Húsið við sjóinn

Foodwaves

Month: August, 2012

Masterchef á Íslandi – ég yrði send heim fyrst

Ég tók Top Chef moment í eldhúsinu um daginn.  Kærastinn gaf upp 2 hráefni og svo mátti ég bæta við tveim hráefnum og ég hafði 2 mínútur til að elda.

Þetta endaði í að ég bætti við 3 hráefnum og var að í næstum 3 mínútur.

Svo var komið að honum.  Ég gaf honum 2 hráefni, melónu og hnetusmjör.  Hann mátti bæta við 2 hráefnum og hafði 3 mínútur.  Hann bætti við rjóma og heitt kakó sem ég hafði gert fyrr um daginn og var orðið kalt út á borði.

Ég væri sem sagt ekki að gera góða hluti í svona þáttum.  Ég er búin að horfa á ansi margar seríur af Top Chef bæði afmeríska og Kanadíska og hef gaman að.  (Langar að horfa frönsku útgáfuna). Það verður fróðlegt að sjá þá Íslensku.

En ég er ekki að grínast með að ég myndi ekki gera góða hluti í þessum þáttum.  Ég dáist af fólkinu fyrir hugmyndaflugið að réttunum sem þau gera miðað við hráefni sem þau hafa og tímanum.  Það er aðallega þetta tímaspursmálið sem myndi stressa mig upp úr öllu valdi.

Melónurétturinn hjá kærastanum var afbragð.  Hann þeytti saman rjóma, hnetusmjör og skvettu af kalda “heita” kakóinu og bar það fram á melónusneið.

Hnetusmjör og rjómi þeytt saman = frábært! 

Kærastinn lét mig fá ferska basil og engifer og ég bætti við baguette sneið, sesamfræjum og það þriðja (svindlið) var olía til steikingar, þannig að úr varð snitta sem smakkaðist ágætlega, engin snilld samt.

En hér snilld, réttur sem ég bloggaði um fyrir þó nokkru og er vel þess virði að rifja upp.

Svona gerði ég hann síðast:

Humar og avocado (Uppskrift miðað við 4)

  • Slatti af Humarhölum, skelhreinsuðum (einnig hægt að nota tígrisrækjur)
  • 2 Avocado, þroskaðir og vel mjúkir
  • Hvítlaukur, kannski 1-2 rif
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1/2 rauð paprika
  • Smjör, til að steikja, 2-3 msk, eða bara eftir smekk

Paprika, rauðlaukur og hvítlaukur skorið smátt og léttsteikt á pönnu í íslensku smjöri.  Humar steiktur með í ca 2-3 mín í lokinn.

Skerið avacadoinn til helminga og takið hann úr hýðinu og skerið í fremur grófa bita.  Blandið við humar og grænmetið í skál.  Hreinsið vel báða helminga hýðisins og notið sem skálar, setjið gumsið ofan í og berið fram.

Steikt egg í papriku

Ég sá þetta einhverstaðar og fannst þetta skemmtileg framsetning á steiktu eggi.  Ég prófaði og þetta smakkast vel.

Þið einfaldlega sneiðið papriku og skellið henni á pönnuna og brjótið egg ofan í.

Ég bar þetta fram á heilsusamlegum klatta.  Það mætti alveg bera fram með þessu nokkrar beikon sneiðar og ferskan mjúkan avocado.

Lax með bláberjum og garðablóðbergi

Vinir okkar buðu okkur í mat um daginn.  Á boðstólnum var lax, reyktur með birki á útigrillinu.  Þar sem við vorum í sumarbústaðnum þá var farið út að tína krydd á laxinn, bláber, krækiber og garðablóðberg.

Þau skáru niður birkigreinar og settu í botninn á álboxi, því næst kom laxinn á grind og svo lox og öllu pakkað inn í álpappír með smá loftgötum.

Það tók um 20 mínútur að elda laxinn.

Uppskriftin gæti hljóðan einhvernvegin svona…

Reykeldaður lax

  • 1 laxaflak
  • Salt og pipar
  • Krækiber
  • Bláber
  • Garðablóðberg
  • Birki til að reykingar

Skerið birkið í bita og setjið í botninn á boxinu.  Kryddið laxinn og setjið hann á grind ofan á boxið og svo lok og álpappír eins og ég sagði frá hér áðan.  Leggið boxið á heitt útigrillið og eldið laxinn þar til hann er tilbúinn.  Það tók um 20 mínútur í þetta sinn.

Svartá 

THE HOUSE BY THE SEA Á FACEBOOK

Share this:

Tvær mjög ólíkar blómkálssúpur og vanmetinn hálfmáni

Við nágranni minn ákváðum að elda saman en þó í sitthvoru lagi, sem við gerum ansi oft. Hún eldar heima hjá sér og ég heima hjá mér og svo hittumst við á öðru hvoru heimilinu með allan matinn og borðum saman.  Við leggjum svona óljóst línurnar hvað við ætlum að elda og í hvert sinn verður allt fáránlega gott sem við gerum og smellpassar saman.

Meir að segja tókst vel til þegar hún kom með gulrótarsúpu og ég gerði hálfgerða pizzu með sýrðum rjóma og chile pipar.  Á meðan við borðuðum súpu og chile pizzu var flannastór hálfmáni í ofninum, stútfullur af gæða salami, osti og fleiru góðu.  Ég sá ekki fyrir mér að snert yrði á honum enda allir vel saddir eftir súpu og flatböku.

Ég tók hann nú samt úr ofninum og lét hann á borðið, skar eina sneið af honum til að smakka. Hann var étinn upp til agna á 10 mínútum.

Þetta var besti hálfmáni sem ég hef smakkað og minnti mig á að gera hálfmána oftar, en ég hef forðast það því mér finnst venjulegar pizzur svo góðar.  Það verður fljótlega gerður hálfmáni aftur.

Í þetta sinn átti  nágranni minn blómkál og ég einnig þannig að við ákváðum að fara í blómkálssúpukeppni.  Við unnum báðar!

Það er magnað hvað hægt er að gera ólíkar súpur úr þessu ágæta hráefni.

Ég er ekki með nákvæma uppskriftir en það er bara ekki svo nojið hvernig þið gerið þetta, málið er að smakka sig bara til og segja það gott þegar maður er sáttur.

Blómkál og kartöflur eru góður grunnu að súpum. Ég nota aldrei súputeninga.  Mér finnst hráefnið sem maður notar í súpur hverju sinni njóta sín vel.  En það er líka lykilatriði að nota gott hráefni. Ég notaði enga mjólk né rjóma í mína súpu.

súpa

Blómkálssúpa með beikoni

  • 1 blómkál
  • 4-5 kartöflur
  • 3-4 sneiðar af góðu beikoni (Fékk mitt hjá Kjötpól á laugarnesvegi)
  • Valhnetukjarnar, lúka og smá vatn til að mauka með
  • Smjörklípa
  • Pipar
  • Hvítlausrif
  • Rjómi ef þið viljið (Ég átti engan rjóma)
  • 2 epli

Sjóðið blómkál, kartöflur og epli í vatni.

Steikið beikon og bætið út í pottinn.

Maukið í töfrasprota valhnétukjarna með smá vatni svo úr verði mauk.

Bætið valhnetumauki, pipar, smjöri og pressuðu hvítlauksrifjum út í súpuna. Setjið súpuna í blender og maukið.  Þið getið ráðið þykktinni með að taka eins mikið vatn úr pottinum með í blenderinn og þið viljið. Setjið súpuna aftur í pottinn með smá skvettu af rjóma og mallið saman.

súpa

Blómkálssúpa með grillaðri papriku

  • 1 blómkál
  • 5-6 kartöflur
  • Grilluð paprika
  • Hvítlauksrif
  • Basilíka, fersk
  • karrí
  • Mjólk eða rjómi

Grillið papriku í ofni.  Sjóðið allt saman í vatni, bætið við paprikunni og kryddi. Maukið í blender.