Húsið við sjóinn

Foodwaves

Category: Asískt

Dumplingar – Kínverskir…og klikkað góðir

Það eru til dumplingar frá öllum heimshornum, mér finnst þeir allir hljóma girnilega.  Ég gúgglaði nokkra og valdi svo að elda kínverska dumplinga.  ég var með svaka fínt grísahakk frá Frú laugu.  Ég er afskaplega lítið fyrir svínakjöt og kjúklingakjöt, ekki afþví að mér finnst það vont heldur út af framleiðsluferlinu.  Þannig að þegar ég sé kjöt sem mér lýst vel á þá stekk ég til og elda eitthvað gott.

Eins og í þetta sinn.

Þessir dumplingar voru meiriháttar.  Ég mæli með að steikja þá fyrst og sjóða svo þar til kjötið er eldað.

Einhverntíma ætlaði ég að vera metnaðarfull og taka saman  dumplinga mismunandi landa en svo rakst ég á síðu þar sem var búið að því, þannig að í staðin fyrir að fara að finna upp hjólið þá hendi ég bara hér með inn linknum á þessa síðu, þetta er eiginlega B.A ritgerð um Dumplinga sem er á frábærri vefsíðu sem ég skoða reglulega.

The Serious Eats Guide To Dumpling Styles Around the World

Hér er svo uppskrift að mínum dumplingum.  Ég fæ að henda inn uppskriftinni á ensku

Kínverskir Dumplingar

Dough

  • 4 cups flour
  • 2 cups water
  • Flour for dusting

Mix, kneed until smooth, set aside for 30 minutes.  Roll it out into a long sausage. cut into small pieces, about 2 cm.  Roll out like a pizza dough

Filling

  • 500 g ground pork
  • 1 Napa cabbage
  • 1-2 spring onions
  • 1 tablespoons grated ginger
  • 2 teaspoons salt
  • 1 teaspoon brown sugar
  • 2 tablespoons soy sauce
  • 2 tablespoons sesame oil

Dipping sause

  • 2 tbsp soy sauce
  • 1 tbsp mirin
  • 1 tsp finely chopped garlic
  • 1 tbsp finely chopped spring onions
  • Finely chopped chili pepper (if you like some spice to it)

Mix well.  Serve in a bowl on the side with the dumplings.  You might need to double the recipe or just make as much as you think you need.

dumplings

Mix everything well together

dumplingsIMG_5750

Flatten out the dough and make thin, round cakes.  I cut mine with a large glass.

dumplingsIMG_5751

Add a tablespoon or two of the ground pork mix to each cake.

dumplingsIMG_5759

First I fry them, then I add water water and boil it.

dumplingsIMG_5777

Serve the dumplings with a good soy sauce

dumplingsIMG_5781

Dip the Dumplings in the Soy

dumplingsIMG_5782

Eat.
dumplingsIMG_5784

I think it´s important to get the bottom of the dumplings fried, not only boil them, to get some texture.


dumplingspizzaIMG_5772

I had some left overs, both dough and ground pork, what do you do?

Of course you flatten out the dough and make dumpling pizza.

mbl_5april

I have been interviewed few times last week because I made apps for kids teaching them the alphabet, numbers, colors and more.  There are no apps like that in Icelandic for kids, probably because this is not a big market.

All our apps so far are for free and we made it in English as well.  Take a look at the website, www.soffia.net,  where you can also play the alphabet and the numbers if you do not have an Android phone.

frettabl_4.3

I made few apps a year ago, then I was on a maternity leave and wanted to do more apps.  I  teamed up with a girl named Helga and we call our project Lean Laundry.

I am very proud of us, we are both on maternity leave now, and between taking care of babies, the house, doing laundry and cooking dinner we make educational multimedia material for babies and kids.

Check us out on Facebook and put a little LIKE on us.

Heimagerðar asískar núðlur og wok

Það hefur alltaf verið á dagskrá hjá mér að gera asískar núðlur, og loks lét ég vaða.  Þær eru í sjálfu sér svipaðar í gerð og ítalskt pasta.  Sem sagt, ekki flókið, smá dútl og algjörlega þess virði.

Það er hægt að nota pastavél til að fletja þær út og skera, eða þá bara kökuefli og hníf.  Nema þið séuð núðlugerðameistarar og getið teygt þetta út í höndunum, stefnan er að sjálfsögðu tekin á að mastera þá list.  Þessi hér er nokkuð góður…

Ef þið sláið inn hand pulled noodles á youtube koma upp þó nokkur myndskeið.

núðlur

Heimagerðar asískar núðlur

  • 1 3/4 bollar ískalt vatn (1 bolli er 2,4 dl)
  • 1 tsk salt
  • 1/2 kg hveiti
  • 1 eggjarauða

Blandið salti og eggjarauðu við vatnið.  Setjið hveiti á borð eða í skál, myndið holu og hellið vatninu smám saman við hveitið þar til þið eruð komin með gott deig.  (það fer eftir hveitinu hversu mikið af vatninu þið þurfið).

núðlur

Hnoðið deigið í höndum í korter þar til það verður mjúkt og flott.  (Eða í Kitchen aid)

Hvílið deigið í nokkra klst við stofuhita. (3-8 klst)

Rúllið því út í núðlur, með pastavél eða kökukefli og skerið það niður í núðlustrimla.

Sjóðið í nokkrar mínútur, 4- 7 mín.

núðlur

Wok

  • 1 paprika
  • Ferskur chile
  • 3-4 hvítlauksrif
  • 1 msk ferskur rifinn engifer
  • Ferskur kóríander
  • Rifin lime börkur af einni lime
  • Vorlaukur, 2-3 stk
  • 3-4 msk jarðhnetuolía til steikingar
  • 2-3 msk Thai sweet chili sauce
  • 1 msk soya sósa
  • Lúka af salthnetum (sem ég var búin að mylja)

Steikið allt á wok, bætið við hnetum, kóríander, soya og thai sósu í lokin.

Blandið núðlunum saman við og berið fram með Thai sweet chili sauce og soya.

Þið getið leikið ykkur með grænmetið, síðast notaði ég þessa uppskrift og hún var ótrúlega góð, þar á undan notaði ég meira af grænmeti, t.d sveppi og gulrætur.

Heimagerðar vorrúllur og vorrúlludeig

Ég er að verða óþolandi í öllu þessu heimagerða, en það er ekki fyrr en ég fer að rækta og mala mitt eigið hveiti sem ég verð sátt…

Nei, ekki alveg.  Það er samt gaman að prófa að gera heimalagað frá grunni.  Maður lærir ýmislegt á því og þá oftast hvað það er auðvelt að gera hlutina, stundum ögn tímafrekara en að grípa í tilbúið en yfirleitt alltaf þess virði þegar uppi er staðið, sérstaklega hvað bragð varðar.

Það er leikur einn að gera deig fyrir vorrúllur. Heimagerðar vorrúllur eru lostæti. Ég gerði fyllingu sem var að minnsta kosti ótrúlega góð.

Með þessu verður að vera heimagerð Thai sweet chili sósa.

Passið ykkur bara á að vera ekki í stressi að rúlla upp vorrúllunum, gefið ykkur góðan tíma í það. Ég hefði mátt vanda mig ögn betur, bara svona upp á presentatioooon. En útlitið að þessu sinni hafði engin áhrif á bragðið.

vorrúllur

Vorrúllur (fyrir 4)

Deig

  • Hveiti, magnið er eins mikið og þarf til að fá gott, mjúkt klísturslaust deig.
  • 1.5 dl vatn
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
Hnoðið ofantöldu vel saman þar til þið fáið mjúkt og gott deig.

Fylling

  • 2-3 gulrætur
  • 3-4 vorlaukar
  • 1 rauð paprika
  • 2-3 rif hvítlaukur
  • 2-3 msk ferskt engifer
  • 1 lúka af sveppum
  • 1/4 haus kínakál
  • Ferskt kóríander, góð lúka
  • Skvetta af soyasósu
  • 1-2 msk sweet chili sósa

Skerið grænmetið fínt, t.d í mjóa stutta strimla og saxið kálið.  Raspið engifer og hvítlauk.  Steikið allt ofantalið á wok pönnu.  Bætið við chili sósu og soya.  Bætið við kóríander í lokin. Leggið grænmetisblönduna til hliðar.

vorrúllur

Rúllið út  deiginu mjög þunnt og skerið í ferninga (ca 10×10 cm).  Leggið 1-2 msk af grænmetinu á deigið og rúllið upp.  Hér er góð myndskýring á hvernig hægt er að rúlla upp vorrúllum ásamt góðum ráðum við að gera vorrúllur.

Steikið á pönnu eða wok í slatta af sólblóma olíu eða hlutlausri steikingarolíu, um eina mín á hvorri hlið.  Það er líka hægt að djúpsteikja þær alveg.

Hrísgrjón

Ég bar einnig fram hrísgrjón sem slógu í gegn. Þegar ég var búin að sjóða þau svitaði ég papriku og vorlauk á pönnu og bætti svo við hrísgrjónum, cashew hnetum, fersku kóríander og smá salti ásamt 2-3 msk af thaí sweet chili sósunni sem ég gerði.

sriracha sósa

Svo er mjög gott að hafa chili mayo með.  Það gerði ég með þvi að blanda saman sýrðum rjóma og sriracha sósu.  Það má líka nota mæjónes, heimagert að sjálfsögðu 😀

Heimagerð Thai sweet chili sósa

Alltaf minnka hjá mér innkaup á tilbúnum vörum.  Nýjasta afurðin er Thai sweet chili sósa sem mér finnst vera ómissanleg með núðluréttum og öðrum asískum mat.

Ég hélt að það væri fremur flókið að gera svoleiðis sósu þannig að hún líktist þessum sem ég er vön að kaupa.  En viti menn. Eftir 10 mínútna mall á örfáum hráefnum var komin dásamlega bragðgóð sæt chili sósa.

(Chili, chilli, chile…ég kalla þetta chile, það þykir voða fínt hjá”hard core” chile aðdáendum. En svo segi ég Thai sweet chili sauce því þannig er það yfirleitt á umbúðum sósunnar).

Fyrst er að smakka til rauðan chile.  Þeir geta verið mjög mis sterkir.  Í þessa sósu er gott að vera með fremur bragðsterkan chile.

Ef þið eruð með mjög sterkan chile þá getið þið notað minna af fræunum eða skafið þau öll í burtu, en í þeim er mesti hitinn.

thai sweet chili sósa

Thai sweet chili sauce

  • 3 hvítlauksrif, afhýdd
  • 2 rauðir chile piprar (með eða án fræja)
  • 1.2 dl sykur
  • 1.8 dl vatn
  • 0.6 dl borðedik
  • 1/2 msk salt
  • 1 msk kornsterkja eða kartöflusterkja
  • 2 msk vatn

Setjið allt í blender nema kornsterkjuna og 2 msk af vatni.  Maukið vel.

Setjið maukið í pott og leyfið suðu koma upp. Lækkið hitann niður í meðalhita og látið malla þar til sósan byrjar örlítið að þykkna, um 3 mínútur.

Hrærið saman kornsterkju og vatni og bætið út í sósuna, hrærið í pottinum um leið og þið hellið sterkjunni út í og látið malla í 1 mínútu.

Kornsterkjan þykkir sósuna og gefur henni flotta áferð, annars væri þetta bara eins og þunn sósa með chile bitum fljótandi á yfirborðinu.

Kælið sósuna alveg og setjið í sótthreinsaða krukku og geymið í ísskáp.

Ef þið ætlið að gera svona sósu í einhverju magni til að geyma í lengri tíma þá er talað um að nota “Pre-gelatinized” sterkju.

Ég læt mér bara duga minna magn í einu, enda er þetta einföld og fljótleg uppskrift.  Tekur um hálftíma að skella í eina litla krukku.

thai sweet chili sósa

Áferðin á sósunni var fullkomin, styrkleikurinn á chilebragðinu góður, fersk hvítlauks og chile lykt. Alveg frábært!

Og best af öllu…nú er maður miklu nær því að vita hvað fer ofan í mann og sykurmagninu getur maður stjórnað sjálfur. 

Ég datt niður á blogg um tælenska matargerð shesimmers.com.  Það lítur út fyrir að vera margar skemmtilegar uppskriftir þarna.

Jóladagatal Soffíu – 4 dagar til jóla

Jóladagatal…4

Ef maður mylur brjóstsykur og setur hann inn í ofn þá bráðnar hann og verður eins og litað gler.  Það kemur mjög vel út sem skraut í smákökum.  Ég fann flotta mynd á netinu, ein hugmynd hvernig nýta má þessa aðferð.

smákökur

Kínverski cashew kjúklingurinn sem ég var með um daginn í kínverska boðinu var mjög góður og hér er uppskriftin að honum.

Kínverskur cashew kjúklingur

Kínverskur Cashew kjúklingur

  • Kjúklingabringur
  • Vorlaukur
  • Paprika
  • 1 poki cashew hnetur
  • 1 msk  Soya sósa
  • 1 msk hvítlaukur, rifinn
  • 1 msk ferskt engifer, rifið
  • 1 rauður chile (eða magn fer eftir styrkleika hans)
  • 2-3 msk sesamfræ
  • 3 tsk sykur (eða hunang)
  • 3 tsk soya sósa
  • 1 eggjahvíta
  • Smá hveiti
  • Salt og pipar

Hrærið eggjahvítu með gaffli þar til hún byrjar að freyða, tekur enga stund.  Bætið við soya sósu og hrærið henni við.

Skerið grænmeti og rífið hvítlauk og engifer

Skerið kjúklinginn í bita og veltið þeim upp úr eggjahvítunni og svo upp úr smá hveiti. Saltið og piprið. Steikið á pönnu.

Bætið við grænmeti, hvítlauk og engifer.  Og að lokum hrærið saman soya sósu og sykri (eða hunangi) og bætið því við á pönnuna.  Setjið cashew hneturnar út í. Látið malla í smá stund.

Setjið á fat og stráið sesamfræjum yfir.

Berið fram með hrísgrjónum.

Í kínverskum uppskriftum er gjarnan notuð kornsterkja á kjúklinginn áður en hann er steiktur.

Jóladagatal Soffíu – 7 dagar til jóla og kínverskar pönnukökur

…Vika!

Það er gaman að kíkja á mismunandi hefðir varðandi jólamat á milli landa.  Á Wikipedia getur maður nálgast lista yfir hin ýmsu lönd og matarhefðir þeirra yfir hátíðar.

Það er skondið að sjá hefðina í Japan.  En þar er KFC fried Chicken jólaréttur hjá þeim og þarna er talað um að það þurfi að leggja inn pöntun, hjá KFC, allt að tveim mánuðum fyrir jól.  Merkilegt.

Þarna má meðal annars finna Ísland og þar stendur:

Það gæti verið skemmtilegt í næsta matarboði yfir jólin að taka fyrir eitt land elda nokkra þjóðarrétti þeirra í anda jólanna.  Eða hver og einn gestur kemur með einn frá landi að eigin vali.  Nú eða vera með kökuboð og vera með sætabrauð frá ýmsum löndum…

Á þessum alþjóðlegu nótum verð ég að minnast á að ég eldaði kínverskt um daginn og bauð vinum í mat.  Matseldin heppnaðist sérlega vel.

Ég var með Kjúkling með cashew hnetum, Anís kjúklingabita og kínverskar pönnukökur.

Kínverskar pönnukökur eru frábærar.  Það er ekki mikið mál að gera þær sjálfur.  Þar sem þær eru eldaðar á mjög lágum hita kemur engin reykbræla í eldhúsið.

mandarin

Kínverskar pönnukökur

  • 2 bollar hveiti
  • 1 bolli sjóðandi vatn (kannski ögn meira)
  • Sesame olía (eða matarolía) sem er notuð til að dýfa í, en ekki blandað við deigið!

Hrærið saman hveiti og vatni, hnoðið vel saman svo úr verði silkimjúkt deig.  Ég geri þetta í höndunum, tekur ekki langa stund og deigið er fljótt að kólna, ég byrja á að hræra saman með gaffli.

Geymið deigið undir plasti í hálftíma.

mandarin

Skiptið deiginu í um 16 kúlur.  Þetta gerði ég með því að skipta einni kúlu í fjóra parta.  Og svo hverjum parti í aðra fjóra.

Takið eina af þessum 16 kúlum og skiptið henni í tvennt og rúllið í tvær kúlur, dýfið annarri kúlunni í smá olíu og leggið hina kúluna ofan á og þrýstið saman.  Rúllið þunnt út með kefli.

Eldið á pönnu við mjög lágan hita, svona 4-5.  Það tekur um eina mín á hvorri hlið.

Þegar þið takið kökuna af pönnunni kljúfið hana þá í tvennt.  Það er mjög auðvelt þar sem olían á milli heldur þeim í sundur.

Geymið þær kökur sem eru tilbúnar undir gleri, plasti eða rökum klút.

Ég horfi meðal annars á þetta myndbandtil að fá tilfinningu fyrir þessu.  Annars er hægt að google-a mandarin pancakes til að fræðast betur um þessar pönnukökur.

Þessar pönnukökur eru mjög góðar með “Peking duck” eða þessum rétti hér.

 

Brilliant réttur fyrir litlu frosnu rækjurnar sem maður á stundum í frysti…

Einstaka sinnum á ég poka af frosnum rækjum í frysti, mér dettur sjaldan nokkur í hug í hvað ég get notað þær nema þá í rækjusalat með mæjónesi.  Þar til um daginn, þá var ég að ráfa um netið og satt niður á svo girnilegan rétt, en þar var reyndar notaðar einhverjar fínar hráar rækjur.

Ég ákvað því að heimfæra þennan rétt upp á gömlu góðu mæjónesrækjurnar og hann endaði á að smakkast dúndur vel.

Þessi réttur hljómar kannski undarlega en ég segi það og skrifa, þetta var ofboðslega gott.

djúpsteikt rækjubrauð

Djúpsteikt rækjubrauð

  • Brauðsneiðar án skorpu, franskbrauð t.d eða annað hvítt brauð
  • 1/4 poki frosnar rækjur
  • Vorlaukur, 1 eða 2
  • 1 egg
  • Salt og pipar
  • Ferskt rifið engifer, 2-3 msk
  • Sesamfræ
  • Olía til steikingar

Skerið brauðið í þríhyrninga, eins marga og rækjumaukið dugar á.  Ef þið eruð með formbrauð skerið skorpuna frá og brauðið í 4 ferhyrninga.

Blandið saman í blender eða matvinnsluvél rækjum, einu eggi, engifer, salti og pipar.  Maukið. Setjið maukið í skál og blandið við það smátt skornum vorlauk.

rækjumauk

Smyrjið þessu á þríhyrningana, um það bil 1 matskeið á hvern þríhyrning.  Stráið yfir þá sesamfræjum, svörtum (ef þið eigið til) og ljósum.

Djúpsteikið í 1 mín með rækjuhliðina niður fyrst.  Snúið sneiðunum  við og steikið í 1/2 – 1 mín til viðbótar.  Leggið á eldhúspappír til að þerra mestu olíuna.

rækjumauk

Ég prófaði líka að setja maukið í hrísgrjónapappír og djúpsteikja, það var einnig mjög gott.

bodskort

Nú er ég á fullu að undirbúa sýningu, en ég verð með opnun á fimmtudaginn milli 17.00-19.00 og allir eru velkmomnir.

Sýningin er í Skotinu hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 6.hæð.  (Sama hús og Borgarbókasafnið).

Pho

Þessi stórskemmtilega súpa er ættuð frá Vietnam og kallast Pho.  Ef ykkur vantar hugmynd fyrir næsta matarboð þá mæli ég alveg með þessari súpu.

pho

Pho er núðlusúpa, gerð úr uxahalasoði.  Þunnt skorið kjötið er svo sett út í
súpuna þegar hún er komin á borðið og eldast þar í heitu soðinu.
Ef þið viljið vita meir um Pho þá er hægt að lesa ítarlega um þessa súpu á wikipedia.
Lykilatriðið er að vera með ferskt kóriander, hrísgrjónanúðlur og gott nautakjöt.

pho

pho

Ég byrjaði á soðinu:

  • 1 uxahali
  • 4 anis stjörnur
  • 1 kanelstöng
  • 1 msk fennelfræ
  • 6 negulnaglar
  • Nokkur kóríander fræ (1 -2 tsk)

uxahali
Ég byrjaði á að sjóða uxahala í 4 tíma eða svo ásamt fersku engifer, 4 anis stjörnur
1 kanelstöng, 1 msk fennelfræ, 6 negulnaglar og nokkru kóríanderfræ.
Fleytti af fitu og sigtaði svo soðið.

Þetta er svo meðlætið sem þið hafið á borðinu og látið matargesti um að setja sjálfir meðlætið í sinn súpdisk.

  • 1 poki af hrísgrjónanúðlum
  • Nautakjöt, skorið þunnt.  Ég notaði klumpsteik. sirloin myndi virka vel.
  • 2 lime, skorið í báta
  • 2 chili piprar
  • 2 lúkur af baunaspírum
  • Vorlaukur, skorinn í strimla
  • Ferskt kóríander
  • Scriracha sósa

Sjóðið núðlur
Skerið nautið mjög þunnt (svipað og carpacio)
Skerið lime í báta
Saxið niður kóríander
Skerið chili mjög smátt
Skerið vorlauk í strimla
Setjið nautakjöt á bakka, ásamt lime bátum, kóríander, baunum og chili.

sriracha sósa

Hafið Scriracha sósu á borðinu.

pho
Setjið núðlur í skál og hellið heitu soði yfir.  Berið strax fram og bjóðið gestum að setja sitt eigið kjöt og meðlæti í súpuna.
Þar sem hráa kjötið eldast í súpunni er mikilvægt að bera hana fram mjög heita.

Hvað er hægt að gera við 21 kg af rabarbara?

Þá er ég búin að ná í “smá” rabarbara. Ég og nágranninn sóttum nokkra stilka sem við skárum niður og gengum frá í frysti og þegar uppi var staðið vorum við með 21 kg.

rabarbari1

rabarbari2

Þá er bara að ráðast í það að finna skemmtilegar rabarbara uppskrifir til að nýta þetta c vítamín og járnríka grænmeti.

aflinn

Aflinn kominn í hús.

Ég leyfi ykkur svo að fylgjast með hvað verður úr þessum frábæra rabarbara.

En hér er einfaldur réttur sem ég gerði því ég varð að nota spínatið sem ég átti inní ísskáp.

Wok the line

  • 2-3 lúkur spínat
  • lúka af kasjúhnetum
  • humar ..eða rækjur
  • 2-3 rif hvítlaukur
  • 2-3 tsk rifinn ferskur engifer
  • Sweet thai chile sósa, 1-2 msk
  • 1 msk soya sósa
  • 1 epli smátt skorið í teninga
  • 1 lúka sesame fræ
  • smá olia til steikingar

Steikið hvítlauk og spínat á pönnu (helst wok) í smá stund.  Bætið restinni saman við og látið malla þar til humarinn (eða rækjurnar) er eldaður.

Étið í New York… og sushi með hýðishrísgrjónum, mæli með þvi!

Það hefur verið fátt um færslur síðustu daga þar sem ég fór í reisu til New York.

central park

central park 

Á to do listanum mínum var meðal annars:

– Borða kúbu samloku

– Kaupa local vín

– Fá mér New York slice

– Kaupa Chilpotle í Adobo sósu sem ég hef ekki fundið hér heima

– Kaupa maís hveiti til að gera mexikóskar tortillas (ekki maís mjöl sko)

– Fá mér sushi

– Fara á indverskan stað 

– Kaupa skemmtileg krydd

– Versla skemmtilegar matreiðslubækur, var með nokkrar vel valdar í huga

– Rölta um og njóta mannlífsins

– Skemmta mér með dóttur minni og manni á barnvænum vettvangi

– Eyða tíma með góðri vinkonu sem var svo vinarleg að taka á móti okkur og fá mér rauðvín með henni. 

ny

Eitt af því sem ég gerði ekki á þessum lista var að fara á Indverskan, en við fórum á stað frá Sri Lanka í staðin…

Þetta er svona sirka það sem var á listanum….minna um það að fara að skoða styttur og söfn, það verður bara að vera næst. Það er ómögulegt að sjá allt sem manni langar í einni stuttri ferð, en New Yok hefur upp á svo óendanlega margt að bjóða…ÓENDANLEGA margt.

sushi

Fyrsta máltíðin í NY var sushi, gert úr hýðishrísgrjónum, ég mæli eindregið með að þið prófið það!

Súper dúper hollt Sushi