Húsið við sjóinn

Foodwaves

Month: October, 2012

Brownie í bolla- tilbúin á 4 mínútum

Ég varð nú bara að prófa þessa, ekki dýrt hráefni og tók  aðeins um 4 mínútur að gera.

Hráefninu í þessa súkkulaðiköku er skellt í bolla og öllu hrært saman.  Svo setur maður bollann inn í örbylgjuofn í 1 mínútu og 40 sek.

Þá er kakan tilbúin.  En hvort þetta sé besta súkkulaðikaka sem ég hef smakkað má deila um, en hún er alveg ágæt ef maður setur góðan slurk af ís ofan á hana.

Brownie í bolla 

  • 1/4 bolli sykur
  • 1/4 bolli hveiti
  • 2 msk kakó
  • 1/2 tsk salt
  • 3 msk ólífuolía
  • 3 msk vatn

Setjið þurrefnin í bollann.  Bætið við olíu og vatni. Hrærið vel saman. Setjið bollann í örbylgjuofn og bakið í 1 mín og 40 sek á high.

Takið bollann út úr ofninum, passið ykkur, hann er heitur… 🙂

Setjið ís ofan í bollann og borðið.

Dropa mína  í haf internetsins má finna m.a hér:

 Húsið við sjóinn

Húsið við sjóinn á facebook

Pinterest

Farro og cannellini með risarækjum

Ég fékk þó nokkrar frábærar uppskriftir eftir að ég var andlaus þarna um daginn.

Ég fékk eina uppskrift af Quinoa salati, sú sem sendi mér hana hafði fengið hana hjá öðrum bloggara, gert hana að sinni og nú tók ég hennar uppskrift og gerði að minni, því ég átti ekki Quino, en ég átti Farro, svo átti ég ekki svartar baunir heldur Cannellini baunir.  Það væri einnig hægt að nota bankabygg í staðin fyrir Farro, nú eða Quinoa.

Þið getið kíkt á uppskriftirnar og séð hvernig þær þróast og jafnvel  gert ykkar eigin útgáfu af minni uppskrift.  Ég líki þessu við hvísluleik, einn segir eitthvað orð og þegar sá síðasti í röðinni hvíslar orðið þá er það orðið að einhverju allt öðru…

Hér er upprunalega uppskriftin:
Mango and Avocado Quinoa Salad with Blackened Shrimp

Sú sem gaf mér uppskrift af sínum rétti, Trials in food:
Recipe (adapted from Daily Crave)

Hér er mín uppskrift:

Farro og cannellini með risarækjum, frá Trials in food)

  • 1 bolli Farro (soðið í 40 mín eða svo)
  • 2 rauðar paprikur
  • 3 gulrætur
  • 1 bolli Cannellini baunir (úr dós eða soðnar)
  • 3-4 vorlaukar
  • 1/2 agúrka2 tómatar
  • 1/2 bolli maískorn, lífrænt ræktuð helst
  • 2-3 msk ólífuolía
  • Safi úr 1/2 sítrónu
  • Tiger Prawns (I used about 12)
  • Kryddblanda á rækjur, égnotaði papriku, oregano, hot pizza spice mix frá Pottagöldrum, salt og pipar.

Sjóðið baunir (ef þær eru ekki úr dós) og Farro.  Skerið grænmetið smátt.  Steikið rækjurnar, (blackened). Setjið allt í skál, blandið vel saman og berið fram eitt og sér eða sem meðlæti með t.d fiski.

Meira um Blackening hér.

– Salat í þróun –

Daily Crave

Trials in food

The House by the sea – foodwaves

(Þú)

Ertu matarbloggari?

Ég er svo andlaus.  Mig langar í eitthvað gott, eitthvað sem ég hef ekki gert 1000 x áður en veit ekki hvað.  Kannastu við þetta?

Ef þú átt skemmtilega eða uppáhalds uppskrift þá máttu pósta link á hana í commentakerfið á blogginu mínu hérna

 

En hafðið annars tekið eftir því hvað það er komið mikið af fínum íslenskum matarbloggum.  Mér finnst nokkur mjög skemmtileg og af þeim sem ég hef uppgötvað nýlega og man eftir í fljótu bragði og get mælt með má nefna:

Eldað í vesturheimi 

Modern Wifestyle

Home and Delicious

Svo er tonn af erlendum matarbloggurum, það er ótrúlegt hvað margir hafa gaman að því að tjá sig um mat

….ég skil þá veeeel og svo er þetta frábær aðferð til að halda utan um allar uppskriftirnar sínar.

Sýrður rjómi – heimagerður og betri en nokkur annar…og einfalt

Eitt hráefni eins og svo oft áður en þessi sýrði rjómi eða öllu heldur Creme Fraiche er frábær.  Þú einfaldlega lætur súrmjólk leka í gegnum kaffisíu í örfáa klukkutíma, ætli það taki ekki um 1-2 klst að fá um 1 dl.

Þegar súrmjólkin hefur runnið í gegnum síuna ofan í bolla þá stendur þú uppi með mysuna í bollanum og þennan fína Creme Fraiche í kaffisíunni, tilbúin til notkunar.

Það er nefnilega munur á sýrðum rjóma og creme fraiche, og ég veit ekki til þess að það sé hægt að kaupa creme fraiche í búðum hér á Íslandi. Þessi uppskrift kemst nær því að vera creme fraiche, en það má víst gera hann með því að hræra saman rjóma og súrmjólk, en alla vega þá er þetta frábær aðferð að einfaldlega sía súrmjólk.

Haust