Húsið við sjóinn

Foodwaves

Month: November, 2023

LISTAMANNASÚPA

Ég geri reglulega kjúklingasúpu, fyrir ónæmiskerfið og sálina. Í dag langaði mig að gera virkilega góða súpu og eina sem að krakkarnir myndu borða með bestu lyst…listamannasúpa varð til.

Það hafa margir heyrt um skólastjórasúpu, sem ég veit að syni mínum þykir góð. Ég gúglaði nokkrar þannig uppskriftir og “for the soul” og fór svo og týndi úr ískápnum það sem til var, með hollustuna að leiðarljósi og úr varð Listamannasúpa.

Ég gerði þessa súpu í Instant Pot, sem ég BTW elskaaaa, en auðvitað hægt að gera hana í potti á hellu.

Þar sem ég tók ekki mynd af súpunni læt ég þessa fylgja með til að krydda aðeins upp á færsluna og minna á að GÓÐUR hvítlaukur gerir súpuna betri…Bíð spennt eftir að sjá þann íslenska í verslunum.

LISTAMANNASÚPA

  • Kjúklingur, úrbeinaðir leggir. ( Heill kjúklingur með beini og gera soð væri skrefi ofar.)
  • Sæt kartafla, notaði 1/2
  • Græn paprika, 1 stk
  • Brokkólí
  • 2 Gulrætur
  • 1/2 laukur
  • Góður biti af púrru
  • Hvítlaukur, 3-5 rif
  • Engifer, 2 cm bútur
  • Olía til steikingar
  • Eplaedik, lífrænt 1 msk
  • Lífræn tómatsósa, Biona, 2 msk
  • 1/2 dós rjómaostur
  • 2 dl rjómi
  • Rifinn börkur af 1/2 sítrónu
  • 1 líter vatn.

Krydd sem ég notaði voru túrmerik, karrý, shawarma frá kryddhúsinu, cyenne pipar, hvítlaukssalt og grænn pipar. Ferskar kryddjurtir ættu vel við hér og hefði ég notað þær ef ég hefði átt til, t.d kóríander, graslauk og/eða steinselja.

Skerið kjúklinginn í bita og steikið upp úr olíu, bætið við kryddum. Saxið grænmeti eftir hentugleika og smekk og bætið við og að lokum öllu öðru nema rjóma og rjómaosti. Setjið stillingu á Instant Pot á Pressure Cook á 5 mín. Eftir það losaði ég þrýsting og setti á saute stillingu og bætti við rjómaosti og rjóma.

Með þessu bar ég fram “on the side” spaghetti frá Tariello.

Heitur réttur í hádeginu

Þegar að maður er hvorki í saumaklúbbi eða á leið í fermingaveislu en langar í heitan rétt þá er um að gera að henda í þennan einfalda rétt.

Í potti: Rjómaostur, camembert smurostur, beikon smurostur, skvetta af mjólk eða rjóma, sveppir, aspas úr dós (hella með smá af vökvanum), skinka, brauðstangarkrydd, súrdeigsbrauð skorið í teninga, paprika smátt skorin ef til vill, salt og grænn pipar. Allt sett í pott og mallað. Hægt að byrja á að smjörsteikja sveppi í pottinum og ég setti brauðið í síðast.

Hitað saman og sett í eldfast mót sem passar í air fryer.

Ostagljáð ofan á : Hektor, ostur, emmental, rifinn ostur að eigin vali.

Air fryer í 10 mín á 180°c síðustu tvær mín hækkaði ég í 200°c.

Heitur brauðréttur

Ég gerði hæfilegt magn fyrir 3-4 sem forrétt.

  • 2 msk rjómaostur
  • 2 msk beikon smurnostur
  • 2 msk camembert smurostur
  • 2-3 msk mjólk eða rjómi
  • 2 sneiðar súrdeigsbrauð
  • 1 stór sveppur (2-3 litlir)
  • 3 sneiðar skinka
  • Aspas úr dós og smá af vökvanum
  • 1/4 rauð paprika
  • 1-2 tsk brauðstangarkrydd frá Kryddhúsinu

Ostagljáð

  • Rifinn ostur
  • Emmental ostur, rifinn
  • Hektor, rifinn

Svo má leika sér með þá osta sem til eru, bæði í réttinn og til að bræða ofan á