Húsið við sjóinn

Foodwaves

Month: July, 2021

Ragu chuck // Instant Pot

Ég keypti Ragu Chuck hjá Dodda og Lísu á Hálsi. Ég er vön að elda það með tómötum á ítalskan máta eða eins og gúllas. Nú prófaði ég asískan keim. Ég notaði það sem var að verða komið á tíma í ísskápnum og úr varð mjög góður réttur. Ég slumpaði en þetta eru svona um það bil hlutföllin sem ég notaði.

Ragout chuck með asískum keim

  • 500 g Ragout Chuck
  • 1 Brokkólí
  • Nokkrar litlar kartöflur
  • 1 Daikon
  • 2 litlir sveppir
  • 1/2 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • Safi úr 1/2 lime
  • 1 dós niðursoðnir tómatar
  • 1 dós kókósmjól
  • 1-2 dl vatn (eftir því hvað þið viljið mikið soð)
  • 2 tsk salt
  • 1tsk hvítur pipar
  • 1 tsk cumin
  • 2 tsk karrý
  • 1 tsk onion powder

Grænmetið skorið, fínt eða gróft eftir smekk og öllu skellt í Instant pottinn. Ég notaði 2 dl af vatni til að fá og smá soð fyrir krakkana. Ég stillti á ” Pressure Cook” í 15 mín. og svo quick release.

Þar sem að þetta var krakkavænn réttur þá gerði ég sterkt “green curry paste” og hafði til hliðar. Annars hefði ég bætt því út í ásamt vænum flísum af ferskum engifer.

Grænt Karrý

  • Engifer
  • Hvítlaukur
  • Ferskur Jalapeno (eftir smekk og styrkleika)
  • Sterkur chili (eftir smekk og styrkleika )
  • Búnt af kóríander
  • Salt
  • Hvítur pipar
  • 1 vorlaukur
  • Lime skvetta
  • Smá vatn til að koma þessu í gang í blendernum

Allt maukað saman í blender (einnig hægt að nota mortel)

Borið fram með ferskum vorlauk, muldum salthnetum, sesamfræum og kóríander. Svo er hægt að hafa núðlur, hrísgrjón eða ég tala nú ekki um, íslenskt perlubygg.

Þrjár brauðuppskriftir

Ég bakaði 3 tegundir af brauði í morgun, eitt með heilhveiti og haframjöl.  Annað heilhveiti, spelt og fræ og að lokum beyglur úr klassísku pizza deigi. Allt smakkaðist mjög vel, brauðin voru frekar svipuð.

Einfalt heilhveiti og haframjöl sem þarf ekki að hefast.

  • 3 1/2 dl heilhveiti
  • 3 1/2 dl haframjöl
  • 3 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 1/2 L AB mjólk
  • 2 msk Hunang
  • 1/2 dl chiafræ
  • 1/2 dl sesamfræ
  • Graskersfræjum stráð yfir.

Öllu blandað saman, sett í form og bakað við 180°c í ca 50-60 mín.  Ég notaði álform sem ég klæddi með smjörpappír.

Beyglur

  • 500 g hveiti 
  • 320 ml volgt vatn
  • 11 g ger
  • 1 tsk salt

Hnoðið vel, látið hefast í 40 – 60 mín.  Skiptið í 10 kúlur og togið þær til í rúllur og festið þær saman í hring, til að búa til beygluformið.  Raðið þeim á  borð og hyljið með viskastykki og leyfið hefast í 20 mín.  Sjóðið vatn í potti á meðan.  Sjóðið beyglurnar í 2 mín  á hvorri hlið,  snúið þeim við með fiskispaða.

Raðið á smjögpappír á ofnplötu og bakið við 180° í um það bil 20 mín.

Heilhveiti og spelt brauð sem þarf ekki að hefast.

  • 400 g heilhveiti
  • 200 g hveiti
  • 200 g spelt
  • 1/2 dl sesamfræ
  • 1/2 dl chiafræ (hægt að nota hvaða fræ sem er.)
  • 4 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 1/2 L AB mjólk
  • 3 1/2  til 4 dl vatn (deigið á að vera svolítið klístrað)

Hrærið vel saman og setjið í tvö form (ég klæddi tvö álform með smjörpappír) og bakið í ofni við 180°c í um það bil klst. Einnig hægt að móta litlar bollur og baka í um klst.