Húsið við sjóinn

Foodwaves

Category: Morgunmatur

Huevos rancheros, besti morgunmatur í heimi, og egg elduð í muffinsformi

Næst þegar þið bjóðið í brunch þá mæli ég með Huevos rancheros. Þetta er mitt uppáhald, með slatta af jalapeno og fersku kóríander.
Farið nú og finnið einhverja góða vini eða fjölskyldumeðlimi og bjóðið þeim í Huevos ranchers brunch  fljótlega.
Svo þetta smakkist sem best þá verðið þið að nota ferskt kóríander, ferska heimagerða salsa, ferskt heimagert guacamole og heimagerðar nýsteiktar tortillur.

Já það þarf að hafa fyrir þessum rétti en það er hverrar mínútu virði þegar sest er til borðs, fáið ykkur bara smá Mímósu á meðan þið nostrið við matargerðina.

Besti morgunmatur í heimi

Til að gera gott Huevos rancheros þarf:

Svartar baunir, steiktar með góðgæti
Tómat salsa
Egg
Mossarella, ferskur
Guacamole eða bara avacado
Maís tortillur
Fullt af fersku kóríander
Sýrður rjómi

Besti morgunmatur í heimi

Svartar baunir

  • Svartar baunir, í dós eða soðnar
  • Græn paprika, smátt skorin
  • Laukur, smátt skorinn
  • Salt og pipar
  • Ferskt kóríander
  • Hvítlaukur, 2-3 rif pressuð
  • Ferskur jalapeno, smátt skorinn
  • Gott krydd.  Ég nota helst chilpotle í adobo sósu, og svo á ég líka þurrkað “smoked chilpotle” krydd.

Grænmetið skorið smátt og allt steikt á pönnu í góðri olíu, kryddað eftir smekk.

Besti morgunmatur í heimi

Ef maður er á annað borð að gera Huevos rancheros þá er nauðsynlegt að gera heimalagaða tómat salsa.

Tómata salsa

  • Tómatar, smátt skornir
  • Hvítur laukur, smátt skorinn
  • Ólífuolía
  • Ferskur eða niðursoðinn jalapeno, smátt skorinn
  • Ferskt kóríander, smátt skorið
  • Salt og pipar

Blandið öllu saman í skál.  Það er hægt að sleppa jalapeno ef þið viljið hafa hana milda.  Það er lykilatriði að vera með ferskt kóríander.  Einnig væri hægt að merja smá hvítlauk út í.

Besti morgunmatur í heimi

Egg

Ekki má gleyma eggjunum.  Það er sniðugt að baka eggin í muffinsformi í ofni ef maður þarf að elda mörg egg í einu.  Hafið ofninn á 190°c og fylgist vel með þeim, sérstaklega ef þið viljið ekki ofelda rauðuna.

Guacomole

Ég geri lítið annað en að stappa avocado gróft og salta hann vel.  Stundum saxa ég ferskt kóríander og blanda við.

Besti morgunmatur í heimi

Best af öllu er tortillur úr Masa harina hveiti, maíshveiti.  Ég held að Kostur selji Masa harina. En ef þið getið ekki nálgast Masa harina þá má nota venjulegt hveiti í staðin fyrir maís hveitið.

Maís tortilla

  • 5 dl Masa harina
  • 2,5 dl volgt vatn
  • 1-2 tsk salt
  • Ferskur chile pipar (má sleppa)

Setjið maíshveitið og salt í skál.  Bætið við volgu vatni eftir þörfum, ca 2,5 dl og hrærið saman þar til þið erum komin með mjúkt deig, það má vera svolítið blautt.  Búið til nokkrar kúlur á stærð við golfkúlu og fletjið þær út með því að leggja nestispoka sitthvorum megin við kúluna og þrýsta svo flötum diski eða skurðarbretti ofan á þær.  Leggið chili piparinn ofan á kökurnar og þrýstið aftur létt á kökurnar. Steikið á pönnu í olíu, eða á þurri pönnu, á báðum hliðum, um það bil 1 mínúta á hvorri hlið.

Berið öll herlegheitin á borð og bjóðið fólki að fá sér tortilla köku og allt það meðlæti sem það kærir sig um.

Ég ber einnig á borð ferskan mossarella og sýrðan rjóma.

Njótið!

Steikt egg í papriku

Ég sá þetta einhverstaðar og fannst þetta skemmtileg framsetning á steiktu eggi.  Ég prófaði og þetta smakkast vel.

Þið einfaldlega sneiðið papriku og skellið henni á pönnuna og brjótið egg ofan í.

Ég bar þetta fram á heilsusamlegum klatta.  Það mætti alveg bera fram með þessu nokkrar beikon sneiðar og ferskan mjúkan avocado.

Morgunverður morgundagsins? Huevos rancheros – besti morgunmatur í heimi og egg elduð í muffinsformi í ofni

Svartar baunir, egg, guacamole, maístortilla, tómatsalsa, ferskur mossarella.  Næst þegar þið gerið brunch þá mæli ég með Huevos rancheros!  Allavegana mitt uppáhald, og slatti af jalapeno og fersku kóríander.

Farið nú og finnið einhverja góða vini eða fjölskyldumeðlimi og bjóðið þeim í Huevos ranchers um helgina. 🙂

Ferskt, ferskt, ferskt! Svo þetta smakkist sem best þá verðið þið að nota ferskt kóríander, ferska heimagerða salsa, ferskt heimagert guacamole og heimagerðar nýsteiktar tortillur.

huevos rancheros

Huevos rancheros

  • Svartar baunir, steiktar með góðgæti
  • Tómat salsa
  • Egg
  • Mossarella, ferskur
  • Guacamole eða bara avacado
  • maís tortillur
  • fullt af fersku kóríander

avacado

Ég geri lítið annað en að stappa avacado gróft og salta hann vel.  Stundum set ég smá ferskt kóríander

svartar baunir

Svartar baunir eru lykilatriði í Huevos rancheros.

  • Svartar baunir, í dós eða soðnar
  • græn paprika, smátt skorin
  • Laukur, smátt skorinn
  • Salt og pipar
  • Ferskt kóríander
  • Hvítlaukur, 2-3 rif pressuð
  • Ferskur jalapeno, smátt skorinn
  • Gott mexíkóskt krydd.  Ég nota helst chilpotle í adobo sósu, og svo á ég líka þurrkað “smoked chilpotle” krydd.  Það er líka hægt að nota taco eða burritos krydd.

Grænmetið skorið og allt steikt á pönnu í góðri olíu.

egg

Ekki má gleyma eggjunum.  Það er sniðugt að baka eggin í muffinsformi í ofni ef maður þarf að elda mörg egg í einu.  Hafið ofninn á 190°c og fylgist vel með þeim, sérstaklega ef þið viljið ekki ofelda rauðuna.

maís tortilla

Best, best, best BEST af öllu er tortillur úr masa harina hveiti, maíshveiti.  Ég heyrði að hugsanlega er hægt að kaupa Masa harina í austurlensku búðinni á suðurlandsbrauð, en hef ekki tékkað á því sjálf.

En ef þið getið ekki nálgast masa harina þá getið þið bara gert venjulegar hveititortillur og þurrsteikt á pönnu eða steikt upp úr olíu.  (Og þá má líka kaupa tortillur út í búð ef í hart fer 🙂

  • Masa harina hveiti
  • Volgt vatn
  • Smá salt

Setjið eitthvað magn af hveiti í skál, t.d 2 dl og smá salt.  Bætið við volgu vatni eftir þörfum, ca 1 dl og hrærir saman þar til þið erum komin með mjúkt deig, það má vera svolítið blautt.  Búið til nokkrar kúlur á stærð við golfkúlu og fletjið þær út með því að leggja nestispoka sitthvorum megin við kúluna og þrýsta flötum diski eða skurðarbretti ofan á þær.  Steikið á pönnu í mikilli olíu á báðum hliðum, ca 1 mín á hvorri hlið.

salsa

Ef maður er á annað borð að gera huevos rancheros þá er nauðsynlegt að gera heimalagaða salsasósu.  Hún er svo miklu ferskari.

  • Tómatar, smátt skornir
  • Hvítur laukur, smátt skorinn
  • Ólífuolía
  • Ferskur eða niðursoðinn jalapeno, smátt skorinn
  • Ferskt kóríander, smátt skorið
  • Salt og pipar

Blandið öllu saman í skál.  Það er hægt að sleppa jalapeno ef þið viljið hafa hana milda.  Það er lykilatriði að vera með ferskt kóríander.  Einnig væri hægt að merja smá hvítlauk út í.

Ég bið spænskumælandi lesendur afsökunar á að ég nenni ekki  að finna rétta n-ið í jalapeno…þrátt fyrir að það meir að segja böggi mig doldið og taki enga stund laga þetta 🙂

Andvarp

Ég fékk þessi fínu andaregg í Borgarnesi um daginn.  Þau eru mjög bragðgóð og heldur stærri en hænueggin.

egg

Ég fæ mér oftar en ekki byggklatta með eggi í morgunmat, nema að þessu sinni voru það bláberjaskyr-byggklattar með andareggi.

Það er óþarfi að bæta við sykri í þessa uppskrift þar sem skyrið er yfirleitt vel sykrað hjá “sykursamsölunni”.

skyr

Ef þið eigið smá skyr eftir í stóru bláberjaskyrdollunni (eða öðru skyri) þá er upplagt að hræra það upp með vatni eða mjólk og bæta svo út í dolluna einu eggi, 1/2 tsk af matarsóda, 1/2 tsk salt og byggmjöl og hveiti eftir þörf.  (Fer eftir því hvort þið viljið gera þynnri pönnukökur eða þykkari klatta)

Þar sem ég hrærði þetta í dollunni og notaði puttana til að mæla salt og sóda þá var eina uppvaskið ein panna, gaffall og spaði.

bygg

bygg

Ég hef alltaf miklað pönnukökugerð fyrir mér.  Núorðið set ég eitthvað af vökva, eitt egg, smá salt og smá matarsóda eða lyftiduft og hræri það til með hveiti. Og vökvinn er ýmist súrmjólk, ab mjólk, mjólk eða skyr.  Hveitið er byggmjöl, byggflögur, heilhveiti, hveitikím, haframjöl eða bara venjulegt hveiti.  Og alltaf verður úr þessu dýrindis pönnukökur, klattar, lummur eða vöfflur.

Svartar baunir og egg í morgunmat

Á páskamorgun gerði ég morgunverð með mexíkósku yfirbragði. Ég átti chilpotle í adobo sósu, maíshveiti og svartar baunir. Snilldar hráefni. Ég var undir áhrifum Huevos rancheros og notaði það sem til var í kofanum. Nema það að ég þurfti að stela tveimur eggjum frá hænsnabóndanum á næsta bæ. Ég vona að hann lesi ekki þessa færslu… 😀

Ég mæli með því að þið prófið að fá ykkur svartar baunir með eggi einn morgunin þegar þið hafið tíma til að dunda við morgunverðinn.  Þið getið t.d fylgt þessari uppskrift en sleppt chilpotle piparnum og notað venjulegan chili eða chilikrydd í staðin eða sleppt chili ef þið viljið ekki mjög sterkan mat.

Mér finnst líka mjög gott að hita baunirnar (úr dós) einar og sér og borða með tortilla og eggi, það sem sagt þarf ekki að steikja þær með fullt af gumsi en það er líka gott, um að gera að þreyfa sig áfram með því sem manni finnst gott.

svartar baunir

Svartar baunir með chilpotle

  • 1 dós svartar baunir
  • 1 chilpotle í adobo sósu (það er hægt að panta svoleiðis á netinu)
  • Græn paprika
  • Laukur
  • Hvítlaukur
  • Salt
  • Smjör
  • 2-3 msk tómatar eða tómatsósa í dós, ég notaði crushed tomatoes frá Eden

Bræðið smjör, svitið græna papriku, lauk og hvítlauk. Bætið við smátt skornum chilpotle pipar og dósatómatsósunni. Hrærið saman. Bætið við svörtu baununum, annað hvort soðnum eða tilbúnum úr dós. Saltið eftir smekk.

Ef þið eigið ekki chilpotle þá má nota hvaða chile sem er í staðin, en það góða við chilpotle er að það er rosalega gott reykt bragð af honum.

Maískökur

  • Maíshveiti
  • Vatn
  • Hveiti

Hnoðað saman, flatt út og steikt á pönnu eins og ég hef áður sagt frá.

Salsa

  • Tómatar
  • Laukur
  • Græn paprika
  • Jalapeno, niðursoðinn
  • Salt
  • Pipar

Skerið allt smátt og blandið vel saman. (Ef þið eigið ferskt kóríander þá er það nú ekki verra)

egg og baunir

Egg

  • Egg
  • Salt

Eldið eggin eins og ykkur finnst best, mér finnst over easy must með þessum rétt en ég skramblaði þau reyndar í þetta sinn.

egg og baunir

Daginn eftir hafði ég afganga af baununum og steikti eggið.  Þá prófaði ég líka að setja baunir í hrísgrjónapappír sem ég svo steikti, mér fannst það ekki jafn gott og að hafa þær bara lausar on the side, en alltaf gaman að prófa sig áfram.

Ef þið viljið lesa ykkur til frekar um Huevos rancheros þá er um að gera að gúgla það, “ Huevos rancheros”. Ég mæli með þvi.

Klattar með byggflögum og grjónagraut

Þá er ég búin að prófa allar byggafurðirnar, nú síðast byggflögurnar sem eru mjög skemmtilegar undir tönn.  Bar fram með þeim egg frá hænsnabóndanum í Kjósinni.

Það góða við klatta er að það þarf ekki að vera með neinar svakalega nákvæmar mælingar á hlutföllum hráefnis.  Ég byrjaði á því að setja í skál allt þurrefni, svo eggið og ab mjólk og kláraði dæmið með að setja mjólk þarf til þetta var orðið hæfilega þunnt/þykkt.  (Má ekki vera of þunnt.)

klattar

Klattar með byggflögum og grjónagraut

  • 1 dl Hveiti
  • 1 dl Byggflögur
  • 1 tsk salt
  • 1 msk sykur
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 egg
  • 1/2 – 1 dl Ab mjólk
  • Smá mjólk eftir þörfum
  • 2 msk matarolía

Fyrst set ég þurrefni í skál, svo egg, ab mjólk og að lokum mjólk þar til deigið er orðið hæfilega þykkt.  Þá bý ég til úr þessu klatta (lummur).

klattar

Svo væri ekki verra að bera fram með þessu smá reyktan lax.

Sukk og SVÍNarí – Jólamatseðillinn 2010

Nú eru margir búnir að éta á sig gat.  Ég var heima hjá mér í faðmi fjölskyldunnar og rólegheita öll jólin.  Tveir fullorðnir og baby.

Við erum þekkt fyrir að bera fram tapasrétti á þessu heimili,  fleiri smærri réttir frekar en eina stóra máltíð.  Nema á aðfangadag ákváðum við að gera eitthvað hefðbundið og úr varð hamborgarahryggur sem ég keypti hjá Fjarðarkaupum, svaka góður, og ég meira að segja kunni mér hóf.  Ég borða mjög mjög sjaldan svínakjöt, en það er eitthvað mjög nautnafullt við hamborgarahrygg, og það er líka eitthvað sem ég borða mesta lagi einu sinni á ári.

Með hryggnum drukkum við svaðalega gott rauðvín, M. Chapoutier,  sem fór svo vel með hryggnum.

Á aðfangadag var byrjað á morgunverði, reyktum lax, sem er orðið að hefð og svo kom hver rétturinn á fætur öðrum.

 SVÍNARÍ

24.desember

Brunch: Reyktur lax með  eggjahræru og avacado.

Síðdegissnakk: Hreindýrapaté á dönsku rúgbrauði.

Grænpiparssalami, höfðingi, ólífuolía og balsamico.

Heitreykt gæs með hindberjavinegrette.

Kvöldmatur: Hamborgarahryggur með soðsósu og sykurbrúnuðum kartöflum.

25.desember

Brunch:  Reyktur lax á ristuðu baguette með poached egg.

Jóladinner – tapas style: Hreindýrapaté með sveppasósu, dönsku rúgbrauði og beikon.

26.desember

Brunch: Smjörsteikt samloka með hamborgarahrygg, osti og grilluðum ananas.

Kvöldmatur: Pizza með grænpiparsalami, önnur með hamborgarahrygg og ananas…

amarone

SUKK:

Vínlistinn var ekki af verri endanum þessi jólin og við deildum honum bróðurlega með vinum sem sóttu okkur heim yfir hátíðar.

Ég mæli sérstaklega með  M. Chapoutier með hamborgarahrygg, snilldarkombó. Amarone-Tommasi er klassík, klikkaði ekki með hreindýrapaté-inu.  Chateau  Michelle er mjög skemmtilegt vín.  Að öðru leiti voru öll þessi vín góð, og maturinn og góða stemmningin hefur eflaust sett sitt mark á þau öll.

Amarone-Tommasi, valpolicella classico, vintage 2007, Ítalía

Amarone, Sartori, Della Valpolicella, 2006, Ítalía

Aglianico del Vulture frá Ítalíu, 2006

M. Chapoutier, Cotes du rhone, syrah frá Frakklandi, 2008 dúndurgott með hamborgarahrygg

Beronia, Reserva frá Rioja, Spáni,2006

Pata Negra, Gran Reserva frá 2002, Valdepenas frá Spáni

Ebeia, Ribera del Duero frá Spáni, 2009

Hécula, Monastrell, 2008 frá Spáni

Red Rooster, pinot blanc frá 2007, Canada

Ibéricos, Crianza, 2007 frá Rioja, Spáni

Chateau Michelle, Cabernet Sauvignon frá U.S.A

Brolio, Barone Ricasoli, Chianti Classico, 2008 frá Ítalíu

Reyktur lax

Reyktur lax með eggjahræru

  • Reyktur lax
  • Ristað Fransbrauð, skorið í þríhyrninga
  • Graslaukur

  • 2 soðin egg (plús ein extra rauða)
  • Ólífuolía
  • Salt
  • 2-3 tsk ab mjólk

Öllu hrært vel saman með gaffli og borið fram með reyktum laxi, brauði og stöppuðum avacado bragðbættum með kóríander, salti og lime.

Mistökin skemmtileg – Beikon og egg

Ætlaði að poatche-a egg.  Hef ekki gert mikið af því en braut eggið í ausu og setti það þannig í sjóðandi vatnið.  Fyrsta eggið tókst ofur vel, en ég missti hitt eggið á eldhúsborðið úr ausunni, og reyndi að skófla því í ausuna en náði bara rauðunni upp í ausuna, og það heilli þannig að ég henti henni bara út í vatnið einni og sér, og það kom mjög skemmtilega út, og mjög flott upp á presentation.

Notaði eggin sem ég fékk hjá bónda í sveitinni, og rauðan er svo falleg.

Foodwavesið heldur áfram, morgunmatur á skírdag!

egg

Floaters

  • 2 egg
  • 2 beikonsneiðar
  • Gott brauð
  • Hvítlaukssmjör
  • Mossarella kúla
  • Púrra
  • Heitt pizzakrydd frá Pottagöldrum
  • Salt og Pipar

 

Sjóðið eggin í vatni (hægt að google-a poached egg).  Steikið beikonið.

Ristið brauðið og smyrjið með hvítlaukssmjörinu. Leggið mossarella á brauðið og grillið í ofni í nokkrar mónótur.  Takið út og stingið tannstöngli í gegnum kúluna og skreytið með púrrulauk.  Skerið einnig smátt púrru og dreyfið ofan á poached eggið ásamt salti, pipar og pizzakryddinu.

 

Á myndinni getiði séð hvernig ég bar þetta fram, en ég setti eggjarauðuna (eggið sem klúðraðist og var ekki með neinni hvítu ofan á eggið sem heppnaðist.  Og ég skar brauðið í hringi með svona hringlóttu járndóti sem ég á.

Og hér getið þið séð fallegu rauðuna, og eins og hún sé medium rare, fullkomlega elduð!

egg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er allt of fallegt.

Tetilla ostur og Lacón skinka – ótrúleg samloka

Duttum …eins og alltaf… inn á skemmtilegan tapas bar.  Skelltum okkur á ansi girnilega samloku samkvæmt myndinni sem við sáum af henni.  Fengum okkur hálfa saman.  SEM BETUR FER! Þetta var fjall!  Og gjörsamlega minnisstæðasta samloka fyrr og síðar!

Osturinn var þokkaleg snilld og skinkan afbragð.  Já þetta var semsagt brauð með skinku og osti, “grilled cheese” eins og kanarnir myndu segja.

Osturinn sem var notaðir heitir því skemmtilega nafni Tetilla og skinkan Lacón.

Ef myndirnar tala ekki sínu máli þá þarf ég að fara aftur og panta aðra til að taka fleiri myndir 😛

samloka2

samloka

Það er mjög gott svona spari um helgar að fá sér gott brauð, smyrja með smjöri og setja slatta af feitum osti sem bráðnar vel og góða skinku á milli.  Bræða smjör á þokkalega heitir pönnu, en samt ekki svo að smjörið brenni og steikja samlokuna á báðum hliðum þar til osturinn er bráðnaður.  Hér þarf slatta mikið af smjöri og bæta við meira smjöri þegar samlokunni er snúið við.

Gallo pinto

Mér finnst fátt betra en Gallo pinto í morgunmat, uppistaðan er hrísgrjón og svartar baunir.  Þessum rétti kynntist ég þegar ég var við nám í Costa Rica.  Ég fékk þetta á næstum hverjum degi og var komin með nett ógeð á tímabili, fyrir utan það að vera ekki vön að borða hrísgrjón í morgunmat.  Núna er þetta eitt af þvi besta sem ég fæ, og fæ mér það oftar en ekki í morgunmat.  Og svo er þetta svo gott fyrir hægðirnar.

Nauðsynlegt er að bera þetta fram með Tortillas (helst maís tortillas) og eggi (over easy eða sunny side up)

gallo

Gallo Pinto.

  • 3 dl hrísgrjón (soðin og kæld)
  • 2 dl svartar baunir (eða alla dósina)
  • 1/3 rauður eða grænn chile, eða eftir smekk
  • 1 hvítlauksrif
  • Hálfur laukur
  • 2-3 gulrætur
  • 1 rauð paprikka
  • Ferskt kóríander
  • Matarolía
  • Salt

Á pönnu svitið lauk, paprikku, hvítlauk, chile og gulrætur í olíu.  Bætið svo við hrísgrjónum og svörtum baunum.  Því næst saxið kóríander og bætið við, og saltið svo.  Látið malla saman í svotla stund, eða þar til gulræturnar eru orðnar meirar.

Ekki flókið, ef ég geri stóra uppskrift þá frysti ég það sem ekki er borðað.

tortillas

Maís tortillas

  • 2 bollar Masa Harina
  • 1 og 1/4 bolli vatn
  • smá salt

Hnoða vel saman og gera u.þ.b 8 kúlur og fletja út.  Ég nota tortilla pressu, en líka hægt að nota kökukefli, og setja flatta kúluna á milli plastfilmu og rúlla út þannig.  Flatt út í þunnar kökur, og bakað á þurri pönnu í ca 20-30 sek á hvorri hlið, og svo aftur á fyrstu hliðinni i aðrar 20 sek.

Þetta video sýnir ágætlega hvernig þetta er gert   Svo er líka hægt að nota bara venjulegt hveiti, þá er þetta bara eins og í Roti uppskriftinni hér í færslunni á undan.

egg

Svo er að steikja 1-2 egg á mann, ég hef rauðuna svoldið lina til að fá smá “sósu” fíling og VOILÁ!  Þá er morgunmaturinn tilbúinn.

Borið fram með ísköldu fersku hvítvíni, Mimósu,  nú eða Bloody Mary á fögrum  laugardagsmorgni.

Sx

p.s… þetta er einn af þessum réttum sem er alltaf jafngóður eða betri við næstu upphitun…