Plokkfiskur með gráðosti

Foodwaves: Smáréttir vippaðir upp án uppskrifta úr því sem til er í eldhúsinu án umhugsunar og stærð réttarins er svo algjört forrétta smakk. Þetta er stutta skilgreiningin.

Ég var að segja vinum okkar frá Foodwaves conseptinu okkar og á meðan henti ég í einn Foodwaves.

Í ísskápnum var afgangur af plokkfiski sem ég gerði úr nætursaltaðri ýsu. Ég tók hluta af því sem til var og setti í lítið eldfast mót og muldi yfir hann gráðosti en ég notaði ostinn Ljótur. Skellti þessu í Airfrer í ca 5 mínútur og borinn fram á rúgbrauðsneið sem var smurð með hvítlauksmjöri og skreyttur með vorlauk. Þetta smakkaðist svo vel að allir voru til í meira, en það var ekki í boði…