Húsið við sjóinn

Foodwaves

Month: December, 2012

Jóladagatal …18 – Lax í appelsínu-soya legi

Flott snjókornajólaskraut.  Hér er template frá VintageJunkie.com.

snowflakes(Image from VintageJunky.com)

Ég fékk þessa fínu uppskrift hjá vini.  Brilliant forréttur og ef þið þurfið að taka með ykkur rétt í jólaboðið þá er þessi snilld.  Léttur og ferskur..

salmon

 Lax í appelsínu-soya legi

  • Safi úr ferskri sítrónu
  • Safi úr ferskri appelsínu
  • Soyasósa
  • Ferskt engifer
  • Fresh chili
  • Ferskt kóríander
  • Ferskur lax

Skerið engifer, chili og kóríander smátt og blandið við safana og soya. Skerið fiskinn í munnbitastærð.  Blandið honum saman við löginn rétt áður en þið berið hann fram, kannski 30 -60 mín áður.  Því lengur sem laxinn liggur í leginum því meira eldaður verður hann.  Skreytið með ferskum kóríander áður en þið berið réttinn fram.

salmon

Dagur 6

calendar06

Jóladagatal …19

Ég veit nú ekki hvaða tilviljun það var að ég rakst á þesar ótrúlega sætu smákökur áðan eftir að hafa póstað video með Charlie Brown í gær.

peanuts

Mynd og uppskrift:www.bakeat350.blogspot.com

Svo var ég að vafra og datt niður á einfalt smákökudeig og myndin var svo falleg að ég verð að prófa þessa uppskrift næst þegar ég baka.

elephant-cookie-dough

Mynd og uppskrift:  www.sweetopia.net

Dagur 5

calendar05

 

 

Ég elska Charlie Brown.  Þetta kemur öllum í jólaskapið…eða hvað?

jóla en samt bara 17 dagar frí fyrir ykkur útivinnandi og okkur heimavinnandi að fá ykkur útivinnandi í frí.

calendar

Jóladagatal…21

Eftir að maður ánetjaðist internetinu þá má aldeilis finna óteljandi hugmyndir til að telja niður dagana til jóla.  Við erum reyndar byrjuð að telja og nú þegar komin á dag númer 3 þrátt fyrir að manni finnst ennþá vera október.

En mig langar samt að benda ykkur á þetta safn hugmynda sem  Home and Delicious hefur tekið saman, ef ekki fyrir þetta ár þá kemur alltaf desember eftir þennan…og fyrr en ykkur grunar.

dagatal

 

Opnum númer þrjú…

calendar

 

Jóladagatal…22

Mér finnst Biscotti ómissandi yfir jólin, það er eitthvað svo “sophisticated”  við Biscotti.  Þær fara bæði vel með morgunteinu og síðdegisrauðvínsglasinu.

biscotti

Biscotti með heslihnetum og möndlum

  • 100 g heslihnetur (ég notaði muldar)
  • 100 g möndlur (flögur eða heilar)
  • 120 g 70% súkkulaði
  • 210 g púðursykur
  • 230 g hveiti
  • 30 g Kókó
  • 4 g Instant espresso duft (má sleppa)
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/4 tsk salt
  • 3 stór egg
  • 1 1/2 tsk vanilludropar

Hitið ofn í 150 °c

Skerið niður súkkulaði og blandið því saman við púðursykur í mixer þar til súkkulaðið er orðið smátt (púðurkennt)

Sigtið saman hveiti, kókó, expressó dufti, matarsóda og salti

þeytið egg og vanilludropa í matvinnsluvél eða með handþeytara.  Blandið því við hveiti og púðursykurs blönduna.

Bætið hnetunum við og blandið vel saman,

Stráið hveiti á flöt og búið til tvo pulsulaga drumba úr deiginu.  (u.þ.b 25 cm langa og 5 cm í þvermál). Setjið þá á bökunarpappír á plötu og bakið í 35-40 mínútur.

Takið úr ofni og látið kólna í 10 mínútur.  Skerið í 2 cm sneiðar (eins og þið væruð að skera brauðsneiðar) og leggið þær aftur á plötuna og bakið á sitthvorri hliðinni í 15 mín á hvorri hlið.

Kælið á grind.

Þá er komið að því að opna glugga númer tvö.

calendar02

The House By the Sea 

Jóladagatal…23

Þá er komið að því að telja niður til jóla.  Ég mun setja inn uppskriftir og föndur og annað sniðugt tengt jólunum næstu 24 daga og á hverjum degi munum við opna einn glugga í dagatalinu.

calendar

Ég ætla að byrja á þessari hugmynd sem ég sá á netinu, ótrúlega einfalt, ódýrt og flott.

konglar

Nánar um þessa góðu hugmynd hér sayyestohoboken.com.

Þá getum við opnað fyrsta gluggann. Fundu ekki allir glugga númer eitt? Veii.

calendar01

 

Ekki er allt vænt sem vel er grænt – Svínafóður!

Ég er frekar fúl út í einstaka kartöflubændur, ég hef keypt oftar en ekki poka þar sem meirihlutinn eru grænar kartöflur.  Þsð er sagt að maður eigi ekki að borða grænar kartöflur, þær hafa fengið á sig sól og mynda óæskileg efni (Sólanín) ásamt því að vera beiskar og þar af leiðandi bara óætar.

Og þótt svo þetta drepi mann ekki endilega þá er þetta ekki eitthvað sem maður á að láta bjóða sér, sérstaklega þar sem kartöfluræktun er eitt af því fá hér á landi sem þrífst vel.

Svo er maður svo mikill plebbi að maður fer aldrei í búðina til að skila svona óætum vörum, heldur sker maður hýðið af kartöflunni, svo vel að eftir stendur afhýðuð kartafla á stærð við baun.

Svo eru þessar kartöflur í gulum pokum svo það er ómögulegt að segja til um hvernig ástand þeirra er.

Þá er ég búin að létta á mér.  Á hressari nótum…  þá geri ég stundum mæjónes.  Stundum tekst það ekki sem skildi og ég sit uppi með hálfan líter af olíu og eggjarauðu.

Það er víst lykilatriði að vera með olíu og eggjarauðu við stofuhita.

Ef þið eruð með egg beint úr ísskáp þá má setja það í  volgt vatn í smá stund til að flýta fyrir að það nái stofuhita.

mayo

Mayo

  • 1 eggjarauða
  • 3/4 bolli ólífuolía (eða um það bil)
  • Salt, bara smá
  • 1-2 msk sítrónusafi

Nú þarf sterka hönd og eitthvað til að hræra mig, eða það þarf helst 2 hendur þannig að það er ágætt að fá einhvern í lið með sér til að skiptast á að hræra.

Blandið saman eggjarauðu, salti og sítrónusafa.  Hellið olíunni mjög hægt til að byrja með, bara í dropatali. Þegar blandan fer að ná þeirri þykkt sem líkist mæjónesi þá má hella henni hraðar.

mayo

Eins og svo oft þá má finna heilan helling um mæjónes gerð á netinu og með því að fara á Youtube þá er hægt að sjá myndbönd þar sem fólk gerir mæjó á engri stundu með matvinnsluvél eins og til dæmis hann Gordon Ramsey eins og sjá má hér.

Það má nota ýmsa olíu, grænmetis, ólífuolíu eða jarðhnetuolíu.  Extra Virgin olía er bragðmeiri en mér finnst það reyndar gott.

Svo er hægt að krydda mæjónesið að vild með því að blanda saman við rauðuna t.d hvítlauk eða Dijon sinnepi.

Follow Me on Pinterest