmigiano)
  • 1 tsk ferskt blóðberg (Thyme)

Hitið ofn í 200°
Setjið smátt skornu sítrónur í sigti og skolið vel og þerrið svo vel með pappír.

Blandið saman sítrónu, ostinum og blóðbergi.  Setjið smjörpappír á bökunarplötu.  Setjið um 1 msk
af ostablöndunni á plötuna með góðu millibili svo að það sé pláss fyrir ostinn að bráðna.  Svona svipað og ef þið væruð að gera smákökur.

Bakið í um 5 mínútur, eða þar til osturinn er fallega gullinn.

 

Kartöfluræktun út á svölum

Maður þarf ekki að eiga garð eða búa upp í sveit til að rækta kartöflur.  Það má rækta fína uppskeru út á svölum.  Ég setti niður kartöflur í gær.  Setti mold í svarta plastpoka (svona í 1/3 af pokanum ca) Stakk þremur kartöflum ofan í hvern poka og svo er bara að bíða. Svo bætir maður á mold smám saman fram á sumar.

Það má endalaust google-a hvernig þetta er gert.

Hér er video sem sýnir hvernig  Jamie og vinur hans gera þetta.

Einnig hægt að rækta þær í hjólbörðum eins og sjá má hér

Og hér er ein aðferð í viðbót

 

Hér er uppskrift af réttinum sem ég gerði í gær, virkar sem aðalréttur, meðlæti eða forréttur. Vinir okkar gáfu okkur ofur karftöflur frá þykkvabænum sem við elduðum úr í gær, og svo setti ég niður þrjár af þeim, hlakka til þeirrar uppskeru.

www.soffia.net

Kartöflur og hvítvín með sítrónu

  • Kartöflur
  • Hrísgrjón (soðin)
  • Blandaðar hnetur og fræ, Salatblanda (fæst í pokum út í búð)
  • Hvítlaukur
  • Engifer
  • Sítróna
  • Salt
  • pipar
  • Sýrður Rjómi
  • Brauðostur
  • Graslaukur

Skerið kartöflur í tvennt og bakið í ofni þar til ready og sárið komið með fallega brúna húð. Þegar þær eru til hreinsið þá af húðina sem myndaðist og skafið svo kartöfluna úr hýðinu, án þess þó að skemma hýðið því við setjum fyllinguna svo ofan í hýðið.

Bræðið smjör í potti.  Bætið við engifer, hvítlauk og soðnu hrísgrjónunum og látið malla í nokkrar mínútur.  Bætið hrísgrjónum í skálina með kartöflum. Hrærið saman við hnetunum og fræjum, skvettu úr sítrónu og smá sýrðan rjóma. Salt og pipar.

Setjið mixið aftur í kartöfluhýðin, dreifið rifnum osti yfir og bakið í ofni á grilli þar til osturinn bráðnar. Að lokum skreytti ég með ferskum graslauk sem er algjört möst.

food

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi réttur var borin fram með Chardonnay með sítrónusneið í litlu glasi.