“Butternut squash” súpa // Instant Pot

Þessi súpa var gerð í Instant Pot og sló rækilega í gegn, líka hjá krökkunum.

Uppskrift miðað við 4.

  • 1/2 Butternut squash grasker
  • 1 laukur
  • 1 epli
  • 1-2 hvítlauksrif
  • 2 tsk Za´athar
  • 1-2 msk góð krydd, ég notaði Gyros krydd frá kryddhúsinu
  • Salt og pipar
  • 1 dós kókósmjólk
  • 3 dl vatn
  • 2 msk olía
  • 1 dós kjúklingabaunir

Um að gera að leika sér með kryddin. Einnig gott að setja indversk krydd, engifer og túrmerik.

INSTANT POT LEIÐBEININGAR

  1. Sauté stilling. Setjið olíu í pott, þegar pottur sýnir “HOT” setjið graskerið, lauk og epli (allt skorið í tenginga) og eldið í 3-5 mín, bætið við hvítlauk og öðrum kryddum.

2. Ýtið á Cansel.

3. Bætið út í kókósmjólk og vatni.

4. Stillið pott á “Pressure Cook” High, í 10 mín. Svo strax Pressure release. PASSA SIG, GUFAN ER MJÖÖÖG HEIT!

5. Hér bætti ég við kjúklingabaunum (úr dós) hellti vökvanum frá og set baunir út í. Þar sem að þetta var krakkavæn súpa þá tók ég frá næstum alla súpuna, skildi eftir eina ausu af súpuvökva, sem ég bætti kjúklingabaununum við og setti á sauté stillingu og hitaði þannig upp í 5 mín.

Súpuna sem ég tók frá setti ég í matvinnsluvél og maukaði í silkimjúka súpu. Hér myndi ég bæta við kjúklingabaununum út í maukaða súpu, en ég bar þær fram í sér skál því ekki allir vildu þær. Einnig er hægt að bæta þeim út í súpuna í pottinum í lokin og mauka þær með.