Kjötbollur úr folalda- og nautahakki

by soffiagudrun

Krakkarnir mínir elska gömlu góðu ritzkex kjötbollurnar og við einstaka tækifæri geri ég þannig bollur. Í þetta sinn notaði ég 500 g af folaldahakki sem mér áskotnaðist frá vinum og 500 g af 100% grasfóðruðu nautahakki frá Hálsi í Kjós. Ég notaði ekki púrrulaukssúpu en muldi niður einn pakka af ritzkexi, en það er eins og ég segi endrum og eins því mér er meinilla við svona “processed & branded” stöff. Það væri því ekki úr vegi að skipta út ritzkexinu fyrir heimagert brauðrasp.

Kjötbollur úr folalda- og nautahakki

  • 500 g nautahakk
  • 500 g folaldahakk
  • 1 pakki ritzkex eða heimagert brauðrasp
  • Kryddin sem ég notaði voru oregano, Brauðstangakrydd frá Kryddhúsinu, salt, pipar, laukduft og hvítlaukskrydd frá Kryddhúsinu.

Blandað vel saman og mótað í fremur litlar bollur. Ég eldaði þær í air fryer við 180°c í u.þ.b 18 mín. Ég fylgist vel með svo að þær brenni ekki. Einnig er hægt að elda þær í ofni eða steikja á pönnu.

Rifsberjasósa

  • Rifsberjasulta
  • Tómatsósa frá Biona. (því ég kaupi ekki Heinz vörur 😉
  • 1/2 – 1 tsk Cyanne pipar ef þið viljið hafa hana spicy
  • 1/2 tsk laukduft