Húsið við sjóinn

Foodwaves

Category: Kjöt

Dumplingar – Kínverskir…og klikkað góðir

Það eru til dumplingar frá öllum heimshornum, mér finnst þeir allir hljóma girnilega.  Ég gúgglaði nokkra og valdi svo að elda kínverska dumplinga.  ég var með svaka fínt grísahakk frá Frú laugu.  Ég er afskaplega lítið fyrir svínakjöt og kjúklingakjöt, ekki afþví að mér finnst það vont heldur út af framleiðsluferlinu.  Þannig að þegar ég sé kjöt sem mér lýst vel á þá stekk ég til og elda eitthvað gott.

Eins og í þetta sinn.

Þessir dumplingar voru meiriháttar.  Ég mæli með að steikja þá fyrst og sjóða svo þar til kjötið er eldað.

Einhverntíma ætlaði ég að vera metnaðarfull og taka saman  dumplinga mismunandi landa en svo rakst ég á síðu þar sem var búið að því, þannig að í staðin fyrir að fara að finna upp hjólið þá hendi ég bara hér með inn linknum á þessa síðu, þetta er eiginlega B.A ritgerð um Dumplinga sem er á frábærri vefsíðu sem ég skoða reglulega.

The Serious Eats Guide To Dumpling Styles Around the World

Hér er svo uppskrift að mínum dumplingum.  Ég fæ að henda inn uppskriftinni á ensku

Kínverskir Dumplingar

Dough

  • 4 cups flour
  • 2 cups water
  • Flour for dusting

Mix, kneed until smooth, set aside for 30 minutes.  Roll it out into a long sausage. cut into small pieces, about 2 cm.  Roll out like a pizza dough

Filling

  • 500 g ground pork
  • 1 Napa cabbage
  • 1-2 spring onions
  • 1 tablespoons grated ginger
  • 2 teaspoons salt
  • 1 teaspoon brown sugar
  • 2 tablespoons soy sauce
  • 2 tablespoons sesame oil

Dipping sause

  • 2 tbsp soy sauce
  • 1 tbsp mirin
  • 1 tsp finely chopped garlic
  • 1 tbsp finely chopped spring onions
  • Finely chopped chili pepper (if you like some spice to it)

Mix well.  Serve in a bowl on the side with the dumplings.  You might need to double the recipe or just make as much as you think you need.

dumplings

Mix everything well together

dumplingsIMG_5750

Flatten out the dough and make thin, round cakes.  I cut mine with a large glass.

dumplingsIMG_5751

Add a tablespoon or two of the ground pork mix to each cake.

dumplingsIMG_5759

First I fry them, then I add water water and boil it.

dumplingsIMG_5777

Serve the dumplings with a good soy sauce

dumplingsIMG_5781

Dip the Dumplings in the Soy

dumplingsIMG_5782

Eat.
dumplingsIMG_5784

I think it´s important to get the bottom of the dumplings fried, not only boil them, to get some texture.


dumplingspizzaIMG_5772

I had some left overs, both dough and ground pork, what do you do?

Of course you flatten out the dough and make dumpling pizza.

mbl_5april

I have been interviewed few times last week because I made apps for kids teaching them the alphabet, numbers, colors and more.  There are no apps like that in Icelandic for kids, probably because this is not a big market.

All our apps so far are for free and we made it in English as well.  Take a look at the website, www.soffia.net,  where you can also play the alphabet and the numbers if you do not have an Android phone.

frettabl_4.3

I made few apps a year ago, then I was on a maternity leave and wanted to do more apps.  I  teamed up with a girl named Helga and we call our project Lean Laundry.

I am very proud of us, we are both on maternity leave now, and between taking care of babies, the house, doing laundry and cooking dinner we make educational multimedia material for babies and kids.

Check us out on Facebook and put a little LIKE on us.

Viðtal við mig á bleikt.is – Risotto með Merguez, lambapylsum

Ég var að setja í loftið nýja vefsíðu fyrir börn.  Þar er m.a hægt að nálgast stafrófsleikinn minn og stafrófsappið sem er frábært fyrir krakka 1-5 ára, jah, og bara alla sem eru að læra íslenska stafrófið.  Það er rosa fínt viðtal við mig og Helgu, samstarfskonu mína á bleikt.is.  Þar getið þið fengið að vita allt um verkefnið okkar, Lean Laundry.

soffia

En tölum nú líka aðeins um mat.

Ég keypti mjög fínar Merguez í Frú Laugu.  Ég bar það fram með risotto, það átti mjög vel saman.

merguez

Hér áður fyrr þá gat ég ekki gert risotto nema ég ætti hvítvín og allt sem í uppskriftinni stóð því það var talað um að það væri mikil kúnst að gera risotto, sem það er, af því að maður þarf að standa við í um 20 mínútur á meðan maður bætir vökvanum smám saman út í.

Það er yfirleitt talað um soð, en ég átti ekki heimagert soð og þar sem ég nota ekki teninga þá notaði ég bara vatn.  Risottoið fær alveg nóg bragð af öllu því ferska sem í það fer hvort eð er og svo eru lambapulsurnar kryddaðar líka, þannig að ekki vantar bragð í þennan rétt.

Það eru fín grjón í Frú Laugu og svo sá ég líka í Melabúðinni Arborio grjón frá Rustichella d’abruzzo. Ef þið eigið ekki hvítvín þá má bara nota vatn með smá slettu af sítrónusafa.

risotto

 Risotto með Merguez, lambapylsum

  • 2 msk smjör
  • 2 msk extra virgin ólífuolía
  • 1/2 laukur
  • 2-3 rif hvítlaukur
  • Góð lúka af kastaníusveppum
  • 1 bolli Arborio grjón
  • 1/3 bolli hvítvín
  • 2 bollar kjúklingasoð
  • 1/2 bolli parmasen ostur
  • Ferskar kryddjurtir eftir smekk, t.d garðablóðberg eða rósmarín (ekki nauðsynlegt)
Brúnið sveppina á annari pönnu í smá stund upp úr góðri olíu og smá smjöri og bætið þeim svo við risottoið í lokin.
Svitið lauk og hvítlauk í potti, bætið út í grjónunum og brúnið í 2 mínútur.  Hellið þá hvítvíni (eða vatni) og látið gufa upp.  Þá hellið þið einni ausu í einu í pottinn af kjúklingasoði (eða vatni) og látið hverja ausu gufa upp áður en næsta er sett í.
Bætið við rifnum parmasenostinum og sneiddum brúnuðum sveppunum.
ALLTAF AÐ HRÆRA Í POTTINUM Á MEÐAN ÞIÐ ERUM AÐ BÆTA VIÐ SOÐINU, mjög mikilvægt og ekki líta af pottinum, þá getur allt brunnið við. 
Berið fram með Merguez, ég tók skinnið af og steikti á pönnu og bætti svo vatni út í og lét malla þar til hún var elduð.  Þá skar ég hana í bita og blandi við risottóið.
Hér er önnur góð risotto uppskrift
strá
 Ekki svo gleyma að kíkja á bleikt.is

Beef dip og ólífuolíuskandallinn

Hafið þið ekki heyrt um ólífuolíu skandalinn hér fyrir nokkrum árum, þar sem extra virgin ólífuolía er ekki hrein ólífuolía heldur oftar en ekki bara ódýrasta olían sem finnst (ekki einu sinni ódýrasta ólífuolían, bara hvaða olía sem er) blönduð við jafnvel annan flokks ólífuolíu og með litarefni og bragðefni.

Það er talað um að um 70% af öllum Extra virgin ólífuolíum í hillum stórmarkaða séu ekki 100%. Ég var að reyna að googla nokkrar tegundir og las á einhverju bloggi að Olitalia sé ekki með hreina ólífuolíu. Það á nefnilega líka við um FLESTAR af þeim olíum sem finnast í búðum hér heima.

Hér er listi yfir ólífuolíur sem eru ekki 100% og þær sem stóðust prófið.  Allar þær sem féllu á prófinu fást hér heima, en ég kannast ekki við neina af þessum sem stóðust það.

Hér er rannsóknin og niðurstöður.

Svo var skrifuð var heil bók um málið sem væri gaman að lesa

Hér er smá lesning en ég held það sé ekki hægt að finna betri upplýsingar um ólífuolíu á einum stað en hér

Og fyrst ég er að henda inn öllum þessum linkum á annað borð þá væri gaman að kíkja nánar áþessa síðu.

Ef þið viljið góða ólífuolíu þá mæli ég með Frú Laugu. 

Ég treysti þeim. Þeir eru með stóran dúnk af lífrænni olíu frá Sikiley sem mér finnst mjög góð.  Þá kemur maður með sína eigin flösku sem maður fyllir á.

Það eru margir þekktir skandalar í matarheiminum. Hér er búið að taka þá saman í eina bók. Það er bara sorglegt að geta ekki treyst fólki til að gera hlutina samviskusamlega.

Ég tala nú ekki um þegar verið að vega að ungum börnum eins og þegar upp komst um mjólkurformúluna í Kína. Þar hafði einhverjum skít verið bætt við formúluna svo hún virtist próteinríkari. Börn dóu eða urðu mjög veik.

Það er bara ekkert skrítið að maður er skeptískur á mat og kaupir ekki hvað sem er þegar allt snýst um að græða og græða meira svo það bitnar á framleiðslunni.

En á léttari nótum…

GLEÐILEGT SUMAR!

blom

Ég ætlaði að gera hefðbundna beef dip samloku um daginn en var ekki með nógu gott kjöt til þess. Það þarf alvöru roast beef þar.

Þannig að ég blandaði saman tveim uppskriftum því ég var að elda flatan klump sem á það til að verða svolítið þurr við ofneldum. Hann hentar víst ekki vel í ofninn, en það er mælt með þvi að steikja hann á pönnu.

Þannig að ég kryddaði hann frekar spicy og endaði svo á að sjóða hann aðeins í soðinu eftir að ég skar hann í þunnar sneiðar. Þetta endaði sem sagt á því að vera ágætis kjöt og það sem eftir var daginn eftir var étið upp til agna af nautabóndanum sjálfum.

beef dip

Hálfgert Beef dip

  • Klumpur
  • Oregano, 2 msk
  • Heitt pizzakrydd frá pottagöldrum, 1 msk
  • Salt, eftir smekk
  • Pipar , eftir smekk

Nuddið helminginum af kryddblöndunni á kjötið, lokið því á þurri pönnu á öllum hliðum.

Setjið kjötið i ofnskúffu.

Eldið í 20 mín við 220°c. Lækkið hitann niður í 200°c og bætið við 1 l af vatni og rest af kryddblöndu í ofnskúffuna.

Skerið kjötið þunnt.  Setjið soðið úr ofnskúffunni í pott og sjóðið kjötið í soðinu í smá stund ef kjötið er þurrt.

Berið þunnt skorið kjötið fram með soðinu, ítölsku sub brauði, papriku sem þið hafið skorið i strimla og soðið í korter. og jalapeno.

beef dip

Eldað á einni hellu – jólin 2011

Ég er með forláta ofn, svona lítinn sumarbústaðarofn.  Eini gallinn er sá að ef ég kveiki á hellu þá get ég ekki kveikt á ofninum líka eða öfugt og bara haft eina hellu í einu. Þetta stelur allt orku hvort frá öðru. Svo þannig eldaði ég allar jólamáltíðirnar.  Á einni hellu, eða með ofninn á.  Allt til skiptis.  Með góðu skipulagi gekk þetta stórvel og maturinn var betri en nokkru sinni fyrr.

Ég ætlaði að vera búin að tengja nýju gashellurnar mínar, en það er ekki á allt kosið þegar framtaksleysið tekur völdin…

hangikjöt

En það var matreitt tvíreykt hangikjöt frá bónda hér í sveitinni með öllu tilheyrandi og svo var það hamborgarahryggur fyrir tvo á jóladag, bara til að geta gert þessar rosalega góðu samlokur daginn eftir.

hamborgarahryggur

Það sem þarf er gott brauð sem hentar vel í panini grill, ost og Dijon sinnep, já og auðvitað sneiðar af hamborgarahryggnum, skornar eins þunnt eða þykkt og ykkur hentar.  Flóknara þarf það ekki að vera frekar en þið viljið.

samloka með hamborgarahrygg

Samloka með hamborgarahrygg

  • Hamborgarahryggur
  • Ostur
  • Dijon Sinnep
  • Gott brauð

Skerið brauðið í sneiðar, smyrjið þær með Dijon sinnepi.  Setjið á milli þær sneiðar af hrygg og ostsneiðar.  Ég notaði Gouda brauðost og 3 mm kjötsneiðar.

Ef þið eigið ananassneiðar frá kvöldinu áður þá mætti henda þeim á, eða tómatsneiðum til að ferska þetta upp. Endalausir möguleikar en ég ákvað í þetta sinn að hafa þetta einfalt og það klikkaði ekki.

Einnig mætti nota afgang af hryggnum til að gera Kúbu samloku.

Ég kem með brauðuppskriftina sem ég notaði hér á morgun.  Það tekur næstum sólarhring að gera þetta brauð en það er biðarinnar virði.  Ef þið viljið gott brauð sem líkist Ciabatta þá er héreinföld uppskrift, sem er bara pizzadeig formað í brauð og ekki hnoðað með of miklu hveiti.

Góða skemmtun á þessum síðasta degi ársins. 

GLEÐILEGT ÁR

fireworks

Empañadas

Empañadas er mjög vinsælt í Suður Ameríku.  Þar eru þeir með ýmsar fyllingar, meðal annars kartöflur, nautahakk, ost, grænmeti, ávexti og fleira.

Harðsoðið egg er líka mjög algengt í fyllinguna.

Ég ákvað að setja hálfgert chile con carne í mínar Empañadas, guggnaði á að setja harðsoðna eggið, prófa það síðar.

Á Wikipedia er góður fróðleikur um Empañadas.

Empañadas með nautahakki

Deig

  • 4 bollar hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2 tsk salt
  • 1/2 bolli smjör, skorið í litla bita
  • 1 bolli kalt vatn
  • 1 egg, hrært með msk af vatni

Blandið öllu saman nema egginu.  Hrærið vel í hrærivel. Rúllið deiginu út í litlar þunnar kökur, ca 10-12 cm í þvermál.

Hrærið eggið með vatni rétt áður en þið setjið Empañadas í ofninn, því þá penslið þið þau með egginu.

Fyllingin

  • Nautahakk (ca 700 g)
  • Vorlaukur
  • Hvítlaukur, smátt skorin
  • Paprika, smátt skorin
  • Salt og pipar
  • 1 dós Chili beans frá Eden
  • Ferskt kóríander

Steikið hakk, papriku og lauk á pönnu, bætið við baunum og kryddi.  Setjið 1-2 msk af hakki á hverja köku. Lokið henni og klemmið endanum saman með gaffli.

Hlutföll af grænmeti og kryddi er barasta eftir smekk.  1 paprika og 1 lítill laukur t.d.

Bakið í ofni við 200°c í korter eða þar til þær eru gullinbrúnar.

Stromboli, alveg jafn gott og það er gaman að segja stromboli

Stromboli er pizzadeig, flatt út ferkantað og fyllt með kjöti og osti og svo er því rúllað upp og bakað í ofni.  Það er engin sósa inn í rúllunni heldur er hún borin fram með þessu í skál “on the side”  Rúllan er skorin í sneiðar og sneiðinni svo dýft í sósuna.

Það á engin gestur eftir að vera svikinn af Stromboli…nema hann sé grænmetisæta 😛

Það sem mér finnst best við mitt stromboli er 5 kornablandan sem ég strái ofan á rúlluna. Hér kemur hugmynd að Stromboli eins og ég gerði það síðast og það smakkaðist rosalega vel.

stromboli

Stromboli

  • Pizzadeig
  • Grænpipars-salami (fæst í ostabúðinni) eða annað gott pepperoni
  • Steikt nautahakk (steikt með hvítlauk, smátt skornum lauk og pizzakryddi)
  • Skinka
  • Ferskur mossarella
  • Einhver góður brauðostur
  • Brie

Álegginu er raðað á pizzadeigið eins og sýnt er á myndinni hér fyrir neðan.

stromboli

Svo er því rúllað upp, skerið rendur í rúlluna og penslið hana með eggjahvítu.  Ef þið viljið stráið þá smá fimmkornablöndu eða sesamfræjum ofan á rúlluna.

stromboli

Bakið í ofni við 200°c þar til það er fullbakað, um 20 mínútur.

stromboli

 stromboli

Sósan:

  • Hakkaðir tómatar í dós eða tómatsósa í dós
  • Laukur
  • Hvítlaukur
  • Oregano
  • Salt og pipar
  • Smá sýróp
  • pínku balsamik edik

Laukur og hvítlaukur svitaður í olíu. Restin sett í pottinn. Allt soðið saman.

Pho

Þessi stórskemmtilega súpa er ættuð frá Vietnam og kallast Pho.  Ef ykkur vantar hugmynd fyrir næsta matarboð þá mæli ég alveg með þessari súpu.

pho

Pho er núðlusúpa, gerð úr uxahalasoði.  Þunnt skorið kjötið er svo sett út í
súpuna þegar hún er komin á borðið og eldast þar í heitu soðinu.
Ef þið viljið vita meir um Pho þá er hægt að lesa ítarlega um þessa súpu á wikipedia.
Lykilatriðið er að vera með ferskt kóriander, hrísgrjónanúðlur og gott nautakjöt.

pho

pho

Ég byrjaði á soðinu:

  • 1 uxahali
  • 4 anis stjörnur
  • 1 kanelstöng
  • 1 msk fennelfræ
  • 6 negulnaglar
  • Nokkur kóríander fræ (1 -2 tsk)

uxahali
Ég byrjaði á að sjóða uxahala í 4 tíma eða svo ásamt fersku engifer, 4 anis stjörnur
1 kanelstöng, 1 msk fennelfræ, 6 negulnaglar og nokkru kóríanderfræ.
Fleytti af fitu og sigtaði svo soðið.

Þetta er svo meðlætið sem þið hafið á borðinu og látið matargesti um að setja sjálfir meðlætið í sinn súpdisk.

  • 1 poki af hrísgrjónanúðlum
  • Nautakjöt, skorið þunnt.  Ég notaði klumpsteik. sirloin myndi virka vel.
  • 2 lime, skorið í báta
  • 2 chili piprar
  • 2 lúkur af baunaspírum
  • Vorlaukur, skorinn í strimla
  • Ferskt kóríander
  • Scriracha sósa

Sjóðið núðlur
Skerið nautið mjög þunnt (svipað og carpacio)
Skerið lime í báta
Saxið niður kóríander
Skerið chili mjög smátt
Skerið vorlauk í strimla
Setjið nautakjöt á bakka, ásamt lime bátum, kóríander, baunum og chili.

sriracha sósa

Hafið Scriracha sósu á borðinu.

pho
Setjið núðlur í skál og hellið heitu soði yfir.  Berið strax fram og bjóðið gestum að setja sitt eigið kjöt og meðlæti í súpuna.
Þar sem hráa kjötið eldast í súpunni er mikilvægt að bera hana fram mjög heita.

Mexíkósk maíssnitta

Vinkona mín sagði um daginn: ” Afhverju eru íslendingar alltaf að bíða eftir sumrinu?” Ég er ein af þessum sem er alltaf að bíða eftir sumrinu og ALLTAF jafn hissa að sjá hagl í júní, ár eftir ár.

En þetta árið, nú er ég hætt að bíða eftir sumrinu, jah, eða frekar hætt að bíða eftir vorinu og undra mig ekkert á því að hafa séð eitthvað sem líkist snjókornum út um gluggann rétt áðan og hafi lent í brjáluðu hagli í gær.
Fyrir utan það að það er að nálgast miður júní og ég er ekki enn búin að setja niður kartöflur.

En á meðan kalt er í veðri iljar maður sér bara í eldhúsinu.

Nágrannarnir færðu mér sneið af ótrúlega góðri og hollri köku. Og fyrst þeir færðu okkur köku þá hljóp ég yfir síðar þann daginn með maís tortillu  því hún var svo rosalega góð.
tortilla
 

Chile con carne á “homemade” maís tortillu með sýrðri sósu og spínati, öðru nafni:

Ekki gleyma “zestinu”

Byrjið á að búa til tortillu, helst með maís hveiti, sem ég hef því miður ekki séð hér heima. Þannig að hveiti virkar í staðinn fyrir maís hveitið.

Tortillur úr maís hveiti

  • Maíshveiti
  • vatn
  • salt

Blandið saman hráefnum og hnoðið þar til degið helst saman, mótið úr því litlar kúlur á við golfbolta, fletjið kúlurnar út með því að setja þær á milli tveggja smjörpappírsblaða og þrýsta ofan á þær með t.d litlu skurðbretti.  Steikið upp úr olíu á pönnu á báðum hliðum.

Þetta er ekki mjög nákvæm uppskrift en ég set yfirleitt bara það magn af hveiti sem ég ætla að nota í skál með salti og bæti við vatni þar til þetta er orðið að deigi sem ég er ánægð með.

Búið til gott Chile con carne eða sin (con þýðir með en sin þýðir án, s.s chile með kjöti eða chile án kjöts sem er líka gott, hafa þá bara góðar baunir.

sýrður

Sýrður með zesti

    • Sýrður rjómi
    • Nokkrar sneiðar af niðursoðnum jalapeno
    • Svartar ólífur, sneiddar
    • Lime, safi og rifinn börkur
    • Salt

Setjið nokkrar msk af sýrðum rjóma í skál.  Bætið við fínt söxuðum jalapeno sneiðum, ólífum, salti
lime safa og rífið með fínu rifjárni börk af lime og blandið við.

Leggið spínat blöð ofan á tortilla kökuna, setjið skeið af chile con carne og ofan á það skeið af sýrða rjómanum.  Skreytið með graslauk.

Kanadískt og japanskt fjúsíon = KanPan

Ég var hálf andlaus í eldhúsinu og gat ekki tekið ákvörðun um hvað mig langaði að elda.
Það var til spínat og nautahakk, það voru svona hráefni sem ég ætlaði að nota.
Ég bað kærastann um að nefna tvö lönd og svo myndi ég elda eitthvað út frá því í anda þessara tveggja landa og “fjúsíona” þeim saman í einn rétt.

Ég hélt að það myndi auðvelda mér lífið og var eiginlega búin að sjá fyrir mér að hann segði Ítalía og Grikkland eða eitthvað álíka.  En nei, hann valdi Kanada og Japan.

Þetta var ekki beint að auðvelda mér matreiðsluna, en þetta var skemmtileg áskorun og hugurinn fór á flug.

Í fyrsta lagi, KANADA, hver í ósköpunum er samnefnari kanadískrar eldamennsku.
Reynslan sem ég hef er pöbbamatur, allt djúpsteikt, hamborgarar, beef dip samlokur sem er roastbeef samloka sem þú dýfir í einhverskonar soð.
Ég ætla að tileinka annarri færslu þeirri uppskrift fljótlega, það er alveg komin tími á Beef dip!
En ég er að miða við því sem ég kynntist þegar ég bjó í litlum indíána og kúreka bæ sem heitir Kamloops. Það eru allt aðrir straumar í t.d Vancouver og ég tala nú ekki um ef þú ferð til Halifax, Kanada er stórt land með mikið af fólki, og íbúarnir eiga ættir sínar að rekja til ýmissa landa, til dæmis víða frá Asíu, Úkraínu og Rússlandi, Íslandi auðvitað, Bretlandi og svo mætti lengi telja.

Maple sýróp er stór útflutningsvara Kanada.  Ég lumaði á flösku og það var ekki spurning að ég ætlaði að nota það í þennan rétt.

Svo má ekki gleyma indíánum, þeim sem hafa búið þarna hvað lengst. Þeirra matarmenning er áhugaverð. En ég ákvað að fara ekki út á þá stefnu að þessu sinni. Heldur tók ég pöbbamatinn á þetta með Vancouver yfirbragði.

JAPAN.  Fyrsta sem mörgum dettur i hug er sushi. Það var það sem ég hugsaði. Ég leit í hillur og skápa og skoðaði hvaða hráefni ég ætti sem tengdust japanskri matargerð.
Ég fann sesame fræ, engifer og soya sósu.

Og án þess að ofhugsa dæmið þá dembdi ég mér í matargerð

KanPan
KanPan ( 4 snittur)

100 g nautahakk
1-2 rif hvítlaukur
1-2 cm bútur engifer
1-2 tsk Soya sósa
Lúka af sesamfræjum
Baguette, 4 sneiðar (ég notaði ítalskt ólífu baguette frá Mosfellsbakarí)
Salt
Pipar
Spínat, 4 lauf
3-4 msk rifinn ostur (ég notaði brauðost því ekkert annað var til)

Sósan
Sýrður rjómi, 2 msk
Maple sýróp, 1 msk
Salt, ca 1-2 tsk

Blandið saman í skál nautahakki, sesamfræjum, soyasósu, rifnum hvítlauk og rifnum engifer.  Ég notaði grófari hliðina á rifjárninu til að rífa hvítlaukinn og engifer.
Saltið og piprið.  Mótið úr þessu 4 litla hamborgara, í stærð sem passar ofan á snittubrauð.

Steikið hamborgarana upp úr smá olíu.

Sósan:  Blandið saman sýrðum, sýrópi og salti, hrærið vel saman.

Hitið baguette sneiðarnar á pönnunni sem þið steiktuð hamborgarana. Setjið ostinn ofan á aðra hliðina
á brauðinu á meðan þið steikið hina til að hann bráðni aðeins.

Setjið spínatlauf ofan á brauðið og svo borgarann.  Dreifið úr smá sósu ofan á borgarann.  Borðið strax á meðan þetta er heitt og gott.

Mér hefði aldrei dottið í hug að setja soya í nautahakk, en það svínvirkar!  Þetta er það skemmtilega við svona áskoranir, maður prófar nýja hluti.

Skemmtileg aðferð við að bera fram spaghetti og pulsur, mjög einfalt og fljótlegt

Þessi aðferð brýtur aðeins upp á hversdagsleikann þegar spaghetti er á boðstólnum.

Ég er viss um að krakkarnir hefðu gaman að þessu.  Þetta er heimilislega útgáfan en það mætti færa þessa hugmynd í sparilegri búning með góðri pulsu og bera fram sem forrétt. Mun þreyfa mig áfram í þeim efnum síðar.

pulsu spagettí

Spaghetti með pulsu og tómatsósu

  • Spaghetti
  • Pulsur
  • Tómatsósa

Skerið pulsurnar í 4 jafna parta (skerið frá endana).

pulsu spagettí

Stingið ósoðnu spagettí í pulsurnar, 4-5 spaghetti í hverja pulsu.  Sjóðið þar til spaghettíið er soðið.  Berið fram með tómatsósu eða góðri spaghettisósu.

Holla útgáfan gæti verið heilhveiti spaghetti og fitulitlar kjúklingapulsur.

spagettí

spagettí