Húsið við sjóinn

Foodwaves

Category: Pasta

Sítrónu kjúklingur með tagliatelle

Ég fékk þessa frábæru uppskrift frá henni Nönnu, gúmelaðe matgæðingi, þegar ég var andlaus hér um daginn.

Ég lét svo vaða og viti menn.  Þetta var frábær uppskrift.  Þetta er svona uppskrift að næst þegar ég verð með “casual” matarboð þá verður þessi réttur í boði.  Nú er bara að vona að einhver vilji koma í mat fljótlega.

“Lemon chicken – a delicious recipe
2-4 chicken breasts (depending on how many people you have for dinner)
Cut each into two pieces, on the thicker side, i.e. thinning each.
That leaves you with 4-8 pieces which you coat with flour or spelt, liberally seasoned with black pepper.
Fry the chicken breasts in a mixture of olive oil and vegetable oil and put in a baking dish to keep in oven for about 20 minutes at 180 degrees. Due to the thinness of the slices they don’t need long.

DO NOT DISCARD THE OIL AND FLOUR! in your pan.
Press 1-2 lemons and add the lemon juice to the pan, along with some chicken stock, around a cup or so. Add more pepper to taste, and finally 250 ml. cream, full fat or other according to taste.
Pour the thickened sauce over chicken and boil some tagliatelle.
Serve piping hot with Parmesan and a good, green salad.”

Macaroni og ostur

Macaroni & cheese er svo vinsælt í Norður Ameríku.  Þegar við bjuggum í Kanada var þetta eitt af því fáa sem börn vina okkur gátu skóflað í sig.  Og þá var það ekki gert frá grunni heldur úr pakka frá Kraft, úffff ekki líst mér vel á það, ef eitthvað er unnin vara….

Inniheldur:

Enriched Macaroni Product (Wheat Flour, Niacin, Ferrous Sulfate [Iron], Thiamin Mononitrate [Vitamin B1], Riboflavin [Vitamin B2], Folic Acid), Cheese Sauce Mix (Whey, Modified Food Starch, Whey Protein Concentrate, Cheddar Cheese [Milk, Cheese Culture, Salt, Enzymes], Granular Cheese [Milk, Cheese Culture, Salt, Enzymes], Salt, Calcium Carbonate, Potassium Chloride, Contains Less than 2% of Parmesan Cheese [Part-Skim Milk, Cheese Culture, Salt, Enzymes], Dried Buttermilk, Sodium Tripolyphosphate, Blue Cheese [Milk, Cheese Culture, Salt, Enzymes], Sodium Phosphate, Medium Chain Triglycerides, Cream, Citric Acid, Lactic Acid, Enzymes, Yellow 5, Yellow 6).

Ég veit ekki hvort Mac n´cheese frá Kraft fáist á Íslandi, hef ekki séð það…kannski í Kosti? Ekki það að ég muni nokkurntíma kaupa það svo það skiptir ekki öllu.

Ég hef aldrei almenninlega spáð í Macaroni & cheese, hvernig heimagerðu uppskriftirnar hljóma, þannig að ég ákvað að hafa Mac ´n cheese í matinn, bara svo ég viti hvernig á að gera það og leitaði uppi örfáar uppskriftir.  Þær hljómuðu nokkurnvegin allar eins.

Í grunninn þá er þetta einfaldlega bechamel sósa með osti.

Uppskriftirnar segja að nota skuli cheddar ost. Ég átti hann ekki til og notaði bara Gouda í sósuna og toppaði með mossarella og parmigiano reggiano ofan á áður en rétturinn fór í ofninn.  Ég semsagt fór skerfinu lengra og ofnbakaði réttinn líka, en þess þarf ekki.  Það er nóg að bera þetta fram í pottinum.

Macaroni og ostur

  • Macaroni pasta, eldað skv leiðbeiningum á pakka
  • 2 msk smjör
  • Nokkrar msk hveiti þar til þið eruð komin með smjörbollu
  • Mjólk og/eða rjómi þar til hæfileg þykkt er komin á sósuna
  • Rifinn ostur (ég hef notað um 2 dl)
  • Mossarella
  • Parmigiano reggiano
  • Salt
  • Pipar

 

Sjóðið Macaroni pasta.

Bræðið smjör í potti á meðal hita, bætið við hveiti og hrærið upp í smjörbollu.  Bætið við mjólk og rjóma smá í einu og hrærið vel í allan tíman þar til þið eruð komin með sósu sem líkjist vöffludeigi á þykkt (Þetta er bara hvít sósa eins og lasagna sósa eða plokkfisksósa…)

Bætið við rifnum ostinum. Hrærið vel saman. Saltið og piprið. Hellið vatninu af Macaroni pastanu og bætið pastanu við sósuna.

Ef þið viljið stinga þessu lka í ofn með enn meira af bræddum osti setjið þá pastagumsið í eldfast mót, skerið ferska mossarellakúlu í sneiðar og leggjið ofan á ásamt smá rifnum parmaosti.

Ég skellti nokkrum sneiðum af tómötum þar ofan á til að fá smá lit í réttinn.  Þetta bakaði ég svo í ofni á 230°c þar til osturinn varð gullinbrúnn.

Rauðrófu-tagliatelle með pestó, kræklingum og hvítvíni – Eldað með Jamie

Þessi uppskrift er í matreiðslubókinni hans Jamie Oliver, Nakti kokkurinn.

Það er ekki flókið að gera sitt eigið pasta, en tekur smá tíma og maður þarf að nostra svolítið við þetta.  En algjörlega þess virði.  Alveg upplagt að eyða köldum og blautum haustdegi í pastagerð með allri fjölskyldunni, eða góðum vinum og smá vínsopa.

Það er mjög nice að blanda rauðrófum við pastadeig.  Þið hafið kannski tekið eftir því að það er búið að vera svolítið mikið um bleikan mat hjá mér undanfarið.  En ég keypti 2 rauðrófur sem ég ofnbakaði og þær hafa enst vel.

rauðrófupasta

Rauðrófu-tagliatelle með pestó, kræklingum og hvítvíni

Rauðrófu-pasta (fyrir ca 4)

  • 1/2 rauðrófa, vel maukuð, t.d með töfrasprota og smá skvettu af vatni til að auðvelda það að mauka hana
  • 3 egg
  • 400 g hveiti (og kannski aðeins meir, þar til þetta er orðið að mjúku klísturslausu deigi)

Hnoðið allt saman í höndum eða í hrærivél,ég nota Kitchen Aid).

Geymið pastadeigið  í ísskáp í klst í skál undir plasti.

Rúllið út deigið, notið hveiti eins og þið þurfið svo það klístrist ekki við kökukeflið, eða rúllið þetta út í pastavél.  Ég var ekki með pastavél þannig að ég notaði kökukefli, og rúllaði það svo upp eins og pönnuköku og skar það í strimla, þá var ég komin með tagliatelle.

Sjóðið í bullandi vatni í 3-4 mín, eða þar til það er tilbúið. Ferskt pasta þarf ekki langa suðu.

Þumalputtareglu í pastagerð er 1 egg á móti 100 g hveiti, en þar sem rauðrófurnar eru blautar þá þarf að auka hveitimagnið

Kræklingur

  • 1/2 kg kræklingur
  • 150 g hvítvín
  • 1-2 hvítlauksrif, pressað í gegnum hvítlaukspressu eða skorið smátt.
  • Ferskur svartur pipar
  • Smjörklípa

Setjið kræklinginn í rúmgóðan pott, hellið botnfylli af hvítvíni í pottinn, athugið að setja ekki of mikið vín, því við viljum gufusjóða hann, en ekki sjóða.  Þannig að það þarf ekki að hylja kræklinginn með vökva.  Pressið hvítlauk út í pottinn og jafnvel smá pipar.

Gufusjóðið krækling í hvítvíni og hvítlauk þar til allur kræklingur hefur opnað sig, hendið þeim sem opnast ekki..   (það má líka sjóða hann í vatni)

Þegar kræklingur er tilbúinn hendið þá smjörklípu út í og ferskri steinselju.  Ég átti hana ekki til þannig að ég sleppti henni.

Pestó

  • 1/4 hvítlauksrif
  • 3 lúkur fersk basil
  • 1 lúka léttristaðar furuhnetur
  • 1 lúka parmasenostur
  • Extra virgin ólífuolía
  • Salt og pipar

Maukiða allt saman í matvinnsluvél, en hellið olíunni hægt út í þar til þið hafið fengið þann þéttleika sem þið viljið á pestóið.  Parmasenostur getur verið saltur, þannig að saltið og piprið eftir á.  Jamie talar einnig um að setja smá sítrónusafa út í pestóið því hann magni upp ilminn af basil.

pasta og kræklingur

Setjið pasta á disk ásamt kræklingnum, smá skvettu af kræklingasoðinu og pestó.  Berið fram með góðu brauði sem þið getið drekkt í soðinu.

Það er mikil matarveisla í Kjósinni í kvöld, ég er mjög spennt en þar verður eldaður matur, beint af býli, en ég segi ykkur allt um það næst.

Ég vona að þið eigið góðan dag og gott kvöld.

Skemmtileg aðferð við að bera fram spaghetti og pulsur, mjög einfalt og fljótlegt

Þessi aðferð brýtur aðeins upp á hversdagsleikann þegar spaghetti er á boðstólnum.

Ég er viss um að krakkarnir hefðu gaman að þessu.  Þetta er heimilislega útgáfan en það mætti færa þessa hugmynd í sparilegri búning með góðri pulsu og bera fram sem forrétt. Mun þreyfa mig áfram í þeim efnum síðar.

pulsu spagettí

Spaghetti með pulsu og tómatsósu

  • Spaghetti
  • Pulsur
  • Tómatsósa

Skerið pulsurnar í 4 jafna parta (skerið frá endana).

pulsu spagettí

Stingið ósoðnu spagettí í pulsurnar, 4-5 spaghetti í hverja pulsu.  Sjóðið þar til spaghettíið er soðið.  Berið fram með tómatsósu eða góðri spaghettisósu.

Holla útgáfan gæti verið heilhveiti spaghetti og fitulitlar kjúklingapulsur.

spagettí

spagettí

Lasagna með kjúklingafarsi og kjúklingabollur úr afganginum af farsinu

Einn af mínum uppáhalds réttum er cannelloni með kjúklingafarsi.  Í gær hélt ég að ég ætti lasagnaplötur inn í skáp og ætlaði því að búa til svipaðan rétt og cannelloni-ið.  Svo barasta átti ég engar plötur þannig að við hentum í ferskt pasta deig og rúlluðum út nokkrum plötum.  Þá hefði verið upplagt að nota þær í að rúlla þeim upp sem cannelloni en mig langaði að prófa að útfæra þennan rétt eins og lasagna.  Og þetta var ótrúlega gott.

Sósan heppnaðist einstaklega vel og vil ég þakka því að tómatarnir (úr dós) eru mjög bragðgóðir,  Crushed tomatoes frá Eden.

Einnig notaði ég shallotlauk í sósuna, það er mjög gott.

lasagna

Lasagna með kjúklingahakki fyrir 2-3

Kjúklingahakk

  • 2 kjúklingabringur
  • skvetta af rjóma (1/2 dl)
  • Lúka af ferskri basil
  • 1 egg
  • 1 hvítlauksrif
  • Salt og pipar

Maukið öllu saman í matvinnsluvél

Tómatsósan

  • 1 dós crushed tomatoes frá Eden
  • 3 shallotlaukar
  • 1-2 tsk Balsamic edik
  • 1 tsk Agave sýróp
  • Salt
  • Pipar
  • Ólífuolía

Svitið lauk og hvítlauk upp úr smá ólífuolíu.  Bætið við tómötum og öllu öðru.  látið malla við vægan hita í korter.

Hér er uppskrift af fersku pasta

Setjið sósu í botninn á eldföstu móti, þvínæst lasagnaplötur og dreifið svo úr kjúklingafarsblöndunni yfir lasagnaplötunar, svona svipað magn og ef um kjötsósu væri að ræða, kannski aðeins meira.  Svo kemur aftur lag af pasta plötum  og ofan á það slatta af tómatsósunni.  Bakið í ofni í 25 mín.  Bæti þá við rifnum osti ofan á og jafnvel ferskri basil og bakið í aðrar 10 mínútur.

sósa-lasagna-kjúklingafars-lasagna-sósa-ostur

Þetta var svona gott, að þetta rétt dugði ofan í tvo…..

lasagna

Svo má móta bollur ef afgangur er af farsinu (nú eða bara gera bollur) og bera fram með sósunni og fersku basil.

kjúklingabollur

Lasagna, eldað úr íslensku hráefni

Ég gerðist mjög metnaðarfull í eldamennsku minni þar sem ég nota eingöngu íslenskt hráefni og bjó til lasagna. Ég þurfti því að gera allt frá grunni, þ.á.m lasagna plöturnar og tómatsósuna. Og auðvitað þurftu lasagna plöturnar að vera úr íslensku byggmjöli og bechamel sósan einnig. Með þessu var borið fram hið óalíslenska rauðvín Marques de Casa Concha, Cabernet Sauvignon

Þetta var fróðleg eldamennska og útkoman ágæt. Allt smakkaðist vel, nema það vantaði púður í tómatsósuna, tómatarnir voru hálf óþroskaðir, þið vitið, bara svona eins og þeir eru í búðunum, fölir og ekki sérlega safaríkir.Þar sem ég átti allt eins von á bragðlausu lasagna þá setti ég Caprese salat ofan á lasagna-ið í lokin og bakaði það bara örstutt til viðbótar í ofninum, svona 2-3 mínútur.

Hér er uppskriftin af alíslensku lasagna.

lasagna

Lasagna úr íslensku hráefni

Lasagna plötur

  • 3 dl byggmjöl
  • 3 egg

Hnoðað saman og flatt út í pasta vél eða með kökukefli. Ég var ekki með pastavéĺina þannig að ég notaði kökukefli og það gengur ljómandi vel. Ef deigið vill festast við keflið þá gluða ég bara smá byggmjöli á deigið.

Bechamelsósa

  • 3 msk smjör
  • 3-4 msk byggmjöl
  • Mjólk eftir þörfum, eða þar til sósan er orðin hæfilega þykk.

Bræðið smjör, hrærið saman við það byggmjölinu og búið til bollu. Hellið saman við mjólkinni, smám saman og hrærið stanslaust þar til þið eruð komin með fallega þykkt á sósuna, svona hefðbundna sósuþykkt, ekki of þunna samt.

Tómatsósa

  • 6 tómatar
  • 6 plómutómatar
  • Fersk Basil
  • Ferskt oregano
  • 1 msk smjör

Skerið kross í tómatana ofan á þá og setjið í sjóðandi vatn í 1 mínútu, þá losnar skinnið af þeim. Takið þá upp úr vatninu og losið af hýðið.

Bræðið smjör í potti, bætið við tómötum og merjið þá.

Saxið kryddjurtirnar og bætið þeim við.

Leyfið þessu malla í smá stund.

Hakk

  • 500 g nautahakk
  • Sveppir, góð lúka
  • 4 sneiðar beikon
  • Hálf paprika, smátt skorin
  • Smjör til steikingar, væn klípa

Steikið hakk í smjöri og svo beikonið.  Bætið við sveppum og papriku. Þegar kjötið er ágætlega steikt bætið þá við tómatsósunni sem þið bjugguð til.

Leyfið þessu að malla í korter eða svo.  Raðið þessu í eldfast mót, kjötsósa, bechamelsósa, lasagnaplötur til skiptis. Bakið í ofni við 200° C í korter.

Rífið niður mossarella (ekki þennan ferska heldur þann sem er eins og brauðostur í útliti) og dreifið honum ofan á lasagna-ið og bakið í 10 mínútur til viðbótar.

Setjið þá ferskan mossarella, ferskar tómatsneiðar og ferska basil ofan á og setjið inn í ofn aftur í nokkrar mínútur.

lasagna

Þá er það komið. NB: Þar sem ég vil að allt sé ræktað hér heima þá nota ég kryddjurtir frá Engi, hinar sem eru í svona plastöskjum með íslenskri merkingu eru ræktaðar í Hollandi.

Hér er skemmtileg lesning frá heimasíðu Krúsku:

Tagliatelle með rósmarín kjúklingi

Þurrkuð krydd eru mjög mismunandi, geta verið svolítið beisk finnst mér stundum.  Ég lét vaða á að krydda kjúklingabringu með rósmarín, óreganó og eðal kjúklingakryddi frá Pottagöldrum og það kom bara mjög vel út.

tagliatelle

 

Tagliatelle með rósmarín kjúklingi (fyrir 2)

  • Tagliatelle
  • 1 kjúklingabringa
  • Hvítlaukur
  • Sveppir
  • Púrra
  • Ferskur chile
  • Rjómi
  • Paprika, fínt skorin
  • Eðal kjúklingakrydd
  • Rósmarín
  • Oregano
  • Salt
  • Pipar
  • Smjör

 

Sjóðið tagliatelle.

Skerið bringuna niður í hæfilega munnbita.  Kryddið með Eðal kjúklingakryddi frá pottagöldrum og þurrkuðu rósmarín og oregano, salti og pipar.  Steikið á pönnu, bætið við hvítlauk, papriku, sveppum, chile og púrru.  Bætið svo við rjóma og látið malla smá.

Borið fram með hvítlauksbrauði.

www.soffia.net

Heimagert er best

Var að búa til pastadeig og ricotta ost. Tók 5 mínútur að gera pastadeig. Egg og hveiti. Og hálftíma að gera ricotta ost. Mjólk og safi úr sítrónu. Svo bjó ég til ricotta fyllt ravioli. KVISS BANG BÚMM!

Eina sem vantaði þegar sest var til borðs voru góðir vinir til að njóta þessarar snilldar máltíðar með okkur og kannski nýbakað baguette.  Jú og uppþvottavél því eldhúsið er í rúst…

Pastadeig

  • 300 gr hveiti
  • 3 egg

Hrært saman í mixer í hálfa mínútu og svo smá í höndunum (1 mín.)

Ricotta ostur

  • 4-5 dl mjólk
  • 1 sítróna

Hitið mjólk að suðu, bætið út í safa úr einni sítrónu. Takið pott af hellu, setjið lok á pott og látið standa í u.þ.b hálftíma. Sigtið svo vökvann frá í gegnum viskastykki, þá situr osturinn eftir í viskastykkinu.

ravioli

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ravioli með ricottafyllingu

  • Pastadeig
  • Ricottaostur
  • Parmigiano Reggiano
  • Salt
  • Pipar
  • Smá rifinn sítrónubörkur
  • Ólífuolía

Fletjið út pastadeig þunnt.   Hrærið saman ricotta ost, parma ost, salt, pipar og smá fínt rifinn sítrónubörk.  Setjið ca 1-2 tsk af ostamixi á útflatt pastadeig, penslið með einu hrærðu eggi (eða bara rauðunni).

Og þetta var svo feeerskt og gott að það þurfti enga sósu með þessu, bara dreypa ólífuolíu yfir, smá ferskum parmigiano, salti og pipar.  Svo fer balsamik sýróp vel með þessu.

Þetta er nú engin beginners lýsing á hvernig gera skal ravioli en það má finna fullt um það á youtube. Til dæmis þessi amma hér.

Amma býr það til í höndunum en ég mæli nú alveg með matvinnsluvél.

Ég á reyndar ekki pastavél þannig að ég notaði kökukefli.

Of svo má skera þetta með því sem ykkur dettur í hug ef þið eigið engan hringlóttann skera, og þess vegna bara hníf eða pizzaskera og hafa koddana ferkantaða.

Farin í uppvaskið,  SKÁL!

Örverpi – Kjúklingur með karrí og tagliatelli

Alltaf gaman að hugsa aðeins út í orðin sem maður notar, eitt að þeim er örverpi.  En það er lítið egg sem fuglinn verpir síðast.  Fórum í heimsókn í Hvalfjörðin áðan og fengum fullan kassa af eggjum frá bóndanum og eitt örverpi til gamans.  Þetta eru bestu eggin á landinu, eins organic og hugsast getur.

egg

Fékk mjög gott pasta í kvöldmat um daginn.  Svona nýr tónn.  Karrí, sinnep og tagliatelli…

Kjúklingur með karrí og tagliatelli

  • Kjúklingur
  • Kebab krydd (eða einhverskonar karrí eða karrí blanda)
  • Matarolía
  • Kúrbítur
  • Púrra
  • Hvítlaukur
  • Rjómi
  • Sinnep (sætt)
  • Sýróp
  • Salt
  • Pipar
  • Hvítvín
  • Tagliatelli

 

Kjúklingur steiktur upp úr kebabkryddi, salti og pipar.  Bætt við grænmeti og vökva, sjóði, sjóði.  Borið fram með Tagliatelli.

 

Ég og vinur minn reyndum að efnagreina kebab blönduna mína því ég á mikið eftir að sjá eftir henni þegar hún klárast.  Eins og ég hef áður minnst á, þá keypti ég hana á markaði í Úkraínu í boxi sem er algjörlega ómerkt.

En þetta er það sem ég er nokkuð viss um að sé í henni.

  • Túrmerik
  • Gult karrí
  • Cumin (ekki mjög grounded, meira svona heilleg fræ)
  • Mynta, þurrkuð
  • Sítrónupipar
  •  Hvítur pipar

Það er eitthvað meira sem ég er ekki búin að finna út úr. Þarf bara að kaupa mér hin og þessi krydd og gera tilraunir til að líkja eftir henni, það er gaman.

Tagliatelle Bolognese

Ég held að Tagliatelle Bolognese með minni homemade Bolognese sósu sé eitt af því besta sem ég fæ.   Reyndar er ég húkkt á nautahakki, því lasagna og svo pizza með nautahakki er eitthvað sem ég þrái af og til.  Ég er með einhvern nautahakks fetish.

Það sem er gott við þetta Bolognese er að ég nota nýsteikt og ilmandi beikon, nóg af smjöri og hvítvín. Svo er þetta svo gott að maður étur alltaf yfir sig.   Ef þú ert í megrun þá viltu þetta ekki.

tagliatelli

Tagliatelle Bolognese

  • Almenninlegt nautahakk
  • Tómatar í dós
  • Laukur (hvítur eða shalott laukur líka góður)
  • Steikt krönsí beikon, mulið niður
  • Sveppir
  • Hvítvínsslurkur
  • Hálf rauð paprika, súper dúper fínt skorin, ca hálf cm teninga
  • Tómat púrre, ein lítil dós,eða ca 3 msk.
  • Smá chile pipar, fer eftir hvað hann er sterkur, smakkið ykkur bara til (1-2 tsk kannski af fínskornum meðal sterkum)
  • Basil, oregano, salt og pipar.
  • Smjör, smjör, SMJÖÖÖR, íslenskt smjör
  • Tagliatelli
  • Parmagiano Reggiano

Steikið hakk, lauk, papriku  og sveppi upp úr smjöri, bætið við hvítlauk og chile.  Restinni blandað við, upp með suðu. Kryddað og látið malla.  Um að gera að leyfa þessu að malla vel og lengi á lágum hita.

Borið fram með Tagliatelli og  Parmagiano Reggiano.  Ef maður er í stuði þá má alltaf skera niður ferskan mossarella með.

Til að gera þetta almenninlegt svo maður algjörlega spryngi þá er um að gera að bera fram með þessu gott baguette.

Svo eru margir sem setja í þetta sellerí eða gulrætur og fleira grænmeti, en ég er ekki að flækja þetta, bara leyfi nautahakks-beikons sveppa kombóinu að njóta sín, með smá touch af papriku, en NB, mjög fínt skorinni!  😛